Liverpool er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og á leið sinni þangað hefur liðið skorað 34 mörk í 10 Evrópuleikjum á leiktíðinni.
Þetta er afar glæsileg tölfræði enda með meira en þrjú mörk að meðaltali í leik. Sex af mörkunum komu reyndar í umspilsleikjunum tveimur á móti þýska liðinu 1899 Hoffenheim en Liverpool hefur bara hækkað meðalskor sitt eftir að liðið komst inn í Meistaradeildina.
Það er líka athyglisvert að bera markaskor Liverpool í Evrópu á leiktíðinni við markaskor nágranna þeirra í Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Everton liðið er nefnilega búið að skora færri mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool hefur gert í Evrópu í vetur.
Everton er með 33 mörk í þessum 29 leikjum eða 1,14 að meðaltali í leik. Liverpool er líka búið að spila 29 deildarleiki á leiktíðinni en mörkin eru orðin 67 talsins sem gera 2,3 mörk í leik.
Mörk Liverpool í Meistaradeildinni
(Umspilið, riðlakeppninni og 16 liða úrslitunum)
34 mörk í 10 leikjum
Mörk Everton í ensku úrvalsdeildinni
33 mörk í 29 leikjum
Markaskorarar Liverpool í Meistaradeildinni 2017-18:
Roberto Firmino 8
Mohamed Salah 7
Sadio Mané 6
Philippe Coutinho 5
Emre Can 3
Trent Alexander-Arnold 2
Alex Oxlade-Chamberlain 1
Daniel Sturridge 1
Sjálfsmark 1
Markaskorarar Everton í ensku úrvalsdeildinni 2017-18:
Wayne Rooney 10
Oumar Niasse 7
Dominic Calvert-Lewin 4
Gylfi Sigurðsson 4
Leighton Baines 2
Theo Walcott 2
Ashley Williams 1
Idrissa Gueye 1
Tom Davies 1
Cenk Tosun 1
Markaskorarar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2017-18:
Mohamed Salah 24
Roberto Firmino 13
Sadio Mané 8
Philippe Coutinho 7
Emre Can 3
Alex Oxlade-Chamberlain 3
Daniel Sturridge 2
Trent Alexander-Arnold 1
Georginio Wijnaldum 1
Dejan Lovren 1
Jordan Henderson 1
Ragnar Klavan 1
Joël Matip 1
Sjálfsmark 1

