Ekkert fundað hjá starfshópi í nærri ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. mars 2018 07:30 SA og SÍS telja að frumvarpið geti kæft allar stærri framkvæmdir í fæðingu. Vísir/vilhelm Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum fundaði aldrei frá marsmánuði 2017 til febrúar 2018. Hópurinn var skipaður í apríl 2016 og átti að skila af sér frumvarpi haustið 2016 og átti heildarendurskoðun á lögunum að vera lokið í árslok 2016. Drög að frumvarpinu voru lögð fram í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá SA, SÍS og tveimur fulltrúum Skipulagsstofnunar. Þá var þar þáverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Formaður ráðsins var úr ráðuneytinu. Hópurinn lauk störfum í ágreiningi og skiluðu fulltrúar SA og SÍS séráliti við breytingarnar. „Ef vilji hefði verið fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefði mátt nýta þann tíma sem liðinn er mun betur, þannig að fyrir lægi heildstætt frumvarp um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Þess í stað hyggst ráðherra leggja fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi breytingar fyrir framkvæmdaraðila og leyfisveitendur,“ segir í séráliti þeirra. Í frumvörpunum tveimur, sem varða breytingar á lögum um umhverfismat og breytingar á skipulagslögum, eru meðal annars lagðar til breyttar hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vísir/AntonNýtt ákvæði um undanþágu frá mati kæmi inn í lögin og ítarlegri ákvæði um ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. Þá er þar ákvæði um að birting upplýsinga og ákvarðana skuli vera rafræn. SA og SÍS óskuðu eftir því að sérálit þeirra myndi fylgja frumvarpsdrögunum í gáttinni en ekki var orðið við því. Því var álitið sent sérstaklega inn sem umsögn við tillögurnar. Kemur þar fram að þau hafi lagt sérstaka áherslu á að athugasemdir og ábendingar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa liggi fyrir eins snemma í ferlinu og unnt er, að ekki verði aukið á óvissu og að framkvæmdaraðilar og fjárfestar viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga og hve langan tíma ferlið taki. „Ekkert af þessu náðist fram á þessu stigi endurskoðunar laganna. Mikilvægt er að skýr áætlun liggi fyrir sem fyrst um að ljúka heildarendurskoðun laganna,“ segir í umsögninni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi muni gilda í þrjú ár í stað tíu áður. SA og SÍS telja það óheppilegt og til þess fallið að tefja mjög fyrir framkvæmdum öllum. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einstakar framkvæmdir festist í endalausu kæruferli,“ segir í umsögninni. „Áhrifin verða fyrst og fremst á umfangsmiklar framkvæmdir til dæmis samgönguframkvæmdir, iðjuver, virkjanir, rannsóknarboranir, fiskeldi og einstaka framkvæmdir í ferðaþjónustu. Færa má rök fyrir því að áform ráðuneytisins geti sett allar umfangsmiklar framkvæmdir í uppnám.“ Hægt er að gera athugasemdir við drögin í samráðsgáttinni til 9. mars. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum fundaði aldrei frá marsmánuði 2017 til febrúar 2018. Hópurinn var skipaður í apríl 2016 og átti að skila af sér frumvarpi haustið 2016 og átti heildarendurskoðun á lögunum að vera lokið í árslok 2016. Drög að frumvarpinu voru lögð fram í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá SA, SÍS og tveimur fulltrúum Skipulagsstofnunar. Þá var þar þáverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Formaður ráðsins var úr ráðuneytinu. Hópurinn lauk störfum í ágreiningi og skiluðu fulltrúar SA og SÍS séráliti við breytingarnar. „Ef vilji hefði verið fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefði mátt nýta þann tíma sem liðinn er mun betur, þannig að fyrir lægi heildstætt frumvarp um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Þess í stað hyggst ráðherra leggja fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi breytingar fyrir framkvæmdaraðila og leyfisveitendur,“ segir í séráliti þeirra. Í frumvörpunum tveimur, sem varða breytingar á lögum um umhverfismat og breytingar á skipulagslögum, eru meðal annars lagðar til breyttar hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vísir/AntonNýtt ákvæði um undanþágu frá mati kæmi inn í lögin og ítarlegri ákvæði um ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. Þá er þar ákvæði um að birting upplýsinga og ákvarðana skuli vera rafræn. SA og SÍS óskuðu eftir því að sérálit þeirra myndi fylgja frumvarpsdrögunum í gáttinni en ekki var orðið við því. Því var álitið sent sérstaklega inn sem umsögn við tillögurnar. Kemur þar fram að þau hafi lagt sérstaka áherslu á að athugasemdir og ábendingar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa liggi fyrir eins snemma í ferlinu og unnt er, að ekki verði aukið á óvissu og að framkvæmdaraðilar og fjárfestar viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga og hve langan tíma ferlið taki. „Ekkert af þessu náðist fram á þessu stigi endurskoðunar laganna. Mikilvægt er að skýr áætlun liggi fyrir sem fyrst um að ljúka heildarendurskoðun laganna,“ segir í umsögninni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi muni gilda í þrjú ár í stað tíu áður. SA og SÍS telja það óheppilegt og til þess fallið að tefja mjög fyrir framkvæmdum öllum. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einstakar framkvæmdir festist í endalausu kæruferli,“ segir í umsögninni. „Áhrifin verða fyrst og fremst á umfangsmiklar framkvæmdir til dæmis samgönguframkvæmdir, iðjuver, virkjanir, rannsóknarboranir, fiskeldi og einstaka framkvæmdir í ferðaþjónustu. Færa má rök fyrir því að áform ráðuneytisins geti sett allar umfangsmiklar framkvæmdir í uppnám.“ Hægt er að gera athugasemdir við drögin í samráðsgáttinni til 9. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira