Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 09:53 Staðsetnings skjálftans er merkt með grænni stjörnu. Stöðug skjálftahrina hefur verið í kringum Grímsey síðustu daga. Skjálfti að stærð 3,6 varð úti á Öxarfirði í morgun klukkan 07:34, um 15 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið á svæðinu. Skjálftinn fannst í Skíðadal, nærri Dalvík, í um 90 kílómetra fjarlægð. Líkt og hrinan sem staðið hefur yfir við Grímsey, er skjálftavirknin í Öxarfirði staðsett á Grímseyjarbeltinu. „Hann var að stærðinni 3,6. Það hafa verið eftirskjálftar en ekki stórir. Það voru tveir litlir forskjálftar og svo hefur verið stöðug eftirskjálftavirkni,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það hafa orðið stórir skjálftar á þessu svæði, árið 1976 varð skjálfti að stærðinni 6,4 í kjölfar Kröfluelda. „Það er ólíklegt að við séum að fá stóran skjálfta þar aftur.“ Sigurlaug segir að hrinan sé ekki jafn áköf og hrinan við Grímsey. „Það getur vel verið að hrinan í Grímsey hafi hrundið af stað þessari en ég get ekki fullyrt það, en það er alveg líklegt.“ Mikil skjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt, en engin skjálftanna náði þó þriggja stiga styrkleika. Vitað er um eldvirkni á upptakasvæðinu, sem er aðeins tíu til 15 kílómetra norðaustur af eynni en vísindamenn hafa ekki séð vísbendingar um kvikuhlaup, sem gæti verið undanfari eldgoss. „Hrinan í Grímsey stendur enn yfir en hún er ekki jafn áköf og eftir stóra skjálftann eða í kringum hann. Það verða ennþá fjöldi skjálfta þar á dag,“ segir Sigurlaug. Búist er við stórum skjálfta við Grímsey en erfitt er að spá fyrir um hvenær hann verður. „Því miður er ekki hægt að segja til um það. Skjálftasagan er ekki svo vel þekkt þar sem þetta er svo fjarri landi. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,6 varð úti á Öxarfirði í morgun klukkan 07:34, um 15 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið á svæðinu. Skjálftinn fannst í Skíðadal, nærri Dalvík, í um 90 kílómetra fjarlægð. Líkt og hrinan sem staðið hefur yfir við Grímsey, er skjálftavirknin í Öxarfirði staðsett á Grímseyjarbeltinu. „Hann var að stærðinni 3,6. Það hafa verið eftirskjálftar en ekki stórir. Það voru tveir litlir forskjálftar og svo hefur verið stöðug eftirskjálftavirkni,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það hafa orðið stórir skjálftar á þessu svæði, árið 1976 varð skjálfti að stærðinni 6,4 í kjölfar Kröfluelda. „Það er ólíklegt að við séum að fá stóran skjálfta þar aftur.“ Sigurlaug segir að hrinan sé ekki jafn áköf og hrinan við Grímsey. „Það getur vel verið að hrinan í Grímsey hafi hrundið af stað þessari en ég get ekki fullyrt það, en það er alveg líklegt.“ Mikil skjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt, en engin skjálftanna náði þó þriggja stiga styrkleika. Vitað er um eldvirkni á upptakasvæðinu, sem er aðeins tíu til 15 kílómetra norðaustur af eynni en vísindamenn hafa ekki séð vísbendingar um kvikuhlaup, sem gæti verið undanfari eldgoss. „Hrinan í Grímsey stendur enn yfir en hún er ekki jafn áköf og eftir stóra skjálftann eða í kringum hann. Það verða ennþá fjöldi skjálfta þar á dag,“ segir Sigurlaug. Búist er við stórum skjálfta við Grímsey en erfitt er að spá fyrir um hvenær hann verður. „Því miður er ekki hægt að segja til um það. Skjálftasagan er ekki svo vel þekkt þar sem þetta er svo fjarri landi. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45
Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00