Þjónustufólk Hinriks prins meðal fárra gesta við útför hans Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 19:15 Einungis konungsfjölskyldan, aðrir ættingjar, vinir og samstarfsfólk var viðstatt látlausa útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Danadrottningar í dag. Hinrik prins hafði sjálfur óskað eftir því að útför hans yrði látlaus en um 60 manns var boðið til hennar. Öllum kirkjuklukkum í Danmörku var hringt áður en athöfnin hófst og að henni lokinni. Margrét Þórhildur drottning systur hennar tvær, synir hennar, eiginkonur þeirra og börn mættu til útfararinnar í eðalbílum drottningar. Athygli vakti að Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims prins mætti einnig. Þá voru bræður og systur Hinriks komin frá Frakklandi til að vera við útförina. Fulltrúar hins opinbera voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Danskir fréttaskýrendur sögðu það mjög í anda Hinriks að þjónustufólk hans var meðal gesta. Meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörtíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti, en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu. Prinsinn hafi kynnt franskar hefðir fyrir Dönum og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hinrik hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð, gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur. En saman hafi drottningin og hann þýtt skáldsögu Simone De Beauvoir, „Allir menn eru dauðlegir“ yfir á dönsku. Kista prinsins var borin úr kirkju af lífvarðarsveit drottningar og hermenn stóðu heiðursvörð. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Einungis konungsfjölskyldan, aðrir ættingjar, vinir og samstarfsfólk var viðstatt látlausa útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Danadrottningar í dag. Hinrik prins hafði sjálfur óskað eftir því að útför hans yrði látlaus en um 60 manns var boðið til hennar. Öllum kirkjuklukkum í Danmörku var hringt áður en athöfnin hófst og að henni lokinni. Margrét Þórhildur drottning systur hennar tvær, synir hennar, eiginkonur þeirra og börn mættu til útfararinnar í eðalbílum drottningar. Athygli vakti að Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims prins mætti einnig. Þá voru bræður og systur Hinriks komin frá Frakklandi til að vera við útförina. Fulltrúar hins opinbera voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Danskir fréttaskýrendur sögðu það mjög í anda Hinriks að þjónustufólk hans var meðal gesta. Meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörtíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti, en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu. Prinsinn hafi kynnt franskar hefðir fyrir Dönum og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hinrik hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð, gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur. En saman hafi drottningin og hann þýtt skáldsögu Simone De Beauvoir, „Allir menn eru dauðlegir“ yfir á dönsku. Kista prinsins var borin úr kirkju af lífvarðarsveit drottningar og hermenn stóðu heiðursvörð.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27