Reykingar hvergi minni en á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2018 10:17 Veipurnar eru að ryðja tóbakinu í burtu. Sígarettusala hefur hrunið um fimmtíu prósent frá árinu 2008. Samantekið þá er það svo að árið 2014 reyktu 35.000 manns eða 14 prósent landsmanna. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Þetta er fækkun í röðum reykingarmanna um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma.Að verulegu leyti veipunni að þakka Þetta les Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir út úr nýútkomnum talnabrunni Landlæknisembættisins. Hann segir engan vafa á leika að þetta megi einkum þakka tilkomu rafrettunnar eða veipunnar, eins og hann kýs að kalla raftækið sem framleiðir gufu með nikótíni og margir hafa fengið sér í stað sígarettunnar. Guðmundur Karl hefur látið mjög til sín taka í umræðunni um veipuna og telur yfirvöld vilja mála yfir þá staðreynd að henni megi þakka að verulegu leyti það að nú eru reykingar minni á Íslandi en þekkist í hinum vestræna heimi.Guðmundur Karl læknir talar um kraftaverk. Reykingar eru nánast að hverfa á Íslandi og hann þakkar það ekki síst aukinni notkun veipa.visir/anton brink„Kraftaverk. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir vissulega erfitt að staðhæfa um orsakasamhengi en þetta fari ekki á milli mála.Sala á tóbaki hrunið frá árinu 2008 „Ég kallaði eftir sölutölum tóbaks frá ÁTVR. Sígarettusala hefur hrunið um 50 prósent frá 2008 til vorra tíma. Algjör snilld,“ segir Guðmundur Karl. Í þeim tölum kemur einnig fram að sala á snusi hefur aukist til samræmis við það. „Reykingarnar eru hríðfallandi eins og við höfum aldrei áður séð séð. Stærstu orsakavaldarnir eru munntóbakið og veipurnar sem eru klárlega að hreinsa reykingarnar í burtu.“Eins og glögglega má sjá hefur sala á sígarettum hrunið á Íslandi.Fleiri veipa færri reykja Guðmundur Karl lítur til þess að notkun veipa hefur aukist, og enn er horft til talnabrunns Landlæknisembættisins. Dagleg notkun veipa meðal 18 ára og eldri mældist 4 prósent árið 2017 sem samsvarar því að um það bil 10 þúsund manns hafa notað veipur daglega ef tekið er mið af þjóðinni allri. Svipað hlutfall, eða um 4 prósent, notaði veipur sjaldnar en daglega. „Samtals veipa því 20.000 manns. Þetta er aukning frá sambærilegri mælingu árið 2016 þar sem tæplega 3 prósent sögðust nota veipur daglega og önnur 3 prósent sjaldnar en daglega eða samtals um 15 þúsund manns í heildina,“ segir Guðmundur Karl sem lítur á veipur sem mikla blessun fyrir lýðheilsu almennt. Kraftaverk reyndar. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Samantekið þá er það svo að árið 2014 reyktu 35.000 manns eða 14 prósent landsmanna. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Þetta er fækkun í röðum reykingarmanna um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma.Að verulegu leyti veipunni að þakka Þetta les Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir út úr nýútkomnum talnabrunni Landlæknisembættisins. Hann segir engan vafa á leika að þetta megi einkum þakka tilkomu rafrettunnar eða veipunnar, eins og hann kýs að kalla raftækið sem framleiðir gufu með nikótíni og margir hafa fengið sér í stað sígarettunnar. Guðmundur Karl hefur látið mjög til sín taka í umræðunni um veipuna og telur yfirvöld vilja mála yfir þá staðreynd að henni megi þakka að verulegu leyti það að nú eru reykingar minni á Íslandi en þekkist í hinum vestræna heimi.Guðmundur Karl læknir talar um kraftaverk. Reykingar eru nánast að hverfa á Íslandi og hann þakkar það ekki síst aukinni notkun veipa.visir/anton brink„Kraftaverk. Það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir vissulega erfitt að staðhæfa um orsakasamhengi en þetta fari ekki á milli mála.Sala á tóbaki hrunið frá árinu 2008 „Ég kallaði eftir sölutölum tóbaks frá ÁTVR. Sígarettusala hefur hrunið um 50 prósent frá 2008 til vorra tíma. Algjör snilld,“ segir Guðmundur Karl. Í þeim tölum kemur einnig fram að sala á snusi hefur aukist til samræmis við það. „Reykingarnar eru hríðfallandi eins og við höfum aldrei áður séð séð. Stærstu orsakavaldarnir eru munntóbakið og veipurnar sem eru klárlega að hreinsa reykingarnar í burtu.“Eins og glögglega má sjá hefur sala á sígarettum hrunið á Íslandi.Fleiri veipa færri reykja Guðmundur Karl lítur til þess að notkun veipa hefur aukist, og enn er horft til talnabrunns Landlæknisembættisins. Dagleg notkun veipa meðal 18 ára og eldri mældist 4 prósent árið 2017 sem samsvarar því að um það bil 10 þúsund manns hafa notað veipur daglega ef tekið er mið af þjóðinni allri. Svipað hlutfall, eða um 4 prósent, notaði veipur sjaldnar en daglega. „Samtals veipa því 20.000 manns. Þetta er aukning frá sambærilegri mælingu árið 2016 þar sem tæplega 3 prósent sögðust nota veipur daglega og önnur 3 prósent sjaldnar en daglega eða samtals um 15 þúsund manns í heildina,“ segir Guðmundur Karl sem lítur á veipur sem mikla blessun fyrir lýðheilsu almennt. Kraftaverk reyndar.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent