Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. mars 2018 11:00 Smári McCarthy og Þórhildur Sunna skutu fast á dómsmálaráðherra í gær en Katrín Jakobsdóttir greip til varna fyrir ráðherra sinn. Vísir/eyþór Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, studdu tillögu Samfylkingar og Pírata um vantraust á dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Bergþór Ólason, Miðflokknum, greiddi ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu vantraustinu atkvæði sitt. Þingmenn VG, aðrir en Rósa Björk og Andrés, vörðust vantrauststillögunni eins og um vantraust á ríkisstjórnina væri að ræða. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þann málflutning harðlega.Vantraust á ráðherra sjaldgæft Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands er forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi vantraust verið samþykkt á ríkisstjórn hans. Hið sama gildir ef vantrausti er lýst á forsætisráðherra sjálfan. Ef hins vegar vantrausti er lýst á einstaka ráðherra er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti. Því er ljóst að ríkisstjórn getur setið áfram enda þótt vantrausti sé lýst á einstaka ráðherra hennar, nema ef um forsætisráðherra sjálfan er að ræða. Mun algengara er að vantrausti sé lýst á ríkisstjórn í heild en einstaka ráðherra. Aðeins einu sinni áður frá lýðveldisstofnun hefur tillaga um vantraust á einstaka ráðherra verið lögð fram; árið 1954, gegn menntamálaráðherra Bjarna Benediktssyni. Almennt er litið svo á að vantraust á ríkisstjórn feli í sér yfirlýsingu um óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar almennt eða í einstaka málum. Vantraust á einstaka ráðherra tengjast hins vegar gjarnan embættisfærslum hans eða vanhæfi af einhverjum toga. Ákvörðun þingmanna um vantraust til ráðherra þarf ekki að byggja á öðru en huglægri afstöðu hans til ráðherrans og vera háð pólitísku mati, sem er alfarið aðskilið hvers kyns lagalegri ábyrgð ráðherra.Engin rök þarf fyrir vantrausti Um forsendur fyrir vantrausti á ríkisstjórn eða ráðherra gilda hins vegar í raun engar reglur. Í fræðiritinu Þingræði á Íslandi eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur o.fl. segir að Alþingi geti „samþykkt vantraust án þess að nokkuð liggi fyrir um óæskilega stjórnarframkvæmd ráðherra, trúnaðarbrest gagnvart þinginu, lögbrot eða annað. Það getur einfaldlega ákveðið að það vilji frekar hafa aðra ráðherra.“ Þótt ekki sé algengt að ráðherrar segi af sér hér á landi í kjölfar hneykslismála, virðast þeir velja að gera það frekar ef vantraust er yfirvofandi og þeir eiga ekki stuðning samflokksmanna vísan. Frá því Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér embætti. Í flestum tilvikum áttu þeir ekki annan kost enda hefðu þeir ella þurft að þola vantraust Alþingis. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, studdu tillögu Samfylkingar og Pírata um vantraust á dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Bergþór Ólason, Miðflokknum, greiddi ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu vantraustinu atkvæði sitt. Þingmenn VG, aðrir en Rósa Björk og Andrés, vörðust vantrauststillögunni eins og um vantraust á ríkisstjórnina væri að ræða. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þann málflutning harðlega.Vantraust á ráðherra sjaldgæft Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands er forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi vantraust verið samþykkt á ríkisstjórn hans. Hið sama gildir ef vantrausti er lýst á forsætisráðherra sjálfan. Ef hins vegar vantrausti er lýst á einstaka ráðherra er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti. Því er ljóst að ríkisstjórn getur setið áfram enda þótt vantrausti sé lýst á einstaka ráðherra hennar, nema ef um forsætisráðherra sjálfan er að ræða. Mun algengara er að vantrausti sé lýst á ríkisstjórn í heild en einstaka ráðherra. Aðeins einu sinni áður frá lýðveldisstofnun hefur tillaga um vantraust á einstaka ráðherra verið lögð fram; árið 1954, gegn menntamálaráðherra Bjarna Benediktssyni. Almennt er litið svo á að vantraust á ríkisstjórn feli í sér yfirlýsingu um óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar almennt eða í einstaka málum. Vantraust á einstaka ráðherra tengjast hins vegar gjarnan embættisfærslum hans eða vanhæfi af einhverjum toga. Ákvörðun þingmanna um vantraust til ráðherra þarf ekki að byggja á öðru en huglægri afstöðu hans til ráðherrans og vera háð pólitísku mati, sem er alfarið aðskilið hvers kyns lagalegri ábyrgð ráðherra.Engin rök þarf fyrir vantrausti Um forsendur fyrir vantrausti á ríkisstjórn eða ráðherra gilda hins vegar í raun engar reglur. Í fræðiritinu Þingræði á Íslandi eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur o.fl. segir að Alþingi geti „samþykkt vantraust án þess að nokkuð liggi fyrir um óæskilega stjórnarframkvæmd ráðherra, trúnaðarbrest gagnvart þinginu, lögbrot eða annað. Það getur einfaldlega ákveðið að það vilji frekar hafa aðra ráðherra.“ Þótt ekki sé algengt að ráðherrar segi af sér hér á landi í kjölfar hneykslismála, virðast þeir velja að gera það frekar ef vantraust er yfirvofandi og þeir eiga ekki stuðning samflokksmanna vísan. Frá því Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér embætti. Í flestum tilvikum áttu þeir ekki annan kost enda hefðu þeir ella þurft að þola vantraust Alþingis.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13