Gefur út nýja plötu eftir 12 ára hlé Guðný Hrönn skrifar 8. mars 2018 06:00 Hildur Vala er að senda frá sér nýja plötu sem ber heitið Geimvísindi. Vísirr/vilhelm Söngkonan Hildur Vala Einarsdóttir, sem margir muna eflaust eftir sem sigurvegara Idol-keppninnar árið 2005, hefur látið lítið fyrir sér fara síðastliðin 12 ár. En nú er hún komin aftur fram á sjónarsviðið með nýja plötu. Platan, sem heitir Geimvísindi, er hennar þriðja sólóplata. Spurð út í hvort nýja tónlistin sé frábrugðin þeirri sem hún hefur áður sent frá sér svarar Hildur hiklaust játandi. „Já. Söngröddin er auðvitað sú sama og það er eiginlega það eina sem nýja platan á sameiginlegt með þeim eldri,“ segir Hildur glöð í bragði. Beðin um að segja nánar frá nýju plötunni segir Hildur: „Þetta er fyrsta platan mín þar sem ég sem lögin og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Ég var miklu meira inni í öllu ferlinu í kringum gerð þessarar plötu en hinna tveggja. Manni er náttúrulega svo annt um manns eigin lög. En svo fékk ég að mestu leyti aðra til að semja textana. Ég á sem sagt tvo texta á plötunni en svo fékk ég til liðs við mig Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jónsson til að semja texta.“ Eins og áður sagði hefur Hildur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin tólf ár. „Ég er búin að vera að mennta mig og eignast börn,“ segir Hildur spurð út í hvað hún hafi verið að bralla síðan hún gaf síðast út tónlist. „En ég hef samt alltaf verið að vinna í tónlist og kenna börnum tónlist, þó ég hafi ekki verið að gefa neitt út.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hildi var hún nýkomin með nýju plötuna í hendurnar og var á leið á hljómsveitaræfingu. „Það verður gott að ljúka þessu ferli með útgáfutónleikunum sem verða haldnir á morgun. Þeir verða í Salnum í Kópavogi,“ segir Hildur spennt. „Ég hlakka til að flytja þetta nýja efni með hljómsveit, mér finnst það vera algjör lúxus. Að geta flutt sitt eigið efni á tónleikum með hljóðfæraleikurum. Bara algjör lúxus.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
Söngkonan Hildur Vala Einarsdóttir, sem margir muna eflaust eftir sem sigurvegara Idol-keppninnar árið 2005, hefur látið lítið fyrir sér fara síðastliðin 12 ár. En nú er hún komin aftur fram á sjónarsviðið með nýja plötu. Platan, sem heitir Geimvísindi, er hennar þriðja sólóplata. Spurð út í hvort nýja tónlistin sé frábrugðin þeirri sem hún hefur áður sent frá sér svarar Hildur hiklaust játandi. „Já. Söngröddin er auðvitað sú sama og það er eiginlega það eina sem nýja platan á sameiginlegt með þeim eldri,“ segir Hildur glöð í bragði. Beðin um að segja nánar frá nýju plötunni segir Hildur: „Þetta er fyrsta platan mín þar sem ég sem lögin og þess vegna er þetta sérstaklega ánægjulegt. Ég var miklu meira inni í öllu ferlinu í kringum gerð þessarar plötu en hinna tveggja. Manni er náttúrulega svo annt um manns eigin lög. En svo fékk ég að mestu leyti aðra til að semja textana. Ég á sem sagt tvo texta á plötunni en svo fékk ég til liðs við mig Dag Hjartarson, Hjalta Þorkelsson og Skúla Jónsson til að semja texta.“ Eins og áður sagði hefur Hildur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin tólf ár. „Ég er búin að vera að mennta mig og eignast börn,“ segir Hildur spurð út í hvað hún hafi verið að bralla síðan hún gaf síðast út tónlist. „En ég hef samt alltaf verið að vinna í tónlist og kenna börnum tónlist, þó ég hafi ekki verið að gefa neitt út.“ Þegar blaðamaður náði tali af Hildi var hún nýkomin með nýju plötuna í hendurnar og var á leið á hljómsveitaræfingu. „Það verður gott að ljúka þessu ferli með útgáfutónleikunum sem verða haldnir á morgun. Þeir verða í Salnum í Kópavogi,“ segir Hildur spennt. „Ég hlakka til að flytja þetta nýja efni með hljómsveit, mér finnst það vera algjör lúxus. Að geta flutt sitt eigið efni á tónleikum með hljóðfæraleikurum. Bara algjör lúxus.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira