Breyttur heimur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 1. mars 2018 07:00 Hugsanlegt er að mikilla breytinga sé að vænta á íslenskum smásölumarkaði á næstunni. Hagar, sem reka meðal annars Hagkaup, Bónus og Útilíf og Olís hafa hug á að sameinast, svo og N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar ásamt öðru. Það er gamalkunnugt stef að íslenskir kaupmenn séu upp til hópa einokunarkaupmenn. Ef betur er að gáð gengur það varla upp. Íslenskir kaupmenn starfa á örmarkaði sem í ofanálag er eyja. Þeir njóta því eðli málsins samkvæmt takmarkaðrar stærðarhagkvæmni og þurfa að glíma við háan flutningskostnað. Þess utan starfa þeir í umhverfi er valið hefur sér séríslenskan gjaldmiðil, með vaxtakostnaði sem óvíða eða hvergi er hærri. Það skýrir meðal annars að vöruverð er eins hátt á Íslandi og raunin er. Þessar séríslensku aðstæður skipta æ meira máli í breyttu, alþjóðlegu verslunarumhverfi. Keppinautar Haga og Festi eru ekki lengur bara aðrir innlendir smásalar, heldur allur heimurinn. Auðvelt er að panta sér vörur utan frá og fá þær sendar heim til Íslands á örskotsstundu. Matvörumarkaðurinn, sem er aðall Festi og Haga, er sömuleiðis að breytast hratt. Heimsendingar spila æ stærri rullu, og gömlu stórverslanirnar eiga á brattann að sækja. Ein af spurningunum sem bæði félög þurfa að spyrja sig er hvað eigi að gera við alla fermetrana. Samkeppniseftirlitið hlýtur að skoða þá samruna sem nú eru til skoðunar með þessum augum. Mikilvægt er að íslensk verslun starfi á jafnréttisgrundvelli gagnvart erlendum keppinautum. Costco hefur einnig valdið miklum usla á íslenskum markaði, og var sennilega ástæða þess að Kostur lagði upp laupana. Costco, sem árlega veltir um 150 sinnum meira en Hagar, er þrátt fyrir það ekki skilgreindur sem markaðsráðandi á Íslandi. Þó sér hver maður að fyrirtæki af slíkri stærðargráðu getur með þolinmæði og útsjónarsemi gert út af við keppinauta sína. Af þessum sökum er auðvelt að færa rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið eigi að heimila innlendum fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni við þá erlendu að sameinast. Þetta á ekki bara við um matvörumarkaðinn. Kaup Fjarskipta á tilteknum eignum 365 voru af sama meiði. Sameinað félag Fjarskipta og 365 er mun betur í stakk búið til að mæta samkeppni erlendis frá eins og Netflix og fleirum. Samkeppniseftirlit sem einungis horfir inn á við væri úr takti við tímann. Því lofar góðu að Samkeppniseftirlitið telji að krosseignarhald lífeyrissjóðanna sé það helsta sem veldur áhyggjum í tengslum við samrunana tvo á matvörumarkaði. Auðvitað getur það ekki gengið að sömu sjóðir sitji báðum megin borðsins sem eigendur að hinum sameinuðu smásölurisum. Samkeppniseftirlitið virðist því ætla að slá tvær flugur í einu höggi, heimila hagræðingu á innlendum markaði, en um leið sjá til þess að áhrif á rekstur félaganna tveggja dreifist. Hvort tveggja er jákvætt. Hvað sem öllu öðru líður þá njóta neytendur góðs af sterkum íslenskum verslunarfyrirtækjum í dreifðu eignarhaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hugsanlegt er að mikilla breytinga sé að vænta á íslenskum smásölumarkaði á næstunni. Hagar, sem reka meðal annars Hagkaup, Bónus og Útilíf og Olís hafa hug á að sameinast, svo og N1 og Festi, sem rekur verslanir Krónunnar ásamt öðru. Það er gamalkunnugt stef að íslenskir kaupmenn séu upp til hópa einokunarkaupmenn. Ef betur er að gáð gengur það varla upp. Íslenskir kaupmenn starfa á örmarkaði sem í ofanálag er eyja. Þeir njóta því eðli málsins samkvæmt takmarkaðrar stærðarhagkvæmni og þurfa að glíma við háan flutningskostnað. Þess utan starfa þeir í umhverfi er valið hefur sér séríslenskan gjaldmiðil, með vaxtakostnaði sem óvíða eða hvergi er hærri. Það skýrir meðal annars að vöruverð er eins hátt á Íslandi og raunin er. Þessar séríslensku aðstæður skipta æ meira máli í breyttu, alþjóðlegu verslunarumhverfi. Keppinautar Haga og Festi eru ekki lengur bara aðrir innlendir smásalar, heldur allur heimurinn. Auðvelt er að panta sér vörur utan frá og fá þær sendar heim til Íslands á örskotsstundu. Matvörumarkaðurinn, sem er aðall Festi og Haga, er sömuleiðis að breytast hratt. Heimsendingar spila æ stærri rullu, og gömlu stórverslanirnar eiga á brattann að sækja. Ein af spurningunum sem bæði félög þurfa að spyrja sig er hvað eigi að gera við alla fermetrana. Samkeppniseftirlitið hlýtur að skoða þá samruna sem nú eru til skoðunar með þessum augum. Mikilvægt er að íslensk verslun starfi á jafnréttisgrundvelli gagnvart erlendum keppinautum. Costco hefur einnig valdið miklum usla á íslenskum markaði, og var sennilega ástæða þess að Kostur lagði upp laupana. Costco, sem árlega veltir um 150 sinnum meira en Hagar, er þrátt fyrir það ekki skilgreindur sem markaðsráðandi á Íslandi. Þó sér hver maður að fyrirtæki af slíkri stærðargráðu getur með þolinmæði og útsjónarsemi gert út af við keppinauta sína. Af þessum sökum er auðvelt að færa rök fyrir því að Samkeppniseftirlitið eigi að heimila innlendum fyrirtækjum sem eru í harðri samkeppni við þá erlendu að sameinast. Þetta á ekki bara við um matvörumarkaðinn. Kaup Fjarskipta á tilteknum eignum 365 voru af sama meiði. Sameinað félag Fjarskipta og 365 er mun betur í stakk búið til að mæta samkeppni erlendis frá eins og Netflix og fleirum. Samkeppniseftirlit sem einungis horfir inn á við væri úr takti við tímann. Því lofar góðu að Samkeppniseftirlitið telji að krosseignarhald lífeyrissjóðanna sé það helsta sem veldur áhyggjum í tengslum við samrunana tvo á matvörumarkaði. Auðvitað getur það ekki gengið að sömu sjóðir sitji báðum megin borðsins sem eigendur að hinum sameinuðu smásölurisum. Samkeppniseftirlitið virðist því ætla að slá tvær flugur í einu höggi, heimila hagræðingu á innlendum markaði, en um leið sjá til þess að áhrif á rekstur félaganna tveggja dreifist. Hvort tveggja er jákvætt. Hvað sem öllu öðru líður þá njóta neytendur góðs af sterkum íslenskum verslunarfyrirtækjum í dreifðu eignarhaldi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun