Assad-liðar á leið til Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn og vilja reka þá Afrinhéraði Sýrlands. Vísir/AFP Herdeildir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa farið inn í Afrinhérað við landamæri Tyrklands en héraðið lútar stjórn Sýrlenskra Kúrda sem verjast nú árásum Tyrkja og uppreisnarmanna sem þeir standa við bakið á. Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. Stjórnarher Sýrlands kemur þó ekki að samkomulaginu, heldur er um að ræða vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran. Samkomulagið er til marks um hið gífurlega flókna stjórnmálalandslag Sýrlands og gæti mögulega leitt til átaka á milli Assad, Íran og mögulega Rússlands gegn Tyrklandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að Tyrkir hafi gert loftárásir og stórskotaárásir á Assad-liða skömmu eftir að þeir fóru inn í héraðið. Tyrkir segja þær árásir hafa verið gerðar í viðvörunarskyni og eru Assad-liðar sagðir hafa snúið við. Þá væru Assad-liðar að berjast með sýrlenskum Kúrdum, sem eru bandamenn Bandaríkjanna, gegn Tyrkjum, sem eru einnig bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atlantshafsbandalagið. Kúrdar sendu frá sér tilkynningu um að Assad-liðarnir myndu taka þátt í vörninni gegn Tyrkjum. Áður höfðu þeir sagt að samkomulag hefði verið gert um að stjórnarherinn myndi fara til Afrin. Þeir segjast hafa neyðst til að leita til Assad þar sem ekkert annað ríki væri tilbúið til að hjálpa þeim að verjast Tyrkjum í héraðinu.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði þó i dag að hann hefði komið í veg fyrir það samkomulag með því að hringja í Vladimir Putin, forseta Rússlands.Government militias officially entered #Afrin pic.twitter.com/CsBcoFALIk— Syrian Civil War Map (@CivilWarMap) February 20, 2018 Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Herdeildir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa farið inn í Afrinhérað við landamæri Tyrklands en héraðið lútar stjórn Sýrlenskra Kúrda sem verjast nú árásum Tyrkja og uppreisnarmanna sem þeir standa við bakið á. Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. Stjórnarher Sýrlands kemur þó ekki að samkomulaginu, heldur er um að ræða vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran. Samkomulagið er til marks um hið gífurlega flókna stjórnmálalandslag Sýrlands og gæti mögulega leitt til átaka á milli Assad, Íran og mögulega Rússlands gegn Tyrklandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að Tyrkir hafi gert loftárásir og stórskotaárásir á Assad-liða skömmu eftir að þeir fóru inn í héraðið. Tyrkir segja þær árásir hafa verið gerðar í viðvörunarskyni og eru Assad-liðar sagðir hafa snúið við. Þá væru Assad-liðar að berjast með sýrlenskum Kúrdum, sem eru bandamenn Bandaríkjanna, gegn Tyrkjum, sem eru einnig bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atlantshafsbandalagið. Kúrdar sendu frá sér tilkynningu um að Assad-liðarnir myndu taka þátt í vörninni gegn Tyrkjum. Áður höfðu þeir sagt að samkomulag hefði verið gert um að stjórnarherinn myndi fara til Afrin. Þeir segjast hafa neyðst til að leita til Assad þar sem ekkert annað ríki væri tilbúið til að hjálpa þeim að verjast Tyrkjum í héraðinu.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði þó i dag að hann hefði komið í veg fyrir það samkomulag með því að hringja í Vladimir Putin, forseta Rússlands.Government militias officially entered #Afrin pic.twitter.com/CsBcoFALIk— Syrian Civil War Map (@CivilWarMap) February 20, 2018
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira