„Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2018 11:30 Unnið er að því að móta tillögur að því hvernig hverfið muni líta út. Mynd/Hafnarfjarðarbær Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu „fimm mínútna hverfi“. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla megi svæðið „andlit“ Hafnarfjarðar.Svæðið sem um ræðir afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og má sjá á korti hér að neðan. Þar má finna margvíslega þjónustu en á svæðinu eru fjölmargir skyndibitastaðir, matvöruverslanir sem og ýmis konar iðnaður. „Þarna er um að ræða endurskipulagningu á gömlu hverfi, iðnaðarhverfi, sem hefur verið og er andlit bæjarins ef að svo má segja. Þetta er hverfi sem ef þú ert að koma annars staðar frá höfuðborgarsvæðinu keyrir framhjá eða í gegnum ,“ sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni í gær.Svæðið sem um ræðir afmarkast af hvítu punktalínunni.Sjá einnig: „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Svæðið sem um ræðir er 30 hektarar en til skoðunar hefur verið undanfarin ár hvernig og hvort nýtta mæti svæðið á annan hátt en iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum kallaði Hafnarfjarðarbær eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins, líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.„Það voru valdar tillögur tveggja arkitektastofa og nú er verið að vinna með þær tvær tillögur og verið að blanda þeim saman. Úr kemur að ætlunin er að fara í þessa uppbyggingu þar sem við gerum ráð fyrir kannski 2.300 íbúum í bland við léttari fyrirtæki,“ segir Rósa.Á hugmyndastigi hefur hið nýja hverfi fengið nafnið „fimm mínútna hverfið“. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins.Svona leit ein tillaga að hverfinu út eftir arkitekta sem fengnir voru til að skila inn tillögu.Mynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að í hverfinu muni „kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að norrænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.“ Rósa segir að gert sé ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt á næstu tíu til fimmtán árum gangi allt að óskum og að þar geti um sex til sjö þúsund manns búið.Kynningarfundur um hið nýja hverfi verður haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 14. mars og hlusta má á Rósu ræða um hverfið í spilaranum hér fyrir neðan. Skipulag Tengdar fréttir „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu „fimm mínútna hverfi“. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla megi svæðið „andlit“ Hafnarfjarðar.Svæðið sem um ræðir afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og má sjá á korti hér að neðan. Þar má finna margvíslega þjónustu en á svæðinu eru fjölmargir skyndibitastaðir, matvöruverslanir sem og ýmis konar iðnaður. „Þarna er um að ræða endurskipulagningu á gömlu hverfi, iðnaðarhverfi, sem hefur verið og er andlit bæjarins ef að svo má segja. Þetta er hverfi sem ef þú ert að koma annars staðar frá höfuðborgarsvæðinu keyrir framhjá eða í gegnum ,“ sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni í gær.Svæðið sem um ræðir afmarkast af hvítu punktalínunni.Sjá einnig: „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Svæðið sem um ræðir er 30 hektarar en til skoðunar hefur verið undanfarin ár hvernig og hvort nýtta mæti svæðið á annan hátt en iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum kallaði Hafnarfjarðarbær eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins, líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.„Það voru valdar tillögur tveggja arkitektastofa og nú er verið að vinna með þær tvær tillögur og verið að blanda þeim saman. Úr kemur að ætlunin er að fara í þessa uppbyggingu þar sem við gerum ráð fyrir kannski 2.300 íbúum í bland við léttari fyrirtæki,“ segir Rósa.Á hugmyndastigi hefur hið nýja hverfi fengið nafnið „fimm mínútna hverfið“. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins.Svona leit ein tillaga að hverfinu út eftir arkitekta sem fengnir voru til að skila inn tillögu.Mynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að í hverfinu muni „kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að norrænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.“ Rósa segir að gert sé ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt á næstu tíu til fimmtán árum gangi allt að óskum og að þar geti um sex til sjö þúsund manns búið.Kynningarfundur um hið nýja hverfi verður haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 14. mars og hlusta má á Rósu ræða um hverfið í spilaranum hér fyrir neðan.
Skipulag Tengdar fréttir „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
„Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30