Þjónustufólk Hinriks prins meðal fárra gesta við útför hans Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 19:15 Einungis konungsfjölskyldan, aðrir ættingjar, vinir og samstarfsfólk var viðstatt látlausa útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Danadrottningar í dag. Hinrik prins hafði sjálfur óskað eftir því að útför hans yrði látlaus en um 60 manns var boðið til hennar. Öllum kirkjuklukkum í Danmörku var hringt áður en athöfnin hófst og að henni lokinni. Margrét Þórhildur drottning systur hennar tvær, synir hennar, eiginkonur þeirra og börn mættu til útfararinnar í eðalbílum drottningar. Athygli vakti að Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims prins mætti einnig. Þá voru bræður og systur Hinriks komin frá Frakklandi til að vera við útförina. Fulltrúar hins opinbera voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Danskir fréttaskýrendur sögðu það mjög í anda Hinriks að þjónustufólk hans var meðal gesta. Meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörtíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti, en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu. Prinsinn hafi kynnt franskar hefðir fyrir Dönum og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hinrik hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð, gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur. En saman hafi drottningin og hann þýtt skáldsögu Simone De Beauvoir, „Allir menn eru dauðlegir“ yfir á dönsku. Kista prinsins var borin úr kirkju af lífvarðarsveit drottningar og hermenn stóðu heiðursvörð. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Einungis konungsfjölskyldan, aðrir ættingjar, vinir og samstarfsfólk var viðstatt látlausa útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Danadrottningar í dag. Hinrik prins hafði sjálfur óskað eftir því að útför hans yrði látlaus en um 60 manns var boðið til hennar. Öllum kirkjuklukkum í Danmörku var hringt áður en athöfnin hófst og að henni lokinni. Margrét Þórhildur drottning systur hennar tvær, synir hennar, eiginkonur þeirra og börn mættu til útfararinnar í eðalbílum drottningar. Athygli vakti að Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims prins mætti einnig. Þá voru bræður og systur Hinriks komin frá Frakklandi til að vera við útförina. Fulltrúar hins opinbera voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Danskir fréttaskýrendur sögðu það mjög í anda Hinriks að þjónustufólk hans var meðal gesta. Meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörtíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti, en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu. Prinsinn hafi kynnt franskar hefðir fyrir Dönum og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hinrik hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð, gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur. En saman hafi drottningin og hann þýtt skáldsögu Simone De Beauvoir, „Allir menn eru dauðlegir“ yfir á dönsku. Kista prinsins var borin úr kirkju af lífvarðarsveit drottningar og hermenn stóðu heiðursvörð.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27