Íslenski landsliðsþjálfarinn dáist að spilamennsku Hollands Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. mars 2018 08:30 Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur síðasta leik sinn í riðlakeppninni á Algarve-mótinu í fótbolta í kvöld þegar þær mæta Evrópumeisturum Hollands í Parchal á Portúgal. Íslenska liðið er með eitt stig að tveimur umferðum loknum, eftir jafntefli í fyrstu umferð gegn Danmörku fylgdi svekkjandi 1-2 tap fyrir Japan þar sem klaufalegt sigurmark skildi liðin að á 85. mínútu. Stutt er síðan Ísland mætti Hollandi síðast en íslenska liðið fékk 0-4 skell þegar liðin mættust í vináttuleik ytra fyrir tæpu ári. Það var aðeins annar sigur Hollands gegn Íslandi í níundu tilraun.Allar klárar í slaginn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, hefur vonandi úr öllum leikmannahópnum að velja í dag en Fanndís Friðriksdóttir er enn tæp vegna meiðsla og óvíst er með hana. Hann á von á því að setja leikinn upp á svipaðan hátt og gegn Danmörku, agaðan varnarleik og reyna að nýta færin þegar þau gefast. „Uppleggið verður svipað og gegn Dönum, sitja aðeins aftar og reyna að loka á sóknarleik þeirra þótt að þær séu í raun allt öðruvísi en Danir og Japanir sem við mættum í fyrstu tveimur leikjunum. Þær eru með tvo vængmenn í heimsklassa í þeim Shanice van de Sanden og Martens og við ætlum að prófa aðferðir til að reyna að loka á þær,“ sagði Freyr sem sagði það ekki eftirsóknarvert fyrir varnarmenn að mæta þeim einsamlir. „Þær eru svakalega hættulegar þegar þær fara á staka varnarmenn en við ætlum að reyna að koma í veg fyrir það og fá alltaf hjálparvörn strax til þess að engin sé skilin eftir ein á eina.“ Sagðist hann vera búinn að ákveða byrjunarliðið en eina spurningarmerkið væri Fanndís. „Ég geri ráð fyrir að gera 7-8 breytingar á liðinu sem byrjaði gegn Japan, ég tilkynnti liðinu áðan hvernig við ætlum að spila en það er ennþá smá óvissa með þátttöku Fanndísar. Hún er að ná sér en ég vill ekki taka neina óþarfa áhættu, við sjáum hvernig hún verður á morgun eftir góðan nætursvefn.“Ótrúlegur uppgangur Hollenska landsliðið er í fremstu röð eftir ótrúlegan uppgang undanfarin ár með Lieke Martens, leikmann Barcelona, í fararbroddi en hún var á dögunum valin besta knattspyrnukona heims, sú fyrsta frá Hollandi. Liðinu mistókst að komast á EM í fyrstu níu skiptin sem mótið var haldið en aðeins einu sinni hefur liðinu tekist að vinna sér inn þátttökurétt á HM (2015) þar sem það féll úr leik í 16-liða úrslitum. Á heimavelli var hins vegar komin liðsheild og lið sem gat farið alla leið en liðið skoraði 13 mörk í sex leikjum og fékk aðeins þrjú á sig á leiðinni að gullinu. Var þetta aðeins annað stórmótið sem þessi frábæra fótboltaþjóð vinnur í fótbolta, 29 árum eftir sigur karlaliðsins á EM í Vestur-Þýskalandi. Freyr hreifst af spilamennsku liðsins síðasta sumar og uppgangi landsliðsins á stuttum tíma. „Þær áttu fyllilega skilið að vinna þetta mót, það hjálpaði þeim auðvitað að vera á heimavelli en það getur líka unnið gegn liðinu. Þær náðu að skapa sterka liðsheild og eru góðar á báðum endum vallarins. Við erum algjörlega meðvituð um þeirra styrkleika en við erum að fara í þetta til að reyna að taka sem mest úr þessu og reyna að læra og þroskast,“ sagði Freyr og bætti við: „Uppgangurinn í kvennaknattspyrnu hjá þeim á stuttum tíma hefur verið hreint út sagt ótrúlegur, ég hef reynt að velta þessu fyrir mér, hvað þær gerðu til að verða svona ótrúlega góðar á svona stuttum tíma. Ég dáist líka að spilamennsku þeirra, þær þurfa ekkert endilega að klappa boltanum endalaust. Þær eru skilvirkar, vilja ekkert endilega halda bolta heldur spila áhrifaríkar sóknir. Þetta er að verða algengara í kvennaknattspyrnu og ég hrífst af þessari stefnu.“ Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur síðasta leik sinn í riðlakeppninni á Algarve-mótinu í fótbolta í kvöld þegar þær mæta Evrópumeisturum Hollands í Parchal á Portúgal. Íslenska liðið er með eitt stig að tveimur umferðum loknum, eftir jafntefli í fyrstu umferð gegn Danmörku fylgdi svekkjandi 1-2 tap fyrir Japan þar sem klaufalegt sigurmark skildi liðin að á 85. mínútu. Stutt er síðan Ísland mætti Hollandi síðast en íslenska liðið fékk 0-4 skell þegar liðin mættust í vináttuleik ytra fyrir tæpu ári. Það var aðeins annar sigur Hollands gegn Íslandi í níundu tilraun.Allar klárar í slaginn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, hefur vonandi úr öllum leikmannahópnum að velja í dag en Fanndís Friðriksdóttir er enn tæp vegna meiðsla og óvíst er með hana. Hann á von á því að setja leikinn upp á svipaðan hátt og gegn Danmörku, agaðan varnarleik og reyna að nýta færin þegar þau gefast. „Uppleggið verður svipað og gegn Dönum, sitja aðeins aftar og reyna að loka á sóknarleik þeirra þótt að þær séu í raun allt öðruvísi en Danir og Japanir sem við mættum í fyrstu tveimur leikjunum. Þær eru með tvo vængmenn í heimsklassa í þeim Shanice van de Sanden og Martens og við ætlum að prófa aðferðir til að reyna að loka á þær,“ sagði Freyr sem sagði það ekki eftirsóknarvert fyrir varnarmenn að mæta þeim einsamlir. „Þær eru svakalega hættulegar þegar þær fara á staka varnarmenn en við ætlum að reyna að koma í veg fyrir það og fá alltaf hjálparvörn strax til þess að engin sé skilin eftir ein á eina.“ Sagðist hann vera búinn að ákveða byrjunarliðið en eina spurningarmerkið væri Fanndís. „Ég geri ráð fyrir að gera 7-8 breytingar á liðinu sem byrjaði gegn Japan, ég tilkynnti liðinu áðan hvernig við ætlum að spila en það er ennþá smá óvissa með þátttöku Fanndísar. Hún er að ná sér en ég vill ekki taka neina óþarfa áhættu, við sjáum hvernig hún verður á morgun eftir góðan nætursvefn.“Ótrúlegur uppgangur Hollenska landsliðið er í fremstu röð eftir ótrúlegan uppgang undanfarin ár með Lieke Martens, leikmann Barcelona, í fararbroddi en hún var á dögunum valin besta knattspyrnukona heims, sú fyrsta frá Hollandi. Liðinu mistókst að komast á EM í fyrstu níu skiptin sem mótið var haldið en aðeins einu sinni hefur liðinu tekist að vinna sér inn þátttökurétt á HM (2015) þar sem það féll úr leik í 16-liða úrslitum. Á heimavelli var hins vegar komin liðsheild og lið sem gat farið alla leið en liðið skoraði 13 mörk í sex leikjum og fékk aðeins þrjú á sig á leiðinni að gullinu. Var þetta aðeins annað stórmótið sem þessi frábæra fótboltaþjóð vinnur í fótbolta, 29 árum eftir sigur karlaliðsins á EM í Vestur-Þýskalandi. Freyr hreifst af spilamennsku liðsins síðasta sumar og uppgangi landsliðsins á stuttum tíma. „Þær áttu fyllilega skilið að vinna þetta mót, það hjálpaði þeim auðvitað að vera á heimavelli en það getur líka unnið gegn liðinu. Þær náðu að skapa sterka liðsheild og eru góðar á báðum endum vallarins. Við erum algjörlega meðvituð um þeirra styrkleika en við erum að fara í þetta til að reyna að taka sem mest úr þessu og reyna að læra og þroskast,“ sagði Freyr og bætti við: „Uppgangurinn í kvennaknattspyrnu hjá þeim á stuttum tíma hefur verið hreint út sagt ótrúlegur, ég hef reynt að velta þessu fyrir mér, hvað þær gerðu til að verða svona ótrúlega góðar á svona stuttum tíma. Ég dáist líka að spilamennsku þeirra, þær þurfa ekkert endilega að klappa boltanum endalaust. Þær eru skilvirkar, vilja ekkert endilega halda bolta heldur spila áhrifaríkar sóknir. Þetta er að verða algengara í kvennaknattspyrnu og ég hrífst af þessari stefnu.“
Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira