Leynd yfir mögulegum arftaka Sveins Arasonar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Sveinn Arason fer nú að hugsa sinn gang og kanna hvort eitthvað er um að vera utan veggjanna á skrifstofu Ríkisendurskoðunar. Vísir/Gva „Ríkisendurskoðandi þarf að vera víðsýnn og má ekki vera bara ofan í tölunum og í bókhaldi heldur hafa breiðari þekkingu á ríkisfjármálum og viðfangsefnum ríkisins,“ segir Sveinn Arason, fráfarandi ríkisendurskoðandi, sem lætur af embætti ríkisendurskoðanda í vor. Alþingi kýs nýjan ríkisendurskoðanda í næsta mánuði. Frestur til að skila tilnefningum til forsætisnefndar rann út 24. febrúar en ekki fæst uppgefið hverjir eru tilnefndir. „Þetta er ekki alveg eins og ráðningarferli í kjölfar auglýsingar um stöðu, því þetta var ekki auglýst sem starf,“ segir Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis. „En við vildum að sjálfsögðu hafa þetta opið og sendum tilkynningu um að fyrir dyrum standi að kjósa ríkisendurskoðanda, að áhugasamir geti gefið sig fram og aðrir komið með ábendingar um æskilega menn.“ Steingrímur segir óvíst að nafnalisti verði birtur enda sambland af yfirlýsingum um áhuga á starfinu og ábendingum um heppilega menn. Aðspurður segir Steingrímur nöfn þeirra sem til greina komi ekki mörg. „Auglýsingin vakti ekkert mjög mikil viðbrögð og satt best að segja átti ég von á fleirum,“ segir hann. Að sögn Steingríms er engin hefð fyrir því hér að einstaklingur með fortíð úr stjórnmálum sé valinn í þetta embætti.Steingrímur J Sigfússon forseti Alþingis gefur ekki upp hverjir eru tilnefndir sem næsti ríkisendurskoðandi.Vísir/Stefán„Hefðin er ekki sú sama hér eins og í Noregi til dæmis, þar hafa til dæmis fyrrverandi fjármálaráðherrar orðið ríkisendurskoðendur en við höfum sem betur fer ekki verið með slíkt fyrirkomulag. Það hafa frekar verið reyndir menn úr embættismannakerfinu, úr endurskoðunarheiminum eða lögfræðingastétt.“ Fráfarandi ríkisendurskoðandi tekur í sama streng. Ekki sé heppilegt að hafa einstakling úr stjórnmálalífinu. Þá segir Sveinn aðspurður að viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana til Ríkisendurskoðunar og ábendinga hennar hafi breyst. „Þeir hafa nánast alveg hætt að líta á ábendingar sem persónulegar árásir á sig og sitt starf. Það er liðin tíð, en það var alveg greinilegt þegar við byrjuðum á þessu að þá litu menn svo á,“ segir Sveinn og játar því að gagnrýni ríkisendurskoðunar á ríkisstofnanir sé vandmeðfarin. „Ábendingar okkar eru miklu nákvæmari og beinskeyttari en áður og þannig er auðveldara að mæla hvort þeim hefur verið fylgt eftir.“ Sveinn hefur verið tíu ár í embætti en lætur nú af störfum vegna aldurs. „Maður fer eitthvað að hugsa sinn gang og sjá hvort það er ekki eitthvað um að vera handan skrifstofuveggjanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Ríkisendurskoðandi þarf að vera víðsýnn og má ekki vera bara ofan í tölunum og í bókhaldi heldur hafa breiðari þekkingu á ríkisfjármálum og viðfangsefnum ríkisins,“ segir Sveinn Arason, fráfarandi ríkisendurskoðandi, sem lætur af embætti ríkisendurskoðanda í vor. Alþingi kýs nýjan ríkisendurskoðanda í næsta mánuði. Frestur til að skila tilnefningum til forsætisnefndar rann út 24. febrúar en ekki fæst uppgefið hverjir eru tilnefndir. „Þetta er ekki alveg eins og ráðningarferli í kjölfar auglýsingar um stöðu, því þetta var ekki auglýst sem starf,“ segir Steingrímur J Sigfússon, forseti Alþingis. „En við vildum að sjálfsögðu hafa þetta opið og sendum tilkynningu um að fyrir dyrum standi að kjósa ríkisendurskoðanda, að áhugasamir geti gefið sig fram og aðrir komið með ábendingar um æskilega menn.“ Steingrímur segir óvíst að nafnalisti verði birtur enda sambland af yfirlýsingum um áhuga á starfinu og ábendingum um heppilega menn. Aðspurður segir Steingrímur nöfn þeirra sem til greina komi ekki mörg. „Auglýsingin vakti ekkert mjög mikil viðbrögð og satt best að segja átti ég von á fleirum,“ segir hann. Að sögn Steingríms er engin hefð fyrir því hér að einstaklingur með fortíð úr stjórnmálum sé valinn í þetta embætti.Steingrímur J Sigfússon forseti Alþingis gefur ekki upp hverjir eru tilnefndir sem næsti ríkisendurskoðandi.Vísir/Stefán„Hefðin er ekki sú sama hér eins og í Noregi til dæmis, þar hafa til dæmis fyrrverandi fjármálaráðherrar orðið ríkisendurskoðendur en við höfum sem betur fer ekki verið með slíkt fyrirkomulag. Það hafa frekar verið reyndir menn úr embættismannakerfinu, úr endurskoðunarheiminum eða lögfræðingastétt.“ Fráfarandi ríkisendurskoðandi tekur í sama streng. Ekki sé heppilegt að hafa einstakling úr stjórnmálalífinu. Þá segir Sveinn aðspurður að viðhorf forstöðumanna ríkisstofnana til Ríkisendurskoðunar og ábendinga hennar hafi breyst. „Þeir hafa nánast alveg hætt að líta á ábendingar sem persónulegar árásir á sig og sitt starf. Það er liðin tíð, en það var alveg greinilegt þegar við byrjuðum á þessu að þá litu menn svo á,“ segir Sveinn og játar því að gagnrýni ríkisendurskoðunar á ríkisstofnanir sé vandmeðfarin. „Ábendingar okkar eru miklu nákvæmari og beinskeyttari en áður og þannig er auðveldara að mæla hvort þeim hefur verið fylgt eftir.“ Sveinn hefur verið tíu ár í embætti en lætur nú af störfum vegna aldurs. „Maður fer eitthvað að hugsa sinn gang og sjá hvort það er ekki eitthvað um að vera handan skrifstofuveggjanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira