Segir Wall hafa látist vegna kolsýringseitrunar Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2018 13:57 Peter Madsen, til vinstri, í kafbátnum sínum Nautius sem hann smíðaði sjálfur. Vísir/Getty Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen kom með enn eina útskýringuna á því hvernig sænska blaðakonan Kim Wall á að hafa látið lífið um borð í kafbáti Madsens, Nautilus, þann tíunda ágúst síðastliðinn.Fylgstu með beinni lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld yfir Madsen hófust í Kaupmannahöfn fyrr í dag en Madsen er ákærður fyrir að hafa myrt Wall. Sjálfur hefur hann neitað að hafa myrt blaðakonuna en viðurkennir að hafa sundurlimað lík hennar.Madsen hafði áður sagt Wall hafa látist eftir að hafa fengið lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið en í réttarsalnum í dag kom hann með nýja útskýringu. Vill hann meina að blaðakonan hafi dáið vegna þess að þrýstingur féll í kafbátnum og að útblástur frá vél kafbátsins fór inn í rými hans. Betina Hald Engmark, verjandi Peter Madsen.Vísir/Getty Kim Wall hafði ætlað að taka viðtal við danska uppfinningamanninn vegna nærmyndar sem hún var að vinna um hann. Þau höfðu mælt sér mót í kafbátnum þann tíunda ágúst síðastliðinn. Var ætlunin að sýna Kim Wall kafbátinn og fara í stutta siglingu á honum. Madsen sagði Wall hafa ætlað að hitta vini sína fyrr um kvöldið og helst fyrir sólsetur. Nautilus hafi þar að auki ekki verið búinn ljósum eða öðrum búnaði sem hefði auðveldað siglingu í myrkri. Um klukkan ellefu þetta ágústkvöld fór Madsen með kafbátinn aftur upp á yfirborðið og sagði Wall hafa þá verið á lífi. Sagðist hafa orðið á mistök Þegar hann ætlaði að koma vélum kafbátsins af stað sagðist hann hafa gert mistök sem urðu til þess að útblástur fór inn í rými kafbátsins. Eftir að hafa verið í vélarrými bátsins fór hann upp á þilfar og lokaði lúgu þilfarsins á eftir sér líkt og vinnureglur kveða á um. Þegar hann ætlaði aftur inn í þilfarið gat hann ekki opnað lúguna vegna þess að þrýstingur hefði fallið í kafbátnum. Hann sagðist hafa hrópað á Kim Wall að slökkva á vélunum. Hann var ekki viss um hvort henni hefði tekist það, en í það minnsta hefði slokknað á vélunum. Gat ekki komið henni upp á þilfar Hann sagðist hafa komist aftur um borð í kafbátinn eftir að búnaður hafði jafnað þrýstinginn. Þegar hann var kominn inn sagði hann loftið um borð hafa verið ólífvænlegt og fann þar Kim meðvitundarlausa. Hann var spurður hvort hann hefði reynt að koma Kim upp á þilfar og svaraði því að hefði hann reynt það þá hefðu hann einnig látið lífið.Madsen sagðist strax hafa gert sér grein fyrir að hann yrði sakaður um hræðilegan glæp þar sem hann hafi vitað um þær aðstæður sem gætu skapast um borð í kafbátnum og urðu að lokum Kim Wall að bana að hans sögn. Fundu engin merki um kolsýringseitrun Við réttarhöldin sagði saksóknari að engin ummerki hefðu fundist um að Kim Wall hefði látist af völdum kolsýringseitrunar. Hins vegar ummerki um að eitthvað hefði orðið til þess að hún náði ekki andanum. Sagði saksóknari flest benda til þess að þrengt hefði verið að öndunarvegi hennar eða þá að hún hefði verið skorin á háls. Réttarhöldin eru enn í fullum gangi í dag og hægt að fylgjast með beinni lýsingu á Vísi hér. