Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Miðasölumálið varpaði dökkum skugga á viðburð Sigur Rósar í Hörpu í desember. Tekist var á um frávísunarkröfu í málinu fyrir dómi í gær. Vísir/Getty Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar höfðu miklar áhyggjur af því þegar ljóst varð að 35 milljónir af miðasölutekjum tónleika þeirra í Hörpu í desember síðastliðnum væru horfnar og um tíma stefndi í að þeir færu jafnvel ekki fram. Þetta kom fram í máli Baldvins Björns Haraldssonar, lögmanns Hörpu ohf., við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í dómsal í gær var hart tekist á um frávísunarkröfu Kára Sturlusonar og félags hans, KS Productions slf., í málinu. Líkt og greint hefur verið frá stefndi Harpa tónleikahaldaranum Kára og félagi hans til endurgreiðslu á 35 milljóna fyrirframgreiðslu sem hann fékk af miðasölutekjunum og fékk kyrrsetningu á eignir hans.Sjá einnig: Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Kári var ekki viðstaddur í dómsal í gær en lögmaður hans, Steinbergur Finnbogason, fór þar í löngu máli fram á frávísun með vísan í vanreifun, óskýrðar kröfur og gekk svo langt að segja málatilbúnað stefnanda allan í „skötulíki.“Hljómsveitarmeðlimum Sigur Rósar leist ekkert á blikuna.Vísir/gettyBaldvin Björn furðaði sig á frávísunarkröfunni og má segja að hann hafi tætt hana í sig lið fyrir lið í dómsal í gær. Í dómsal kom fram að tekjur af tónleikunum hafi í heildina numið um 80-90 milljónum króna og af þeim fjármunum hafi að sögn Baldvins Björns Harpa leyft sér á sínum tíma að greiða Kára fyrirfram 35 milljónir króna í trausti þess að hann myndi nota þá fjármuni í að undirbúa tónleikana. Svo fór, líkt og fram hefur komið í tilkynningu Hörpu og Sigur Rósar, að samningi við Kára var rift vegna meintra vanefnda og trúnaðarbrests og hann því ekki aðili að tónleikunum lengur. Baldvin Björn lagði áherslu á að ekki væri um bótakröfu að ræða í málinu, einungis endurgreiðslu á fyrirframgreiðslunni með vísan í samning Hörpu og Kára. Lögmaðurinn sagði málið snúast um 35 milljónir sem virtust hafa „gufað upp“ sem ekki sé gott fyrir eigendur Hörpu, ríki og borg. Málshöfðunin og kyrrsetning eigna hafi því verið til að tryggja endurgreiðslu enda áhöld um að Kári væri borgunarmaður. Baldvin Björn sagði Kára hafa vikist undan áskorunum um endurgreiðslu, en lögmaður hans vildi meina að engin gögn væru lögð fram því til staðfestingar að slíkt hafi ítrekað verið reynt.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Vísir/ValliBaldvin Björn sagði Kára hafa lofað því í vitna viðurvist að endurgreiða upphæðina og því verið fyllilega meðvitaður um hana. Hvort Kári og KS Productions ættu síðan kröfu vegna útlagðrar vinnu við undirbúning tónleikanna áður en kom til riftunar væri annar handleggur. Þetta tiltekna mál snerist um endurgreiðslu á hinni háu fyrirframgreiðslu. Fram kom í dómsal að greiðslur Hörpu ohf. til Kára hafi verið gerðar í nokkrum millifærslum frá júní til ágúst í fyrra. Þó tónleikarnir hafi farið fram og þeir væru vissulega yfirstaðnir lagði Baldvin Björn áherslu á að enn vantaði 35 milljónir í uppgjörið.Sjá einnig: Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Um þetta gat hafi Harpa og Sigur Rós þurft að semja sérstaklega. Lögmaðurinn sagði ekki hafa verið auðvelt að ákveða hvernig menn skiptu með sér 35 milljóna króna „tapi“ og um væri að ræða „stórkostlegt tjón sem væntanlega er orðið“. Forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, hefur hingað til ekki viljað tala um þessa upphæð sem tapaða og forsvarsmenn Hörpu og Sigur Rósar treysti því að fjármunirnir fáist endurgreiddir. Miðað við það sem fram kom í málflutningnum í gær hefur nokkur efi verið um það. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. 2. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar höfðu miklar áhyggjur af því þegar ljóst varð að 35 milljónir af miðasölutekjum tónleika þeirra í Hörpu í desember síðastliðnum væru horfnar og um tíma stefndi í að þeir færu jafnvel ekki fram. Þetta kom fram í máli Baldvins Björns Haraldssonar, lögmanns Hörpu ohf., við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í dómsal í gær var hart tekist á um frávísunarkröfu Kára Sturlusonar og félags hans, KS Productions slf., í málinu. Líkt og greint hefur verið frá stefndi Harpa tónleikahaldaranum Kára og félagi hans til endurgreiðslu á 35 milljóna fyrirframgreiðslu sem hann fékk af miðasölutekjunum og fékk kyrrsetningu á eignir hans.Sjá einnig: Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Kári var ekki viðstaddur í dómsal í gær en lögmaður hans, Steinbergur Finnbogason, fór þar í löngu máli fram á frávísun með vísan í vanreifun, óskýrðar kröfur og gekk svo langt að segja málatilbúnað stefnanda allan í „skötulíki.“Hljómsveitarmeðlimum Sigur Rósar leist ekkert á blikuna.Vísir/gettyBaldvin Björn furðaði sig á frávísunarkröfunni og má segja að hann hafi tætt hana í sig lið fyrir lið í dómsal í gær. Í dómsal kom fram að tekjur af tónleikunum hafi í heildina numið um 80-90 milljónum króna og af þeim fjármunum hafi að sögn Baldvins Björns Harpa leyft sér á sínum tíma að greiða Kára fyrirfram 35 milljónir króna í trausti þess að hann myndi nota þá fjármuni í að undirbúa tónleikana. Svo fór, líkt og fram hefur komið í tilkynningu Hörpu og Sigur Rósar, að samningi við Kára var rift vegna meintra vanefnda og trúnaðarbrests og hann því ekki aðili að tónleikunum lengur. Baldvin Björn lagði áherslu á að ekki væri um bótakröfu að ræða í málinu, einungis endurgreiðslu á fyrirframgreiðslunni með vísan í samning Hörpu og Kára. Lögmaðurinn sagði málið snúast um 35 milljónir sem virtust hafa „gufað upp“ sem ekki sé gott fyrir eigendur Hörpu, ríki og borg. Málshöfðunin og kyrrsetning eigna hafi því verið til að tryggja endurgreiðslu enda áhöld um að Kári væri borgunarmaður. Baldvin Björn sagði Kára hafa vikist undan áskorunum um endurgreiðslu, en lögmaður hans vildi meina að engin gögn væru lögð fram því til staðfestingar að slíkt hafi ítrekað verið reynt.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Vísir/ValliBaldvin Björn sagði Kára hafa lofað því í vitna viðurvist að endurgreiða upphæðina og því verið fyllilega meðvitaður um hana. Hvort Kári og KS Productions ættu síðan kröfu vegna útlagðrar vinnu við undirbúning tónleikanna áður en kom til riftunar væri annar handleggur. Þetta tiltekna mál snerist um endurgreiðslu á hinni háu fyrirframgreiðslu. Fram kom í dómsal að greiðslur Hörpu ohf. til Kára hafi verið gerðar í nokkrum millifærslum frá júní til ágúst í fyrra. Þó tónleikarnir hafi farið fram og þeir væru vissulega yfirstaðnir lagði Baldvin Björn áherslu á að enn vantaði 35 milljónir í uppgjörið.Sjá einnig: Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Um þetta gat hafi Harpa og Sigur Rós þurft að semja sérstaklega. Lögmaðurinn sagði ekki hafa verið auðvelt að ákveða hvernig menn skiptu með sér 35 milljóna króna „tapi“ og um væri að ræða „stórkostlegt tjón sem væntanlega er orðið“. Forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, hefur hingað til ekki viljað tala um þessa upphæð sem tapaða og forsvarsmenn Hörpu og Sigur Rósar treysti því að fjármunirnir fáist endurgreiddir. Miðað við það sem fram kom í málflutningnum í gær hefur nokkur efi verið um það.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. 2. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00
Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00
Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. 2. nóvember 2017 19:24