Unir dómi Mannréttindadómstólsins í máli Egils Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 18:54 Egill Einarsson. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur tekið ákvörðun um að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Egils Einarssonar verði ekki skotið til yfirdeildar dómstólsins. Ríkið hefur þegar greitt Agli rúmlega tvær milljónir króna í málskostnað sem það var dæmt til að greiða.RÚV greindi fyrstfrá en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirriniðurstöðu að dómur Hæstaréttarí máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.Egill fór fram á að ummælin „Fuck you rapist bastard“ eða „„Farðu til fjandans nauðgaraskepna“sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd dauð og ómerk.Hæstiréttur klofnaði í dómi sínum í lok árs 2014 en tveir dómarar töldu ummælin varin af 73. grein stjórnarskárinnar er snýr að tjáninga frelsi. Einn dómari skilaði sératkvæði.Í dómi Mannréttindadómstólsins, sem fimm dómarar voru sammála um en tveir skiluðu sératkvæði, segir meðal annars að ummælin hafi verið alvarleg og skaðleg fyrir orðspor Egils. Þau hafi leitt til brots á friðhelgi einkalífs Egils og er vísað til 8. greinar mannréttindasáttmálans. Jafnvel umdeildar opinberar persónur, sem hafa tekið þátt í grófri umræðu eða orðið fyrir henni vegna hegðunar sinnar, eigi ekki að þurfa að sæta því að vera opinberlega ásakaðar um alvarleg hegningarlagabrot án þess að ásökunin eigi sér stað í raunveruleikanum.Var það niðurstaða dómstólsins að Hæstiréttur hefði ekki gætt rétt jafnvægis á milli friðhelgi Egils til einkalífs og tjáningarfrelsis Inga Kristjáns. Egill fór fram á 10 þúsund evrur í miskabætur vegna málsins en dómstóllinn hafnaði þeirri beiðni.Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og töldu dóm Hæstaréttar réttan.Íslenska ríkið er dæmt til þess að greiða Agli 17.500 evrur vegna dómsins eða rúmlega 2,1 milljón íslenskra króna í málskostnað, annars vegar fyrir dómstólum á Íslandi og hins vegar fyrir Mannréttindadómstólnum, sem ríkið hefur þegar greitt Agli, eins og fyrr segir. Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Íslenska ríkið hefur tekið ákvörðun um að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Egils Einarssonar verði ekki skotið til yfirdeildar dómstólsins. Ríkið hefur þegar greitt Agli rúmlega tvær milljónir króna í málskostnað sem það var dæmt til að greiða.RÚV greindi fyrstfrá en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirriniðurstöðu að dómur Hæstaréttarí máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans sem segir að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi til einkalífs.Egill fór fram á að ummælin „Fuck you rapist bastard“ eða „„Farðu til fjandans nauðgaraskepna“sem Ingi Kristján skrifaði við mynd sem hann birti á Instagram yrðu dæmd dauð og ómerk.Hæstiréttur klofnaði í dómi sínum í lok árs 2014 en tveir dómarar töldu ummælin varin af 73. grein stjórnarskárinnar er snýr að tjáninga frelsi. Einn dómari skilaði sératkvæði.Í dómi Mannréttindadómstólsins, sem fimm dómarar voru sammála um en tveir skiluðu sératkvæði, segir meðal annars að ummælin hafi verið alvarleg og skaðleg fyrir orðspor Egils. Þau hafi leitt til brots á friðhelgi einkalífs Egils og er vísað til 8. greinar mannréttindasáttmálans. Jafnvel umdeildar opinberar persónur, sem hafa tekið þátt í grófri umræðu eða orðið fyrir henni vegna hegðunar sinnar, eigi ekki að þurfa að sæta því að vera opinberlega ásakaðar um alvarleg hegningarlagabrot án þess að ásökunin eigi sér stað í raunveruleikanum.Var það niðurstaða dómstólsins að Hæstiréttur hefði ekki gætt rétt jafnvægis á milli friðhelgi Egils til einkalífs og tjáningarfrelsis Inga Kristjáns. Egill fór fram á 10 þúsund evrur í miskabætur vegna málsins en dómstóllinn hafnaði þeirri beiðni.Tveir dómarar skiluðu sératkvæði og töldu dóm Hæstaréttar réttan.Íslenska ríkið er dæmt til þess að greiða Agli 17.500 evrur vegna dómsins eða rúmlega 2,1 milljón íslenskra króna í málskostnað, annars vegar fyrir dómstólum á Íslandi og hins vegar fyrir Mannréttindadómstólnum, sem ríkið hefur þegar greitt Agli, eins og fyrr segir.
Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36