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen kom með enn eina útskýringuna á því hvernig sænska blaðakonan Kim Wall á að hafa látið lífið um borð í kafbáti Madsens, Nautilus, þann tíunda ágúst síðastliðinn.Fylgstu með beinni lýsingu Vísis frá réttarhöldunum hér. Réttarhöld yfir Madsen hófust í Kaupmannahöfn fyrr í dag en Madsen er ákærður fyrir að hafa myrt Wall. Sjálfur hefur hann neitað að hafa myrt blaðakonuna en viðurkennir að hafa sundurlimað lík hennar.Madsen hafði áður sagt Wall hafa látist eftir að hafa fengið lúgu um borð í kafbátnum í höfuðið en í réttarsalnum í dag kom hann með nýja útskýringu. Vill hann meina að blaðakonan hafi dáið vegna þess að þrýstingur féll í kafbátnum og að útblástur frá vél kafbátsins fór inn í rými hans. Betina Hald Engmark, verjandi Peter Madsen.Vísir/Getty Kim Wall hafði ætlað að taka viðtal við danska uppfinningamanninn vegna nærmyndar sem hún var að vinna um hann. Þau höfðu mælt sér mót í kafbátnum þann tíunda ágúst síðastliðinn. Var ætlunin að sýna Kim Wall kafbátinn og fara í stutta siglingu á honum. Madsen sagði Wall hafa ætlað að hitta vini sína fyrr um kvöldið og helst fyrir sólsetur. Nautilus hafi þar að auki ekki verið búinn ljósum eða öðrum búnaði sem hefði auðveldað siglingu í myrkri. Um klukkan ellefu þetta ágústkvöld fór Madsen með kafbátinn aftur upp á yfirborðið og sagði Wall hafa þá verið á lífi. Sagðist hafa orðið á mistök Þegar hann ætlaði að koma vélum kafbátsins af stað sagðist hann hafa gert mistök sem urðu til þess að útblástur fór inn í rými kafbátsins. Eftir að hafa verið í vélarrými bátsins fór hann upp á þilfar og lokaði lúgu þilfarsins á eftir sér líkt og vinnureglur kveða á um. Þegar hann ætlaði aftur inn í þilfarið gat hann ekki opnað lúguna vegna þess að þrýstingur hefði fallið í kafbátnum. Hann sagðist hafa hrópað á Kim Wall að slökkva á vélunum. Hann var ekki viss um hvort henni hefði tekist það, en í það minnsta hefði slokknað á vélunum. Gat ekki komið henni upp á þilfar Hann sagðist hafa komist aftur um borð í kafbátinn eftir að búnaður hafði jafnað þrýstinginn. Þegar hann var kominn inn sagði hann loftið um borð hafa verið ólífvænlegt og fann þar Kim meðvitundarlausa. Hann var spurður hvort hann hefði reynt að koma Kim upp á þilfar og svaraði því að hefði hann reynt það þá hefðu hann einnig látið lífið.Madsen sagðist strax hafa gert sér grein fyrir að hann yrði sakaður um hræðilegan glæp þar sem hann hafi vitað um þær aðstæður sem gætu skapast um borð í kafbátnum og urðu að lokum Kim Wall að bana að hans sögn. Fundu engin merki um kolsýringseitrun Við réttarhöldin sagði saksóknari að engin ummerki hefðu fundist um að Kim Wall hefði látist af völdum kolsýringseitrunar. Hins vegar ummerki um að eitthvað hefði orðið til þess að hún náði ekki andanum. Sagði saksóknari flest benda til þess að þrengt hefði verið að öndunarvegi hennar eða þá að hún hefði verið skorin á háls. Réttarhöldin eru enn í fullum gangi í dag og hægt að fylgjast með beinni lýsingu á Vísi hér.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35 Segja Wall hafa verið bundna í kafbátnum Talið að Madsen verði yfirheyrður í dag. 8. mars 2018 10:52 Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Í beinni: Réttarhöldin yfir Peter Madsen Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófust í dag. 8. mars 2018 09:35
Vildi ekki leggja á veröldina að upplýsa um skelfilegan dauðdaga Kim Wall Peter Madsen hefur svarað spurningum saksóknara og lögmanna í réttarhöldum í Kaupmannahöfn í dag. 8. mars 2018 12:55
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent