Stóra leyndarmál Rússa á ÓL 2018 er nú komið fram í dagsljósið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 11:00 Rússarnir Evgenia Medvedeva og Alina Zagitova með verðlaun sín og með nú "fræga“ trefilinn um hálsinn. Vísir/Getty Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar. Rússar þurftu nefnilega að taka út refsingu vegna víðtækar og skipulagðar lyfjamisnotkunnar innan rússneska sambandsins sem náði hámarki í tengslum við vetrarólympíuleikanna í Sotsjí 2014. Rússneski fáninn var bannaður á leikunum og rússneska íþróttafólkið mátti ekki koma með hann inn á setningar- eða lokahátíðina eða vera merkt honum á einhvern hátt. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að rússneska íþróttafólkið hefur sitt þjóðarstolt og verðlaunahafar Rússa fengu góðar móttökur þegar þeir koma til baka til Rússlands. Í flugferðinni heim til Rússlands kom líka annað í ljós. Rússneski hátíðargallinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang var ekki alveg allur þar sem hann er séður. Rússarnir földu nefnilega rússneska fánann á bak við stóra trefilinn sem var fastur við úlpuna. Rússneski skautdansarinn Evgenia Medvedeva sagði aðdáendum sínum og heiminum frá þessu á Instagram en myndbandið tók hún upp í fluginu á leiðinni heim til Rússlands. Секрет странного, белого шарфа раскрыт!! A post shared by Evgenia Medvedevа (@jmedvedevaj) on Mar 3, 2018 at 3:51am PST „Núna vita allir leyndamálið,“ sagði Evgenia Medvedeva í færslu sinni á Instagram. „Nú þegar við erum á leiðinni heim þá getum við sýnt ykkur þetta. Okkur hafði lengi dreymt um að gera þetta. Nú vita allir leyndamál hvíta tefilsins. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ skrifaði Evgenia Medvedeva. Hún sagði á sínum tíma á leikunum sjálfum að þetta skipti ekki máli því allir vissu hvaðan hún kemur. Evgenia Medvedeva vann silfur í listdansi kvenna en landa hennar Alina Zagitova tók gullið. Þetta var eina greinin á leikunum þar sem Rússar unnu tvöfalt. Þær unnu líka silfur saman í liðakeppnini og komu því með tvenn verðlaun heim til Rússlands.Evgenia Medvedeva.Vísir/Getty Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira
Rússar máttu ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og þeir keppendur frá Rússlandi sem fengu yfir höfuð grænt ljós frá Alþjóðaólympíunefndinni urðu að keppa undir merkjum hennar. Rússar þurftu nefnilega að taka út refsingu vegna víðtækar og skipulagðar lyfjamisnotkunnar innan rússneska sambandsins sem náði hámarki í tengslum við vetrarólympíuleikanna í Sotsjí 2014. Rússneski fáninn var bannaður á leikunum og rússneska íþróttafólkið mátti ekki koma með hann inn á setningar- eða lokahátíðina eða vera merkt honum á einhvern hátt. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að rússneska íþróttafólkið hefur sitt þjóðarstolt og verðlaunahafar Rússa fengu góðar móttökur þegar þeir koma til baka til Rússlands. Í flugferðinni heim til Rússlands kom líka annað í ljós. Rússneski hátíðargallinn á Ólympíuleikunum í Pyeongchang var ekki alveg allur þar sem hann er séður. Rússarnir földu nefnilega rússneska fánann á bak við stóra trefilinn sem var fastur við úlpuna. Rússneski skautdansarinn Evgenia Medvedeva sagði aðdáendum sínum og heiminum frá þessu á Instagram en myndbandið tók hún upp í fluginu á leiðinni heim til Rússlands. Секрет странного, белого шарфа раскрыт!! A post shared by Evgenia Medvedevа (@jmedvedevaj) on Mar 3, 2018 at 3:51am PST „Núna vita allir leyndamálið,“ sagði Evgenia Medvedeva í færslu sinni á Instagram. „Nú þegar við erum á leiðinni heim þá getum við sýnt ykkur þetta. Okkur hafði lengi dreymt um að gera þetta. Nú vita allir leyndamál hvíta tefilsins. Þetta er ótrúleg tilfinning,“ skrifaði Evgenia Medvedeva. Hún sagði á sínum tíma á leikunum sjálfum að þetta skipti ekki máli því allir vissu hvaðan hún kemur. Evgenia Medvedeva vann silfur í listdansi kvenna en landa hennar Alina Zagitova tók gullið. Þetta var eina greinin á leikunum þar sem Rússar unnu tvöfalt. Þær unnu líka silfur saman í liðakeppnini og komu því með tvenn verðlaun heim til Rússlands.Evgenia Medvedeva.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Sjá meira