Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 19:37 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er sett í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. Dæmi eru um að fólk í slíku úrræði náð að skaða sig illa. Umræðan um geðheilbrigðismál fanga hefur verið áberandi að undanförnu en margir telja geðheilbrigðisþjónustu á þessu sviði í rúst. Í Fréttablaðinu í dag segir að Ríkisendurskoðun komi til með að skila skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um geðheilbrigðisþjónustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Í þessum málum er um að ræða fanga sem eru að taka út sinn dóm í fangelsum. Algjört úrræðaleysi er hins vegar fyrir einstaklinga sem lögreglan þarf að takast á við og jafnvel vista til skamms tíma í fangaklefa. „Lögregla er oft einn af fyrstu aðilunum sem að er með snertiflöt við fólk sem að er í geðrofi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þessir einstaklingar heima í fangaklefa? „Að mati lögreglunnar er svo ekki og við reynum að gera allt sem að í okkar valdi stendur til að leysa verkefnin á anna hátt,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp í það minnst þrjú alvarleg tilfelli á síðasta mánuði, í skammtímavistun einstaklinga í fangaklefa, sem hafa reynt og jafnvel náð að skaða sig illa. Ásgeir segir að um sé að ræða fólk sem átti ekkert erindi í fangaklefa. Í nær öllum tilfellum fæst einstaklingur sem er í geðrofi og er einnig undir áhrifum vímuefna ekki vistun á heilbrigðisstofnun og endar því í fangaklefa. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki erindi að vera hjá okkur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að stundum verði árekstrar í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda þegar báðir aðilar telja sig ekki eiga sinna fólki í þessu ástandi. „Við getum leitað til geðdeildarinnar milli klukkan tólf á daginn og sjö á kvöldin. Ef að við erum með einstakling sem að við teljum að þurfi á geðlæknisþjónustu að halda, þá þurfum við að fara með hann á sjúkrahús hérna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum bráðamóttöku,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir lögregluna reyna takast á við þessi tilfelli og sinna fólki í geðrofi er stjórnvöl verði að bregðast við. „Það eru til kerfi erlendis, þar sem að er vafi um hvort að einstaklingur ætti að vera hjá lögreglu eða innan heilbrigðiskerfisins að þá kemur starfsmaður heilbrigðiskerfisins á lögreglustöð, og ef að hann metur svo að þessi einstaklingur eigi heima inna heilbrigðiskerfisins á þá jafnvel hefur kerfið þrjátíu mínútur til þess að búa til úrræði,“ segir Ásgeir. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er sett í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. Dæmi eru um að fólk í slíku úrræði náð að skaða sig illa. Umræðan um geðheilbrigðismál fanga hefur verið áberandi að undanförnu en margir telja geðheilbrigðisþjónustu á þessu sviði í rúst. Í Fréttablaðinu í dag segir að Ríkisendurskoðun komi til með að skila skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um geðheilbrigðisþjónustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Í þessum málum er um að ræða fanga sem eru að taka út sinn dóm í fangelsum. Algjört úrræðaleysi er hins vegar fyrir einstaklinga sem lögreglan þarf að takast á við og jafnvel vista til skamms tíma í fangaklefa. „Lögregla er oft einn af fyrstu aðilunum sem að er með snertiflöt við fólk sem að er í geðrofi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þessir einstaklingar heima í fangaklefa? „Að mati lögreglunnar er svo ekki og við reynum að gera allt sem að í okkar valdi stendur til að leysa verkefnin á anna hátt,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp í það minnst þrjú alvarleg tilfelli á síðasta mánuði, í skammtímavistun einstaklinga í fangaklefa, sem hafa reynt og jafnvel náð að skaða sig illa. Ásgeir segir að um sé að ræða fólk sem átti ekkert erindi í fangaklefa. Í nær öllum tilfellum fæst einstaklingur sem er í geðrofi og er einnig undir áhrifum vímuefna ekki vistun á heilbrigðisstofnun og endar því í fangaklefa. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki erindi að vera hjá okkur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að stundum verði árekstrar í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda þegar báðir aðilar telja sig ekki eiga sinna fólki í þessu ástandi. „Við getum leitað til geðdeildarinnar milli klukkan tólf á daginn og sjö á kvöldin. Ef að við erum með einstakling sem að við teljum að þurfi á geðlæknisþjónustu að halda, þá þurfum við að fara með hann á sjúkrahús hérna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum bráðamóttöku,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir lögregluna reyna takast á við þessi tilfelli og sinna fólki í geðrofi er stjórnvöl verði að bregðast við. „Það eru til kerfi erlendis, þar sem að er vafi um hvort að einstaklingur ætti að vera hjá lögreglu eða innan heilbrigðiskerfisins að þá kemur starfsmaður heilbrigðiskerfisins á lögreglustöð, og ef að hann metur svo að þessi einstaklingur eigi heima inna heilbrigðiskerfisins á þá jafnvel hefur kerfið þrjátíu mínútur til þess að búa til úrræði,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira