Ekkert fundað hjá starfshópi í nærri ár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. mars 2018 07:30 SA og SÍS telja að frumvarpið geti kæft allar stærri framkvæmdir í fæðingu. Vísir/vilhelm Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum fundaði aldrei frá marsmánuði 2017 til febrúar 2018. Hópurinn var skipaður í apríl 2016 og átti að skila af sér frumvarpi haustið 2016 og átti heildarendurskoðun á lögunum að vera lokið í árslok 2016. Drög að frumvarpinu voru lögð fram í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá SA, SÍS og tveimur fulltrúum Skipulagsstofnunar. Þá var þar þáverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Formaður ráðsins var úr ráðuneytinu. Hópurinn lauk störfum í ágreiningi og skiluðu fulltrúar SA og SÍS séráliti við breytingarnar. „Ef vilji hefði verið fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefði mátt nýta þann tíma sem liðinn er mun betur, þannig að fyrir lægi heildstætt frumvarp um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Þess í stað hyggst ráðherra leggja fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi breytingar fyrir framkvæmdaraðila og leyfisveitendur,“ segir í séráliti þeirra. Í frumvörpunum tveimur, sem varða breytingar á lögum um umhverfismat og breytingar á skipulagslögum, eru meðal annars lagðar til breyttar hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vísir/AntonNýtt ákvæði um undanþágu frá mati kæmi inn í lögin og ítarlegri ákvæði um ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. Þá er þar ákvæði um að birting upplýsinga og ákvarðana skuli vera rafræn. SA og SÍS óskuðu eftir því að sérálit þeirra myndi fylgja frumvarpsdrögunum í gáttinni en ekki var orðið við því. Því var álitið sent sérstaklega inn sem umsögn við tillögurnar. Kemur þar fram að þau hafi lagt sérstaka áherslu á að athugasemdir og ábendingar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa liggi fyrir eins snemma í ferlinu og unnt er, að ekki verði aukið á óvissu og að framkvæmdaraðilar og fjárfestar viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga og hve langan tíma ferlið taki. „Ekkert af þessu náðist fram á þessu stigi endurskoðunar laganna. Mikilvægt er að skýr áætlun liggi fyrir sem fyrst um að ljúka heildarendurskoðun laganna,“ segir í umsögninni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi muni gilda í þrjú ár í stað tíu áður. SA og SÍS telja það óheppilegt og til þess fallið að tefja mjög fyrir framkvæmdum öllum. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einstakar framkvæmdir festist í endalausu kæruferli,“ segir í umsögninni. „Áhrifin verða fyrst og fremst á umfangsmiklar framkvæmdir til dæmis samgönguframkvæmdir, iðjuver, virkjanir, rannsóknarboranir, fiskeldi og einstaka framkvæmdir í ferðaþjónustu. Færa má rök fyrir því að áform ráðuneytisins geti sett allar umfangsmiklar framkvæmdir í uppnám.“ Hægt er að gera athugasemdir við drögin í samráðsgáttinni til 9. mars. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Starfshópur umhverfis- og auðlindaráðherra um endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum fundaði aldrei frá marsmánuði 2017 til febrúar 2018. Hópurinn var skipaður í apríl 2016 og átti að skila af sér frumvarpi haustið 2016 og átti heildarendurskoðun á lögunum að vera lokið í árslok 2016. Drög að frumvarpinu voru lögð fram í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í lok síðustu viku. Starfshópurinn var skipaður fulltrúum frá SA, SÍS og tveimur fulltrúum Skipulagsstofnunar. Þá var þar þáverandi framkvæmdastjóri Landverndar og núverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Formaður ráðsins var úr ráðuneytinu. Hópurinn lauk störfum í ágreiningi og skiluðu fulltrúar SA og SÍS séráliti við breytingarnar. „Ef vilji hefði verið fyrir af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hefði mátt nýta þann tíma sem liðinn er mun betur, þannig að fyrir lægi heildstætt frumvarp um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Þess í stað hyggst ráðherra leggja fram tvö frumvörp um breytingar á lögunum sem bæði fela í sér íþyngjandi breytingar fyrir framkvæmdaraðila og leyfisveitendur,“ segir í séráliti þeirra. Í frumvörpunum tveimur, sem varða breytingar á lögum um umhverfismat og breytingar á skipulagslögum, eru meðal annars lagðar til breyttar hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Vísir/AntonNýtt ákvæði um undanþágu frá mati kæmi inn í lögin og ítarlegri ákvæði um ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar. Þá er þar ákvæði um að birting upplýsinga og ákvarðana skuli vera rafræn. SA og SÍS óskuðu eftir því að sérálit þeirra myndi fylgja frumvarpsdrögunum í gáttinni en ekki var orðið við því. Því var álitið sent sérstaklega inn sem umsögn við tillögurnar. Kemur þar fram að þau hafi lagt sérstaka áherslu á að athugasemdir og ábendingar vegna hugsanlegra umhverfisáhrifa liggi fyrir eins snemma í ferlinu og unnt er, að ekki verði aukið á óvissu og að framkvæmdaraðilar og fjárfestar viti nokkurn veginn að hverju þeir ganga og hve langan tíma ferlið taki. „Ekkert af þessu náðist fram á þessu stigi endurskoðunar laganna. Mikilvægt er að skýr áætlun liggi fyrir sem fyrst um að ljúka heildarendurskoðun laganna,“ segir í umsögninni. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi muni gilda í þrjú ár í stað tíu áður. SA og SÍS telja það óheppilegt og til þess fallið að tefja mjög fyrir framkvæmdum öllum. „Það er auðvelt að sjá fyrir sér að einstakar framkvæmdir festist í endalausu kæruferli,“ segir í umsögninni. „Áhrifin verða fyrst og fremst á umfangsmiklar framkvæmdir til dæmis samgönguframkvæmdir, iðjuver, virkjanir, rannsóknarboranir, fiskeldi og einstaka framkvæmdir í ferðaþjónustu. Færa má rök fyrir því að áform ráðuneytisins geti sett allar umfangsmiklar framkvæmdir í uppnám.“ Hægt er að gera athugasemdir við drögin í samráðsgáttinni til 9. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?