Ferðir Pawels vöktu athygli á Beauty tips: „Reykvískar mæður geta verið óhræddar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 20:35 Pawel sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Skjáskot/Snapchat Ferðir „stórskrýtins gæja“ sem gekk um Grafarvog í dag og tók Snapchat myndbönd af leikskólum vöktu athygli meðlima Facebook hópsins Beauty tips. Hinn stórskrýtni gæi reyndist vera Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, sem sækist eftir sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann hefur undanfarna daga ferðast um hverfi borgarinnar á hjóli og kynnt sér legu leikskóla í borginni. „Ég hef verið að stunda það að ganga um bæinn og skoða ýmis atriði,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Hann segist til að mynda hafa farið um alla þéttingarreiti borgarinnar. „Nú er ég með það verkefni að ganga fram hjá öllum leikskólum borgarinnar til að átta mig á legu þeirra. Svo kynnir maður sér aðeins hvað leikskólarnir standa fyrir, hvernig stefnu þeir hafa, og reyni að fjalla um það í stuttum snap sögum.“ Reykjavíkurborg rekur 62 leikskóla og til viðbótar eru 17 sjálfstætt starfandi leikskólar í borginni. Því er alls um að ræða tæplega 80 leikskóla. „Þetta gengur nú bara vel skal ég segja þér. Ég er búinn með bróðurpart af Vesturbænum og Hlíðum, allt norðan Hringbrautar er komið. Svo var ég að klára Grafarvoginn, Grafarholtið og Úlfarsárdalinn í dag. Næst liggur leið mín upp í Árbæ og Breiðholt. Þá eru bara Fossvogur og suðurhluti Hlíða eftir og svo Kjalarnesið þangað sem ég mun taka strætóferð sem verður rúsínan í pylsuendanum í þessari ferð minni.“Ekkert sem heitir „bad publicity“ Pawel tilkynnti fyrir um tveimur vikum síðan að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Þetta er liður í því. Þetta er leið mín til að kynnast borgarlandinu. Talandi nú ekki um það að kynnast menntakerfinu,“ segir Pawel. „Ég geri þetta allt á hjóli og það er svona líka útaf því að stundum þegar maður er að skoða sérstaklega aðbúnaðinn í kringum skóla þá náttúrulega eru mikið af krökkum að fara labbandi þá er oft gott að sjá hvernig hlutirnir liggja. Til dæmis þegar verið er að sameina skóla, meikar það sens út frá því hvernig þeir liggja. Meikar það sens út frá gönguleiðum barnanna.“ Umræða um ferðir „stórskrýtins gæja“ um Grafarvog spratt upp í Facebook hópnum Beauty tips fyrr í dag og segist Pawel hafa fengið veður af þeirri umræðu. „Ég var búinn að fá smjörþefinn af þessu. Það er svona eins og það er. Það er stundum sagt að það sé ekkert sem heitir bad publicity sko en takmarkið er ekki að hrella neinn,“ segir Pawel. „Reykvískar mæður geta verið óhræddar um það að það sé ekkert annað á ferðinni.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Ferðir „stórskrýtins gæja“ sem gekk um Grafarvog í dag og tók Snapchat myndbönd af leikskólum vöktu athygli meðlima Facebook hópsins Beauty tips. Hinn stórskrýtni gæi reyndist vera Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, sem sækist eftir sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann hefur undanfarna daga ferðast um hverfi borgarinnar á hjóli og kynnt sér legu leikskóla í borginni. „Ég hef verið að stunda það að ganga um bæinn og skoða ýmis atriði,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Hann segist til að mynda hafa farið um alla þéttingarreiti borgarinnar. „Nú er ég með það verkefni að ganga fram hjá öllum leikskólum borgarinnar til að átta mig á legu þeirra. Svo kynnir maður sér aðeins hvað leikskólarnir standa fyrir, hvernig stefnu þeir hafa, og reyni að fjalla um það í stuttum snap sögum.“ Reykjavíkurborg rekur 62 leikskóla og til viðbótar eru 17 sjálfstætt starfandi leikskólar í borginni. Því er alls um að ræða tæplega 80 leikskóla. „Þetta gengur nú bara vel skal ég segja þér. Ég er búinn með bróðurpart af Vesturbænum og Hlíðum, allt norðan Hringbrautar er komið. Svo var ég að klára Grafarvoginn, Grafarholtið og Úlfarsárdalinn í dag. Næst liggur leið mín upp í Árbæ og Breiðholt. Þá eru bara Fossvogur og suðurhluti Hlíða eftir og svo Kjalarnesið þangað sem ég mun taka strætóferð sem verður rúsínan í pylsuendanum í þessari ferð minni.“Ekkert sem heitir „bad publicity“ Pawel tilkynnti fyrir um tveimur vikum síðan að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Þetta er liður í því. Þetta er leið mín til að kynnast borgarlandinu. Talandi nú ekki um það að kynnast menntakerfinu,“ segir Pawel. „Ég geri þetta allt á hjóli og það er svona líka útaf því að stundum þegar maður er að skoða sérstaklega aðbúnaðinn í kringum skóla þá náttúrulega eru mikið af krökkum að fara labbandi þá er oft gott að sjá hvernig hlutirnir liggja. Til dæmis þegar verið er að sameina skóla, meikar það sens út frá því hvernig þeir liggja. Meikar það sens út frá gönguleiðum barnanna.“ Umræða um ferðir „stórskrýtins gæja“ um Grafarvog spratt upp í Facebook hópnum Beauty tips fyrr í dag og segist Pawel hafa fengið veður af þeirri umræðu. „Ég var búinn að fá smjörþefinn af þessu. Það er svona eins og það er. Það er stundum sagt að það sé ekkert sem heitir bad publicity sko en takmarkið er ekki að hrella neinn,“ segir Pawel. „Reykvískar mæður geta verið óhræddar um það að það sé ekkert annað á ferðinni.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00
Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu