Ekkert fundað hjá starfshópi í nærri ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. mars 2018 07:30 SA og SÍS telja að frumvarpið geti kæft allar stærri framkvæmdir í fæðingu. Vísir/vilhelm Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum fundaði aldrei frá marsmánuði 2017 til febrúar 2018. Hópurinn var skipaður í apríl 2016 og átti að skila af sér frumvarpi haustið 2016 og átti heildarendurskoðun á lögunum að vera lokið í árslok 2016. Drög að frumvarpinu voru lögð fram í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá SA, SÍS og tveimur fulltrúum Skipulagsstofnunar. Þá var þar þáverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Formaður ráðsins var úr ráðuneytinu. Hópurinn lauk störfum í ágreiningi og skiluðu fulltrúar SA og SÍS séráliti við breytingarnar. „Ef vilji hefði verið fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefði mátt nýta þann tíma sem liðinn er mun betur, þannig að fyrir lægi heildstætt frumvarp um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Þess í stað hyggst ráðherra leggja fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi breytingar fyrir framkvæmdaraðila og leyfisveitendur,“ segir í séráliti þeirra. Í frumvörpunum tveimur, sem varða breytingar á lögum um umhverfismat og breytingar á skipulagslögum, eru meðal annars lagðar til breyttar hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vísir/AntonNýtt ákvæði um undanþágu frá mati kæmi inn í lögin og ítarlegri ákvæði um ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. Þá er þar ákvæði um að birting upplýsinga og ákvarðana skuli vera rafræn. SA og SÍS óskuðu eftir því að sérálit þeirra myndi fylgja frumvarpsdrögunum í gáttinni en ekki var orðið við því. Því var álitið sent sérstaklega inn sem umsögn við tillögurnar. Kemur þar fram að þau hafi lagt sérstaka áherslu á að athugasemdir og ábendingar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa liggi fyrir eins snemma í ferlinu og unnt er, að ekki verði aukið á óvissu og að framkvæmdaraðilar og fjárfestar viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga og hve langan tíma ferlið taki. „Ekkert af þessu náðist fram á þessu stigi endurskoðunar laganna. Mikilvægt er að skýr áætlun liggi fyrir sem fyrst um að ljúka heildarendurskoðun laganna,“ segir í umsögninni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi muni gilda í þrjú ár í stað tíu áður. SA og SÍS telja það óheppilegt og til þess fallið að tefja mjög fyrir framkvæmdum öllum. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einstakar framkvæmdir festist í endalausu kæruferli,“ segir í umsögninni. „Áhrifin verða fyrst og fremst á umfangsmiklar framkvæmdir til dæmis samgönguframkvæmdir, iðjuver, virkjanir, rannsóknarboranir, fiskeldi og einstaka framkvæmdir í ferðaþjónustu. Færa má rök fyrir því að áform ráðuneytisins geti sett allar umfangsmiklar framkvæmdir í uppnám.“ Hægt er að gera athugasemdir við drögin í samráðsgáttinni til 9. mars. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum fundaði aldrei frá marsmánuði 2017 til febrúar 2018. Hópurinn var skipaður í apríl 2016 og átti að skila af sér frumvarpi haustið 2016 og átti heildarendurskoðun á lögunum að vera lokið í árslok 2016. Drög að frumvarpinu voru lögð fram í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá SA, SÍS og tveimur fulltrúum Skipulagsstofnunar. Þá var þar þáverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Formaður ráðsins var úr ráðuneytinu. Hópurinn lauk störfum í ágreiningi og skiluðu fulltrúar SA og SÍS séráliti við breytingarnar. „Ef vilji hefði verið fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefði mátt nýta þann tíma sem liðinn er mun betur, þannig að fyrir lægi heildstætt frumvarp um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Þess í stað hyggst ráðherra leggja fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi breytingar fyrir framkvæmdaraðila og leyfisveitendur,“ segir í séráliti þeirra. Í frumvörpunum tveimur, sem varða breytingar á lögum um umhverfismat og breytingar á skipulagslögum, eru meðal annars lagðar til breyttar hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vísir/AntonNýtt ákvæði um undanþágu frá mati kæmi inn í lögin og ítarlegri ákvæði um ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. Þá er þar ákvæði um að birting upplýsinga og ákvarðana skuli vera rafræn. SA og SÍS óskuðu eftir því að sérálit þeirra myndi fylgja frumvarpsdrögunum í gáttinni en ekki var orðið við því. Því var álitið sent sérstaklega inn sem umsögn við tillögurnar. Kemur þar fram að þau hafi lagt sérstaka áherslu á að athugasemdir og ábendingar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa liggi fyrir eins snemma í ferlinu og unnt er, að ekki verði aukið á óvissu og að framkvæmdaraðilar og fjárfestar viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga og hve langan tíma ferlið taki. „Ekkert af þessu náðist fram á þessu stigi endurskoðunar laganna. Mikilvægt er að skýr áætlun liggi fyrir sem fyrst um að ljúka heildarendurskoðun laganna,“ segir í umsögninni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi muni gilda í þrjú ár í stað tíu áður. SA og SÍS telja það óheppilegt og til þess fallið að tefja mjög fyrir framkvæmdum öllum. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einstakar framkvæmdir festist í endalausu kæruferli,“ segir í umsögninni. „Áhrifin verða fyrst og fremst á umfangsmiklar framkvæmdir til dæmis samgönguframkvæmdir, iðjuver, virkjanir, rannsóknarboranir, fiskeldi og einstaka framkvæmdir í ferðaþjónustu. Færa má rök fyrir því að áform ráðuneytisins geti sett allar umfangsmiklar framkvæmdir í uppnám.“ Hægt er að gera athugasemdir við drögin í samráðsgáttinni til 9. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira