Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. mars 2018 19:30 Erlendur kvensjúkdómalæknir sem framkvæmt hefur umskurð á drengjum í hundruð skipta hvetur til upplýsandi umræðu um þessi mál hér á landi. Hann segir umskurðinn ekki sársaukafullan og að flest börn hafi verið sofandi á meðan framkvæmdin átti sér stað. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins um bann við umskurði drengja liggur nú fyrir til annarrar umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Málið þykir afar umdeilt en verði frumvarpið að lögum verður umskurður á drengjum gerður refsiverður. Ty Erickson er sérfræðilæknir frá Bandaríkjunum og hefur framkvæmt hundruð umskurða í heimalandi sínu. Honum finnst áhugavert hversu mikil umræða er um þessi mál hér á landi. Hann segir að á engan hátt sé hægt að bera saman umskurð drengja og umskurð stúlkna. „Við tölum ekki lengur um "umskurð kvenna" því þetta var ekki umskurður, þetta var afskræming á kynfærum kvenna. Ég er algerlega á móti hvers konar löskun á kynfærum kvenna“, segir Ty Erickson, kvensjúkdómalæknir. Sú aðgerð hafi verið ofbeldisfull og meiðandi en svo sé ekki með umskurð drengja.Ty Erickson segir að umskurður drengja sé alls ekki eins sársaukafullur og af er látið.Stöð 2„Ég hef framkvæmt hundruð umskurða á barnungum drengjum með deyfingu og í dauðhreinsuðu umhverfi. Þarna er um það að ræða að fjarlægja dálitla húð en ekki karlkyns kynfæri, sem er allt annar handleggur,“ segir Ty. Hann segir umskurð drengja alls ekki eins sársaukafullan og af er látið. „Flest börnin sem ég hef gert þetta við hafa sofið, bókstaflega sofið á meðan á aðgerðinni stóð. Svo þetta er ekki sársaukafull aðgerð. Ég hef gert hundruð aðgerða. Ef þetta er gert rétt, með deyfingu, þá er þetta ekki kvalafull aðgerð,“ segir Ty. Ty hvetur áfram til upplýsandi umræðu í þjóðfélaginu en segir að ekki sé rétt að glæpavæða framkvæmdina. Hann segir læknisfræðina hafa margsannað að umskurður drengja sé af hinu góða. „Það er tíföld fækkun reðurkrabbameinstilfella, það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga, það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma. Af þessum ástæðum og öðrum er mikill læknisfræðilegur ávinningur. Ég er ekki að segja að það ætti að umskera alla en þar sem það er ávinningur af þessu ætti að taka foreldrana inn í jöfnuna þegar ákveðið er hver menningin er og hvernig best sé að þjóna barninu,“ segir Ty Erickson kvensjúkdómalæknir. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Erlendur kvensjúkdómalæknir sem framkvæmt hefur umskurð á drengjum í hundruð skipta hvetur til upplýsandi umræðu um þessi mál hér á landi. Hann segir umskurðinn ekki sársaukafullan og að flest börn hafi verið sofandi á meðan framkvæmdin átti sér stað. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins um bann við umskurði drengja liggur nú fyrir til annarrar umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Málið þykir afar umdeilt en verði frumvarpið að lögum verður umskurður á drengjum gerður refsiverður. Ty Erickson er sérfræðilæknir frá Bandaríkjunum og hefur framkvæmt hundruð umskurða í heimalandi sínu. Honum finnst áhugavert hversu mikil umræða er um þessi mál hér á landi. Hann segir að á engan hátt sé hægt að bera saman umskurð drengja og umskurð stúlkna. „Við tölum ekki lengur um "umskurð kvenna" því þetta var ekki umskurður, þetta var afskræming á kynfærum kvenna. Ég er algerlega á móti hvers konar löskun á kynfærum kvenna“, segir Ty Erickson, kvensjúkdómalæknir. Sú aðgerð hafi verið ofbeldisfull og meiðandi en svo sé ekki með umskurð drengja.Ty Erickson segir að umskurður drengja sé alls ekki eins sársaukafullur og af er látið.Stöð 2„Ég hef framkvæmt hundruð umskurða á barnungum drengjum með deyfingu og í dauðhreinsuðu umhverfi. Þarna er um það að ræða að fjarlægja dálitla húð en ekki karlkyns kynfæri, sem er allt annar handleggur,“ segir Ty. Hann segir umskurð drengja alls ekki eins sársaukafullan og af er látið. „Flest börnin sem ég hef gert þetta við hafa sofið, bókstaflega sofið á meðan á aðgerðinni stóð. Svo þetta er ekki sársaukafull aðgerð. Ég hef gert hundruð aðgerða. Ef þetta er gert rétt, með deyfingu, þá er þetta ekki kvalafull aðgerð,“ segir Ty. Ty hvetur áfram til upplýsandi umræðu í þjóðfélaginu en segir að ekki sé rétt að glæpavæða framkvæmdina. Hann segir læknisfræðina hafa margsannað að umskurður drengja sé af hinu góða. „Það er tíföld fækkun reðurkrabbameinstilfella, það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga, það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma. Af þessum ástæðum og öðrum er mikill læknisfræðilegur ávinningur. Ég er ekki að segja að það ætti að umskera alla en þar sem það er ávinningur af þessu ætti að taka foreldrana inn í jöfnuna þegar ákveðið er hver menningin er og hvernig best sé að þjóna barninu,“ segir Ty Erickson kvensjúkdómalæknir.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30