Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2018 14:30 Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. Nái frumvarpið fram að ganga yrði það í fyrsta skipti í heiminum sem aðgerð sem þessi yrði bönnuð með lögum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en átta meðflutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru þeir nánast allir sammála um að umskurður á drengjum fæli í sér brot á mannréttindum þeirra en bann við umskurði fæli ekki í sér brot gegn trúfrelsi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti einn þingmanna yfir afgerandi andstöðu við frumvarpið. „Frumvarpið hefur fengið töluverða athygli og er fordæmt víða erlendis frá. Ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég vil hiins vegar taka það fram að ég er ekki sérstakur talsmaður umskurðar. Ég er hins vegar á móti því að gera umskurð refsiverðan samkvæmt hegningarlögum,“ sagði Birgir í umræðunum í gær. Eins og þingmaðurinn kom inn á hefur frumvarpið vakið athygli bæði hér á landi og í útlöndum og hafa nokkur samtök gyðinga og múslima lýst andstöðu sinni við það. En samkvæmt frumvarpinu gæti það varðað allt að sex ára fangelsi að framkvæma umskurð á sveinbörnum en bann við umskurði á stúlkum og konum er nú þegar í íslenskum lögum. Fjölmargir hafa einnig lýst stuðningi sínum við frumvarpið, meðal annarra um fjögur hundruð îslenskir læknar. Silja Dögg segir ekki eðlilegt að sársaukafull og óafturkræf aðgerð sé gerð á börnum og ekki hafi tekist að sýna fram á að umskurður bæti almennt heilsufar drengja og karlmanna. „Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu,“ sagði Silja Dögg. Silja Dögg segir frumvarpið ekki beinast gegn trúarbrögðum enda eigi umskurður sér lengri sögu en þeirra sem getið sé í trúarritum gyðinga og þótt umskurður sé algengur meðal muslima sé aðgerðarinnar ekki getið í trúarritum þeirra. Vísaði þingmaðurinn til yfirlýsingar umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og leiðandi barnalækna, barna skurðlækna og barnahjúkrunarfræðinga frá árinu 2013. „Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans. Sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaberkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum og hefðbundnum siðum sem skaðað geta heilsu þeirra,“ sagði Silja Dögg. Frumvarpinu var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. Verði það að lögum yrðu það fyrstu lögin af þessu tagi í heimnum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. Nái frumvarpið fram að ganga yrði það í fyrsta skipti í heiminum sem aðgerð sem þessi yrði bönnuð með lögum. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en átta meðflutningsmenn koma úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum. Fjöldi þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru þeir nánast allir sammála um að umskurður á drengjum fæli í sér brot á mannréttindum þeirra en bann við umskurði fæli ekki í sér brot gegn trúfrelsi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins lýsti einn þingmanna yfir afgerandi andstöðu við frumvarpið. „Frumvarpið hefur fengið töluverða athygli og er fordæmt víða erlendis frá. Ég er ekki fylgjandi þessu frumvarpi. Ég vil hiins vegar taka það fram að ég er ekki sérstakur talsmaður umskurðar. Ég er hins vegar á móti því að gera umskurð refsiverðan samkvæmt hegningarlögum,“ sagði Birgir í umræðunum í gær. Eins og þingmaðurinn kom inn á hefur frumvarpið vakið athygli bæði hér á landi og í útlöndum og hafa nokkur samtök gyðinga og múslima lýst andstöðu sinni við það. En samkvæmt frumvarpinu gæti það varðað allt að sex ára fangelsi að framkvæma umskurð á sveinbörnum en bann við umskurði á stúlkum og konum er nú þegar í íslenskum lögum. Fjölmargir hafa einnig lýst stuðningi sínum við frumvarpið, meðal annarra um fjögur hundruð îslenskir læknar. Silja Dögg segir ekki eðlilegt að sársaukafull og óafturkræf aðgerð sé gerð á börnum og ekki hafi tekist að sýna fram á að umskurður bæti almennt heilsufar drengja og karlmanna. „Líffræðilegar rannsóknir á forhúðinni hafa sýnt að þéttni taugaenda í forhúðinni er mun meiri en í sjálfu reðurhöfðinu. Þá hefur forhúðin hlutverki að gegna í ónæmiskerfinu,“ sagði Silja Dögg. Silja Dögg segir frumvarpið ekki beinast gegn trúarbrögðum enda eigi umskurður sér lengri sögu en þeirra sem getið sé í trúarritum gyðinga og þótt umskurður sé algengur meðal muslima sé aðgerðarinnar ekki getið í trúarritum þeirra. Vísaði þingmaðurinn til yfirlýsingar umboðsmanna barna á öllum Norðurlöndunum og leiðandi barnalækna, barna skurðlækna og barnahjúkrunarfræðinga frá árinu 2013. „Í yfirlýsingunni kemur fram að umskurður án læknisfræðilegrar ástæðu á einstaklingi sem ekki getur sjálfur gefið samþykki fyrir aðgerðinni brjóti í grundvallaratriðum gegn mannréttindum hans. Sérstaklega þar sem slík aðgerð er óafturkræf, sársaukafull og getur haft í för með sér alvarlegar aukaberkanir. Vísað er í 12. grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem öll Norðurlönd eru aðilar að og jafnframt til 24. greinarinnar sem fjallar um að vernda skuli börn gegn trúarlegum og hefðbundnum siðum sem skaðað geta heilsu þeirra,“ sagði Silja Dögg. Frumvarpinu var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. Verði það að lögum yrðu það fyrstu lögin af þessu tagi í heimnum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Heimsbyggðin mjög forvitin um umskurðarfrumvarp Silju Daggar Óhætt er að segja að umdeilt frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, hafi vakið heimsathygli. Frétt um frumvarpið er þriðja mest lesna frétt vefútgáfu breska ríkisútvarpsins, BBC. 19. febrúar 2018 15:07
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48