Hjálpsemin kom honum á hjúkrunarheimili á Hvammstanga Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2018 14:16 Óli Svavar vildi hjálpa mann sem var fastur í skafli með bíl sinn við Heillisheiðarvirkjun, en þá kom ógæfumaður brunandi á ónýtum bíl og undir ónýt dekk. Óli Svavar Ólafsson smiður, 56 ára að aldri, dvelst nú á hjúkrunar-, dvalar- og öldrunarheimili á Hvammstanga þar sem hann er að jafna sig eftir slys. „Já, ég treysti mér ekki heim svona brotinn. Og það var ekkert að hafa neins staðar í bænum,“ segir Óli Svavar. Hann segir svo virðast sem verulegur skortur á úrræðum sé á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Hann er þannig á Hvammstanga, fjarri heimili sínu en Óli Svavar er búsettur í Kópavoginum. Réttur mánuður er frá því að Óli Svavar lenti í hörmulegu slysi. Hann var á ferð á Suðurlandsvegi við Hellisheiðarvirkjun. Þar var skafbylur og kóf og hann vildi hjálpa manni sem hafði fest bíl sinn. Þegar hann hugðist draga bílinn lausan en þá kom þar að þriðji bíllinn og ók aftan á þann sem fastur var. Sá kastaðist áfram og klemmdi Ólaf Svavar á milli bílanna.Ógæfumaður á ferð á ónýtum bíl og ónýtum dekkjum „Ég var heppinn. Sá þetta ekki gerast. Snéri baki í þetta.Þarna var einhver ógæfumaður á ferð. Hann var á ferð á ónýtum bíl, á ónýtum dekkjum en honum hafði dottið í hug að skreppa austur. Svona er þetta bara,“ segir Óli Svavar og það vottar ekki fyrir beiskju í rödd hans. Hann dvelur hvorki við að bölva forlögunum né stöðu sinni núna. Óli Svavar segir svo frá að það hafi verið lán í óláni að fatapoki hans með útifötunum var á milli.Óli Svavar með félaga sínum í vinnunni. Hann er húsasmiður og var nýkominn úr fríi, sem betur fer, þegar hann lenti í slysinu.„Það var skafrenningur og ég fór inn í bílinn að leita mér að húfu. Ef ég hefði verið hægra megin hefðu báðir fæturnir farið. Þetta kemur meira hægra megin á bílinn. Þess vegna verður bara annar fóturinn á milli. Það er sköflungurinn sem brotnaði, rétt fyrir neðan hné. „Ég var líka heppinn með það að ég var nýkominn frá Tenerife, þokkalega slakur og úthvíldur vel. Ég er húsasmiður og hafði verið að vinna mikið og fór út í viku.“Kom ekki til greina að leggjast upp á fjölskylduna Óli Svavar segist vera á ágætum batavegi. Hann stundar æfingar á hverjum degi og segir sjúkraþjálfara á staðnum í toppklassa. Sem láta hann teygja og lyfta.Þetta er reyndar meira hugsað fyrir eldra fólk. „En hér er alveg frábært starfsfólk. Dásamlegt fólk sem er að vinna í heilbrigðiskerfinu okkar,“ segir Óli Svavar þakklátur. Hann segir vissulega verra að þurfa að fara svona langt í burtu. En, þegar menn eru ósjálfbjarga þá verði svo að vera. Óli Svavar er fráskilinn, börnin svo ung að ekki kom til álita að leggjast á fjölskylduna.Var í sveit í gamla daga og öllu vanur Hann er því með gamla fólkinu á Hvammstanga og undir hag sínum ágætlega. „Ég var mikið í sveit sem strákur, ekkert óvanur því og í smíðavinnunni þá kynnist maður því að vera fjarri heimilinu. Þannig að þetta er ekkert sjokk fyrir mig þó það gæti kannski verið það fyrir einhverja aðra.“Óli Svavar er á bólakafi í hestamennskunni og vonast til þess að komast á bak aftur þrátt fyrir að annar fóturinn sé illa farinn.Óli Svavar lýsir því að búið sé að skrúfa fótinn saman. Hann er að gróa. Ég fór í tvær aðgerðir. Fyrst voru boraðir tveir teinar fyrir og og neðan brotið; tveir í lærið og tveir í sköflunginn fyrir neðan og sett járnstykki á milli. Svo var farið í aðgerð rúmri viku síðar. Þá var ég skorinn upp og sett plata utan á legginn, skrúfuð utan á. Og bólgnar fóturinn upp við öll þessi inngrip, hann er svolítið þykkur,“ segir Óli Svavar sem fær verkjalyf, parkodin forte, fjórum sinnum á dag til að halda verkjunum í skefjum.Vonast til að komast aftur á hestbak Óli Svavar er í hjólastól, hann segist klaufi með hækjurnar. „Ég má stíga í fótinn 6. apríl. Þá tekur endurhæfing við. Þetta eru átta vikur eftir aðgerð. Má leggja fótinn niður, en má alls ekki stíga í hann. Hangir á einhverju en er að gróa. Hér er vel fylgst með því. Þetta er frábær staður. Og þroskaðir vistmenn. Hitti marga. Svo er fólk í dagvist líka.“ Okkar maður er á kafi í hestamennskunni og hann vonar að hann eigi eftir að komast á bak aftur. „Það væri óskandi. Ég á þannig hesta, hlakka til að komast á bak á þeim.“ Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Óli Svavar Ólafsson smiður, 56 ára að aldri, dvelst nú á hjúkrunar-, dvalar- og öldrunarheimili á Hvammstanga þar sem hann er að jafna sig eftir slys. „Já, ég treysti mér ekki heim svona brotinn. Og það var ekkert að hafa neins staðar í bænum,“ segir Óli Svavar. Hann segir svo virðast sem verulegur skortur á úrræðum sé á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Hann er þannig á Hvammstanga, fjarri heimili sínu en Óli Svavar er búsettur í Kópavoginum. Réttur mánuður er frá því að Óli Svavar lenti í hörmulegu slysi. Hann var á ferð á Suðurlandsvegi við Hellisheiðarvirkjun. Þar var skafbylur og kóf og hann vildi hjálpa manni sem hafði fest bíl sinn. Þegar hann hugðist draga bílinn lausan en þá kom þar að þriðji bíllinn og ók aftan á þann sem fastur var. Sá kastaðist áfram og klemmdi Ólaf Svavar á milli bílanna.Ógæfumaður á ferð á ónýtum bíl og ónýtum dekkjum „Ég var heppinn. Sá þetta ekki gerast. Snéri baki í þetta.Þarna var einhver ógæfumaður á ferð. Hann var á ferð á ónýtum bíl, á ónýtum dekkjum en honum hafði dottið í hug að skreppa austur. Svona er þetta bara,“ segir Óli Svavar og það vottar ekki fyrir beiskju í rödd hans. Hann dvelur hvorki við að bölva forlögunum né stöðu sinni núna. Óli Svavar segir svo frá að það hafi verið lán í óláni að fatapoki hans með útifötunum var á milli.Óli Svavar með félaga sínum í vinnunni. Hann er húsasmiður og var nýkominn úr fríi, sem betur fer, þegar hann lenti í slysinu.„Það var skafrenningur og ég fór inn í bílinn að leita mér að húfu. Ef ég hefði verið hægra megin hefðu báðir fæturnir farið. Þetta kemur meira hægra megin á bílinn. Þess vegna verður bara annar fóturinn á milli. Það er sköflungurinn sem brotnaði, rétt fyrir neðan hné. „Ég var líka heppinn með það að ég var nýkominn frá Tenerife, þokkalega slakur og úthvíldur vel. Ég er húsasmiður og hafði verið að vinna mikið og fór út í viku.“Kom ekki til greina að leggjast upp á fjölskylduna Óli Svavar segist vera á ágætum batavegi. Hann stundar æfingar á hverjum degi og segir sjúkraþjálfara á staðnum í toppklassa. Sem láta hann teygja og lyfta.Þetta er reyndar meira hugsað fyrir eldra fólk. „En hér er alveg frábært starfsfólk. Dásamlegt fólk sem er að vinna í heilbrigðiskerfinu okkar,“ segir Óli Svavar þakklátur. Hann segir vissulega verra að þurfa að fara svona langt í burtu. En, þegar menn eru ósjálfbjarga þá verði svo að vera. Óli Svavar er fráskilinn, börnin svo ung að ekki kom til álita að leggjast á fjölskylduna.Var í sveit í gamla daga og öllu vanur Hann er því með gamla fólkinu á Hvammstanga og undir hag sínum ágætlega. „Ég var mikið í sveit sem strákur, ekkert óvanur því og í smíðavinnunni þá kynnist maður því að vera fjarri heimilinu. Þannig að þetta er ekkert sjokk fyrir mig þó það gæti kannski verið það fyrir einhverja aðra.“Óli Svavar er á bólakafi í hestamennskunni og vonast til þess að komast á bak aftur þrátt fyrir að annar fóturinn sé illa farinn.Óli Svavar lýsir því að búið sé að skrúfa fótinn saman. Hann er að gróa. Ég fór í tvær aðgerðir. Fyrst voru boraðir tveir teinar fyrir og og neðan brotið; tveir í lærið og tveir í sköflunginn fyrir neðan og sett járnstykki á milli. Svo var farið í aðgerð rúmri viku síðar. Þá var ég skorinn upp og sett plata utan á legginn, skrúfuð utan á. Og bólgnar fóturinn upp við öll þessi inngrip, hann er svolítið þykkur,“ segir Óli Svavar sem fær verkjalyf, parkodin forte, fjórum sinnum á dag til að halda verkjunum í skefjum.Vonast til að komast aftur á hestbak Óli Svavar er í hjólastól, hann segist klaufi með hækjurnar. „Ég má stíga í fótinn 6. apríl. Þá tekur endurhæfing við. Þetta eru átta vikur eftir aðgerð. Má leggja fótinn niður, en má alls ekki stíga í hann. Hangir á einhverju en er að gróa. Hér er vel fylgst með því. Þetta er frábær staður. Og þroskaðir vistmenn. Hitti marga. Svo er fólk í dagvist líka.“ Okkar maður er á kafi í hestamennskunni og hann vonar að hann eigi eftir að komast á bak aftur. „Það væri óskandi. Ég á þannig hesta, hlakka til að komast á bak á þeim.“
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira