Leynd yfir mögulegum arftaka Sveins Arasonar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Sveinn Arason fer nú að hugsa sinn gang og kanna hvort eitthvað er um að vera utan veggjanna á skrifstofu Ríkisendurskoðunar. Vísir/Gva „Ríkisendurskoðandi þarf að vera víðsýnn og má ekki vera bara ofan í tölunum og í bókhaldi heldur hafa breiðari þekkingu á ríkisfjármálum og viðfangsefnum ríkisins,“ segir Sveinn Arason, fráfarandi ríkisendurskoðandi, sem lætur af embætti ríkisendurskoðanda í vor. Alþingi kýs nýjan ríkisendurskoðanda í næsta mánuði. Frestur til að skila tilnefningum til forsætisnefndar rann út 24. febrúar en ekki fæst uppgefið hverjir eru tilnefndir. „Þetta er ekki alveg eins og ráðningarferli í kjölfar auglýsingar um stöðu, því þetta var ekki auglýst sem starf,“ segir Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis. „En við vildum að sjálfsögðu hafa þetta opið og sendum tilkynningu um að fyrir dyrum standi að kjósa ríkisendurskoðanda, að áhugasamir geti gefið sig fram og aðrir komið með ábendingar um æskilega menn.“ Steingrímur segir óvíst að nafnalisti verði birtur enda sambland af yfirlýsingum um áhuga á starfinu og ábendingum um heppilega menn. Aðspurður segir Steingrímur nöfn þeirra sem til greina komi ekki mörg. „Auglýsingin vakti ekkert mjög mikil viðbrögð og satt best að segja átti ég von á fleirum,“ segir hann. Að sögn Steingríms er engin hefð fyrir því hér að einstaklingur með fortíð úr stjórnmálum sé valinn í þetta embætti.Steingrímur J Sigfússon forseti Alþingis gefur ekki upp hverjir eru tilnefndir sem næsti ríkisendurskoðandi.Vísir/Stefán„Hefðin er ekki sú sama hér eins og í Noregi til dæmis, þar hafa til dæmis fyrrverandi fjármálaráðherrar orðið ríkisendurskoðendur en við höfum sem betur fer ekki verið með slíkt fyrirkomulag. Það hafa frekar verið reyndir menn úr embættismannakerfinu, úr endurskoðunarheiminum eða lögfræðingastétt.“ Fráfarandi ríkisendurskoðandi tekur í sama streng. Ekki sé heppilegt að hafa einstakling úr stjórnmálalífinu. Þá segir Sveinn aðspurður að viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana til Ríkisendurskoðunar og ábendinga hennar hafi breyst. „Þeir hafa nánast alveg hætt að líta á ábendingar sem persónulegar árásir á sig og sitt starf. Það er liðin tíð, en það var alveg greinilegt þegar við byrjuðum á þessu að þá litu menn svo á,“ segir Sveinn og játar því að gagnrýni ríkisendurskoðunar á ríkisstofnanir sé vandmeðfarin. „Ábendingar okkar eru miklu nákvæmari og beinskeyttari en áður og þannig er auðveldara að mæla hvort þeim hefur verið fylgt eftir.“ Sveinn hefur verið tíu ár í embætti en lætur nú af störfum vegna aldurs. „Maður fer eitthvað að hugsa sinn gang og sjá hvort það er ekki eitthvað um að vera handan skrifstofuveggjanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
„Ríkisendurskoðandi þarf að vera víðsýnn og má ekki vera bara ofan í tölunum og í bókhaldi heldur hafa breiðari þekkingu á ríkisfjármálum og viðfangsefnum ríkisins,“ segir Sveinn Arason, fráfarandi ríkisendurskoðandi, sem lætur af embætti ríkisendurskoðanda í vor. Alþingi kýs nýjan ríkisendurskoðanda í næsta mánuði. Frestur til að skila tilnefningum til forsætisnefndar rann út 24. febrúar en ekki fæst uppgefið hverjir eru tilnefndir. „Þetta er ekki alveg eins og ráðningarferli í kjölfar auglýsingar um stöðu, því þetta var ekki auglýst sem starf,“ segir Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis. „En við vildum að sjálfsögðu hafa þetta opið og sendum tilkynningu um að fyrir dyrum standi að kjósa ríkisendurskoðanda, að áhugasamir geti gefið sig fram og aðrir komið með ábendingar um æskilega menn.“ Steingrímur segir óvíst að nafnalisti verði birtur enda sambland af yfirlýsingum um áhuga á starfinu og ábendingum um heppilega menn. Aðspurður segir Steingrímur nöfn þeirra sem til greina komi ekki mörg. „Auglýsingin vakti ekkert mjög mikil viðbrögð og satt best að segja átti ég von á fleirum,“ segir hann. Að sögn Steingríms er engin hefð fyrir því hér að einstaklingur með fortíð úr stjórnmálum sé valinn í þetta embætti.Steingrímur J Sigfússon forseti Alþingis gefur ekki upp hverjir eru tilnefndir sem næsti ríkisendurskoðandi.Vísir/Stefán„Hefðin er ekki sú sama hér eins og í Noregi til dæmis, þar hafa til dæmis fyrrverandi fjármálaráðherrar orðið ríkisendurskoðendur en við höfum sem betur fer ekki verið með slíkt fyrirkomulag. Það hafa frekar verið reyndir menn úr embættismannakerfinu, úr endurskoðunarheiminum eða lögfræðingastétt.“ Fráfarandi ríkisendurskoðandi tekur í sama streng. Ekki sé heppilegt að hafa einstakling úr stjórnmálalífinu. Þá segir Sveinn aðspurður að viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana til Ríkisendurskoðunar og ábendinga hennar hafi breyst. „Þeir hafa nánast alveg hætt að líta á ábendingar sem persónulegar árásir á sig og sitt starf. Það er liðin tíð, en það var alveg greinilegt þegar við byrjuðum á þessu að þá litu menn svo á,“ segir Sveinn og játar því að gagnrýni ríkisendurskoðunar á ríkisstofnanir sé vandmeðfarin. „Ábendingar okkar eru miklu nákvæmari og beinskeyttari en áður og þannig er auðveldara að mæla hvort þeim hefur verið fylgt eftir.“ Sveinn hefur verið tíu ár í embætti en lætur nú af störfum vegna aldurs. „Maður fer eitthvað að hugsa sinn gang og sjá hvort það er ekki eitthvað um að vera handan skrifstofuveggjanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira