Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 19:37 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er sett í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. Dæmi eru um að fólk í slíku úrræði náð að skaða sig illa. Umræðan um geðheilbrigðismál fanga hefur verið áberandi að undanförnu en margir telja geðheilbrigðisþjónustu á þessu sviði í rúst. Í Fréttablaðinu í dag segir að Ríkisendurskoðun komi til með að skila skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um geðheilbrigðisþjónustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Í þessum málum er um að ræða fanga sem eru að taka út sinn dóm í fangelsum. Algjört úrræðaleysi er hins vegar fyrir einstaklinga sem lögreglan þarf að takast á við og jafnvel vista til skamms tíma í fangaklefa. „Lögregla er oft einn af fyrstu aðilunum sem að er með snertiflöt við fólk sem að er í geðrofi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þessir einstaklingar heima í fangaklefa? „Að mati lögreglunnar er svo ekki og við reynum að gera allt sem að í okkar valdi stendur til að leysa verkefnin á anna hátt,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp í það minnst þrjú alvarleg tilfelli á síðasta mánuði, í skammtímavistun einstaklinga í fangaklefa, sem hafa reynt og jafnvel náð að skaða sig illa. Ásgeir segir að um sé að ræða fólk sem átti ekkert erindi í fangaklefa. Í nær öllum tilfellum fæst einstaklingur sem er í geðrofi og er einnig undir áhrifum vímuefna ekki vistun á heilbrigðisstofnun og endar því í fangaklefa. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki erindi að vera hjá okkur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að stundum verði árekstrar í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda þegar báðir aðilar telja sig ekki eiga sinna fólki í þessu ástandi. „Við getum leitað til geðdeildarinnar milli klukkan tólf á daginn og sjö á kvöldin. Ef að við erum með einstakling sem að við teljum að þurfi á geðlæknisþjónustu að halda, þá þurfum við að fara með hann á sjúkrahús hérna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum bráðamóttöku,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir lögregluna reyna takast á við þessi tilfelli og sinna fólki í geðrofi er stjórnvöl verði að bregðast við. „Það eru til kerfi erlendis, þar sem að er vafi um hvort að einstaklingur ætti að vera hjá lögreglu eða innan heilbrigðiskerfisins að þá kemur starfsmaður heilbrigðiskerfisins á lögreglustöð, og ef að hann metur svo að þessi einstaklingur eigi heima inna heilbrigðiskerfisins á þá jafnvel hefur kerfið þrjátíu mínútur til þess að búa til úrræði,“ segir Ásgeir. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er sett í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. Dæmi eru um að fólk í slíku úrræði náð að skaða sig illa. Umræðan um geðheilbrigðismál fanga hefur verið áberandi að undanförnu en margir telja geðheilbrigðisþjónustu á þessu sviði í rúst. Í Fréttablaðinu í dag segir að Ríkisendurskoðun komi til með að skila skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um geðheilbrigðisþjónustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Í þessum málum er um að ræða fanga sem eru að taka út sinn dóm í fangelsum. Algjört úrræðaleysi er hins vegar fyrir einstaklinga sem lögreglan þarf að takast á við og jafnvel vista til skamms tíma í fangaklefa. „Lögregla er oft einn af fyrstu aðilunum sem að er með snertiflöt við fólk sem að er í geðrofi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þessir einstaklingar heima í fangaklefa? „Að mati lögreglunnar er svo ekki og við reynum að gera allt sem að í okkar valdi stendur til að leysa verkefnin á anna hátt,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp í það minnst þrjú alvarleg tilfelli á síðasta mánuði, í skammtímavistun einstaklinga í fangaklefa, sem hafa reynt og jafnvel náð að skaða sig illa. Ásgeir segir að um sé að ræða fólk sem átti ekkert erindi í fangaklefa. Í nær öllum tilfellum fæst einstaklingur sem er í geðrofi og er einnig undir áhrifum vímuefna ekki vistun á heilbrigðisstofnun og endar því í fangaklefa. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki erindi að vera hjá okkur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að stundum verði árekstrar í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda þegar báðir aðilar telja sig ekki eiga sinna fólki í þessu ástandi. „Við getum leitað til geðdeildarinnar milli klukkan tólf á daginn og sjö á kvöldin. Ef að við erum með einstakling sem að við teljum að þurfi á geðlæknisþjónustu að halda, þá þurfum við að fara með hann á sjúkrahús hérna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum bráðamóttöku,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir lögregluna reyna takast á við þessi tilfelli og sinna fólki í geðrofi er stjórnvöl verði að bregðast við. „Það eru til kerfi erlendis, þar sem að er vafi um hvort að einstaklingur ætti að vera hjá lögreglu eða innan heilbrigðiskerfisins að þá kemur starfsmaður heilbrigðiskerfisins á lögreglustöð, og ef að hann metur svo að þessi einstaklingur eigi heima inna heilbrigðiskerfisins á þá jafnvel hefur kerfið þrjátíu mínútur til þess að búa til úrræði,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira