ÁTVR innsiglar loks tóbaksdósir eftir frávik Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Innsigli á tóbaksdósir mun tryggja öryggi neytenda. Vísir/Anton Neytendur ÁTVR ætlar að bregðast við tilkynningum frá kaupendum um „frávik“ á innihaldi neftóbaksdósa fyrirtækisins með því að setja loks á þær innsigli. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist vona að nýjar, öruggari dósir fyrir neytendur verði komnar á markað í vor. Sala og neysla á íslenska neftóbakinu hefur aukist nær árlega síðustu ár og nam salan á síðasta ári um 40 tonnum, sem jafngildir um 800 þúsund 50 gramma dósum. Meirihluti notenda setur tóbakið í vör. Vandamálið við dósirnar er hins vegar að þegar þær eru komnar í hendur smásala er ekkert innsigli á lokinu sem fullvissar neytendur um að ekki hafi verið átt við innihaldið, líkt og á flestri annarri neysluvöru. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að upp hafi komið fleiri en eitt tilfelli nýverið þar sem kaupendur hafa uppgötvað að búið sé að eiga við dósirnar sem keyptar hafa verið í búð og þær reynst hálftómar þegar heim var komið. Fréttablaðið hefur einnig staðfest dæmi um að dós reyndist átekin og malað kaffi hafi verið sett í staðinn til að láta það líta út eins og hún væri full. Dósin á meðfylgjandi mynd er dæmi um slíkt, þar sem enginn vafi lék á að um kaffi væri að ræða þegar lyktað var af, auk þess sem litar- og grófleikamismunur var á tóbakinu og kaffinu. Átt hafði verið við þessa dós og kaffi blandað út í tóbakið.Umrætt sinn reyndist þó aðeins um kaffi að ræða, en ekki eitthvað mun skaðlegra og uppgötvaðist þetta áður en þess var neytt. En leiðin er greið ef vilji er til. Nú ætlar ÁTVR loks að verða við ákalli áhyggjufullra neftóbaksnotenda og setja fiktvörn í formi innsiglis á dósirnar. „Verkefnið er í vinnslu og von er á að prófanir klárist mjög fljótlega. Stefnan er að innsiglaðar dósir verði komnar á markað í vor,“ segir Sigrún Ósk. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar frá kaupendum um frávik. Við höfum gert allt hjá okkur til að tryggja að varan fari rétt frá okkur.“ Sigrún segir ÁTVR vera heildsala á tóbaki og að heildsölueiningarnar fari innsiglaðar frá þeim. Þá sé ÁTVR með virkt gæðaeftirlit sem er ætlað að tryggja að rétt magn og innihald sé í smásölueiningunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Neytendur ÁTVR ætlar að bregðast við tilkynningum frá kaupendum um „frávik“ á innihaldi neftóbaksdósa fyrirtækisins með því að setja loks á þær innsigli. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist vona að nýjar, öruggari dósir fyrir neytendur verði komnar á markað í vor. Sala og neysla á íslenska neftóbakinu hefur aukist nær árlega síðustu ár og nam salan á síðasta ári um 40 tonnum, sem jafngildir um 800 þúsund 50 gramma dósum. Meirihluti notenda setur tóbakið í vör. Vandamálið við dósirnar er hins vegar að þegar þær eru komnar í hendur smásala er ekkert innsigli á lokinu sem fullvissar neytendur um að ekki hafi verið átt við innihaldið, líkt og á flestri annarri neysluvöru. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að upp hafi komið fleiri en eitt tilfelli nýverið þar sem kaupendur hafa uppgötvað að búið sé að eiga við dósirnar sem keyptar hafa verið í búð og þær reynst hálftómar þegar heim var komið. Fréttablaðið hefur einnig staðfest dæmi um að dós reyndist átekin og malað kaffi hafi verið sett í staðinn til að láta það líta út eins og hún væri full. Dósin á meðfylgjandi mynd er dæmi um slíkt, þar sem enginn vafi lék á að um kaffi væri að ræða þegar lyktað var af, auk þess sem litar- og grófleikamismunur var á tóbakinu og kaffinu. Átt hafði verið við þessa dós og kaffi blandað út í tóbakið.Umrætt sinn reyndist þó aðeins um kaffi að ræða, en ekki eitthvað mun skaðlegra og uppgötvaðist þetta áður en þess var neytt. En leiðin er greið ef vilji er til. Nú ætlar ÁTVR loks að verða við ákalli áhyggjufullra neftóbaksnotenda og setja fiktvörn í formi innsiglis á dósirnar. „Verkefnið er í vinnslu og von er á að prófanir klárist mjög fljótlega. Stefnan er að innsiglaðar dósir verði komnar á markað í vor,“ segir Sigrún Ósk. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar frá kaupendum um frávik. Við höfum gert allt hjá okkur til að tryggja að varan fari rétt frá okkur.“ Sigrún segir ÁTVR vera heildsala á tóbaki og að heildsölueiningarnar fari innsiglaðar frá þeim. Þá sé ÁTVR með virkt gæðaeftirlit sem er ætlað að tryggja að rétt magn og innihald sé í smásölueiningunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira