Fjölmörg ný íbúðarhús á Húsavík með tilkomu kísilversins á Bakka Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. mars 2018 20:01 Uppbyggingin í Norðurþingi samhliða framkvæmdunum við kísilver PCC á Bakka hafa gengið vel. Tuttugu og tvær íbúðir eru nú í smíðum eða tilbúnar á Húsavík og í sumum tilfellum eru íbúar að flytja inn. Sveitarstjóri segir að frekari uppbygging sé í vændum. Það styttist í að kísilofn PCC á Bakka verði gangsettur en búist er við að það verði um miðjan mánuðinn.Fleiri en hundrað starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa og eru flestir þeirra úr Norðurþingi. Tilkoma kísilversins á Bakka hefur haft gríðarlega góð áhrif á Húsavík. Fjölmargar íbúðir eru í byggingu og fyrstu íbúarnir fluttir inn. „Þessi verksmiðja hefur haft mjög mikil áhrif á svæðið og til að mynda að þá er dótturfyrirtæki þeirra að byggja hérna tuttugu og tvær íbúðir, sunnarlega í bænum og fyrstu íbúarnir eru fluttir inn fyrir nokkrum dögum og það skiptir miklu máli. Það hefur verið erfitt ástand á húsnæðismarkaðnum þannig að hér eru hjólin farin að snúast og fleiri verkefni misstór í pípunum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Varnarbarátta í langan tíma Fleiri byggingar eru á teikniborðinu og segir sveitarstjórinn að, að minnsta kosti tvær þeirra verði reistar á þessu ári.Þá er einnig í kortunum að reisa fjölbýlishús á Húsavík og einnig hefur verið samþykkt ný hótelbygging á Húsavíkurhöfða, nærri þeim stað þar sem sjóböðin eru í uppbyggingu.„Það er norskt fyrirtæki sem er að hanna og kanna möguleikann á uppbyggingu hótels hérna sem er mjög spennandi verkefni,“ segir Kristján.Kristján segir að reynt sé að lokka fleiri lítil og millistór fyrirtæki til Húsavíkur. „Þú getur tekið hvaða sveitarfélag sem er, það eru allir að reyna að búa þannig um hnútana að það sé fjölbreytt atvinnulíf og auðvitað skiptir iðnaðaruppbyggingin á Bakka okkur mjög miklu máli. Stefnan hér er að reyna að loka lítil og millistór fyrirtæki inn á þessar iðnaðarlóðir og við treystum á það að það gerist,“ segir Kristján. Kristján segir að uppbyggingin hafi haft jákvæð áhrif á bókhald sveitarfélagsins. „Þetta hefur auðvitað létt undir með okkur. Það er búin að vera varnarbarátta hér í langan tíma og ég vil meina að varnarsigur hafi unnist hér á síðustu árum þannig að það er gleðilegt núna að það sé aðeins bjartara framundan,“ segir Kristján. Tengdar fréttir Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Uppbyggingin í Norðurþingi samhliða framkvæmdunum við kísilver PCC á Bakka hafa gengið vel. Tuttugu og tvær íbúðir eru nú í smíðum eða tilbúnar á Húsavík og í sumum tilfellum eru íbúar að flytja inn. Sveitarstjóri segir að frekari uppbygging sé í vændum. Það styttist í að kísilofn PCC á Bakka verði gangsettur en búist er við að það verði um miðjan mánuðinn.Fleiri en hundrað starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa og eru flestir þeirra úr Norðurþingi. Tilkoma kísilversins á Bakka hefur haft gríðarlega góð áhrif á Húsavík. Fjölmargar íbúðir eru í byggingu og fyrstu íbúarnir fluttir inn. „Þessi verksmiðja hefur haft mjög mikil áhrif á svæðið og til að mynda að þá er dótturfyrirtæki þeirra að byggja hérna tuttugu og tvær íbúðir, sunnarlega í bænum og fyrstu íbúarnir eru fluttir inn fyrir nokkrum dögum og það skiptir miklu máli. Það hefur verið erfitt ástand á húsnæðismarkaðnum þannig að hér eru hjólin farin að snúast og fleiri verkefni misstór í pípunum,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Varnarbarátta í langan tíma Fleiri byggingar eru á teikniborðinu og segir sveitarstjórinn að, að minnsta kosti tvær þeirra verði reistar á þessu ári.Þá er einnig í kortunum að reisa fjölbýlishús á Húsavík og einnig hefur verið samþykkt ný hótelbygging á Húsavíkurhöfða, nærri þeim stað þar sem sjóböðin eru í uppbyggingu.„Það er norskt fyrirtæki sem er að hanna og kanna möguleikann á uppbyggingu hótels hérna sem er mjög spennandi verkefni,“ segir Kristján.Kristján segir að reynt sé að lokka fleiri lítil og millistór fyrirtæki til Húsavíkur. „Þú getur tekið hvaða sveitarfélag sem er, það eru allir að reyna að búa þannig um hnútana að það sé fjölbreytt atvinnulíf og auðvitað skiptir iðnaðaruppbyggingin á Bakka okkur mjög miklu máli. Stefnan hér er að reyna að loka lítil og millistór fyrirtæki inn á þessar iðnaðarlóðir og við treystum á það að það gerist,“ segir Kristján. Kristján segir að uppbyggingin hafi haft jákvæð áhrif á bókhald sveitarfélagsins. „Þetta hefur auðvitað létt undir með okkur. Það er búin að vera varnarbarátta hér í langan tíma og ég vil meina að varnarsigur hafi unnist hér á síðustu árum þannig að það er gleðilegt núna að það sé aðeins bjartara framundan,“ segir Kristján.
Tengdar fréttir Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00 Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Styttist í að kísilofninn á Bakka verði ræstur Fara ekki af stað nema allt sé klárt, segir framkvæmdastjóri framleiðsunnar 26. febrúar 2018 19:00
Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. 25. janúar 2018 13:13