Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Gylfi Arnbjörnsson og Ragnar Þór Ingólfsson á fundi í gær. Vísir/Eyþór „Ég er mjög svekktur með þessa niðurstöðu og mín skoðun er sú hún skrifast algjörlega á forseta ASÍ,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um að tillaga um að segja upp kjarasamningum á almennum vinnumarkaði var felld á formannafundi ASÍ í gær. Kjarasamningar munu gilda til ársloka, þrátt fyrir að nær einhugur sé um að forsendur núgildandi samninga séu brostnar. 49 formenn greiddu atkvæði á fundinum þar sem 21 formaður vildi segja upp samningunum gegn 28 atkvæðum. Ragnar Þór er harðorður í garð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, vegna niðurstöðunnar sem í raun hafi verið ákveðið vantraust á hann. „Ef forsetinn kýs með því að segja upp samningum en hefur ekki bakland meirihluta formanna innan ASÍ þá er það ákveðið vantraust á hann. Hann átti að koma fram miklu fyrr og mynda stemminguna sem við vildum fá um uppsögnina. Ég held að það hafi verið meðvitað gert að gera það ekki.“„Gylfi var ekki að skapa þá stemmingu í aðdraganda þess sem við sáum í gær, en svo þegar niðurstaðan er klár þá er allt í einu kominn mikill vígahugur og baráttukraftur sem ég varð ekki var við í aðdraganda fundarins. Þetta var bara leikrit. Ragnar gengur svo langt að fullyrða að þetta hafi verið niðurstaðan sem Gylfi hafi sóst eftir og engin alvara hafi fylgt atkvæði hans með því að segja upp samningunum. Fyrir liggi að fyrir fundinn hafi verið búið að ákveða í baklandi félaganna hvert atkvæðið yrði. „Menn hafa verið búnir að reikna þetta út og hann gat því farið á fundinn með sitt eina atkvæði og verið vígreifur, hugsanlega vitandi það hver niðurstaðan yrði. Svo baðar hann sig í því núna. En sigurvegari dagsins er Gylfi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur niðurstöðuna gefa hugmyndum um að VR gangi úr ASÍ byr undir báða vængi en það mál er í ferli innan félagsins og býst hann við atkvæðagreiðslu um það fyrr en seinna. Gylfi segir þessi ummæli Ragnars vart svaraverð og mikil vonbrigði að hann kjósi að bregðast svo við. „Ragnar Þór hefur mjög sérstakt vinnulag við að byggja upp samstöðu innan okkar hreyfingar. Ég skil ekki háttalagið. Ég hef hvergi farið í grafgötur með mína afstöðu, hvorki í samninganefnd, miðstjórn né í samtölum við mína félaga. Það var ljóst að það væru um þetta skiptar skoðanir. Þær skoðanir voru ekki á mér heldur á efni kjarasamningsins,“ segir Gylfi. Hann hafi fengið stuðning til að þessi ákvörðun yrði tekin á fundi formanna og treysti þeim fyrir þeirri ákvörðun og virði niðurstöðuna. Skýrt hafi komið fram í gær mikilvægi þess að mynda samstöðu innan hreyfingarinnar um næstu skref.„Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum yfir því að formaður okkar stærsta aðildarfélags velji sér þennan pól í hæðina í því viðfangsefni að byggja upp samstöðu. En þetta er ekki nýlunda og hann verður að eiga það við sig og sitt bakland hvernig hann vill leggja sitt af mörkum í því.“ Gylfi vísar því sömuleiðis á bug að hann hafi haft yfirsýn yfir það hvernig atkvæðagreiðslan myndi falla. „Það gat ég ekki vitað frekar en aðrir.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Markaðurinn tók vel í fréttir af kjarasamningum Gengi hlutabréfa allra fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni hækkuðu nokkuð í verði eftir að fréttir bárust af því að formannafundur ASÍ samþykkti að segja ekki upp kjarasamningum. 28. febrúar 2018 16:30 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Ég er mjög svekktur með þessa niðurstöðu og mín skoðun er sú hún skrifast algjörlega á forseta ASÍ,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um að tillaga um að segja upp kjarasamningum á almennum vinnumarkaði var felld á formannafundi ASÍ í gær. Kjarasamningar munu gilda til ársloka, þrátt fyrir að nær einhugur sé um að forsendur núgildandi samninga séu brostnar. 49 formenn greiddu atkvæði á fundinum þar sem 21 formaður vildi segja upp samningunum gegn 28 atkvæðum. Ragnar Þór er harðorður í garð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, vegna niðurstöðunnar sem í raun hafi verið ákveðið vantraust á hann. „Ef forsetinn kýs með því að segja upp samningum en hefur ekki bakland meirihluta formanna innan ASÍ þá er það ákveðið vantraust á hann. Hann átti að koma fram miklu fyrr og mynda stemminguna sem við vildum fá um uppsögnina. Ég held að það hafi verið meðvitað gert að gera það ekki.“„Gylfi var ekki að skapa þá stemmingu í aðdraganda þess sem við sáum í gær, en svo þegar niðurstaðan er klár þá er allt í einu kominn mikill vígahugur og baráttukraftur sem ég varð ekki var við í aðdraganda fundarins. Þetta var bara leikrit. Ragnar gengur svo langt að fullyrða að þetta hafi verið niðurstaðan sem Gylfi hafi sóst eftir og engin alvara hafi fylgt atkvæði hans með því að segja upp samningunum. Fyrir liggi að fyrir fundinn hafi verið búið að ákveða í baklandi félaganna hvert atkvæðið yrði. „Menn hafa verið búnir að reikna þetta út og hann gat því farið á fundinn með sitt eina atkvæði og verið vígreifur, hugsanlega vitandi það hver niðurstaðan yrði. Svo baðar hann sig í því núna. En sigurvegari dagsins er Gylfi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur niðurstöðuna gefa hugmyndum um að VR gangi úr ASÍ byr undir báða vængi en það mál er í ferli innan félagsins og býst hann við atkvæðagreiðslu um það fyrr en seinna. Gylfi segir þessi ummæli Ragnars vart svaraverð og mikil vonbrigði að hann kjósi að bregðast svo við. „Ragnar Þór hefur mjög sérstakt vinnulag við að byggja upp samstöðu innan okkar hreyfingar. Ég skil ekki háttalagið. Ég hef hvergi farið í grafgötur með mína afstöðu, hvorki í samninganefnd, miðstjórn né í samtölum við mína félaga. Það var ljóst að það væru um þetta skiptar skoðanir. Þær skoðanir voru ekki á mér heldur á efni kjarasamningsins,“ segir Gylfi. Hann hafi fengið stuðning til að þessi ákvörðun yrði tekin á fundi formanna og treysti þeim fyrir þeirri ákvörðun og virði niðurstöðuna. Skýrt hafi komið fram í gær mikilvægi þess að mynda samstöðu innan hreyfingarinnar um næstu skref.„Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum yfir því að formaður okkar stærsta aðildarfélags velji sér þennan pól í hæðina í því viðfangsefni að byggja upp samstöðu. En þetta er ekki nýlunda og hann verður að eiga það við sig og sitt bakland hvernig hann vill leggja sitt af mörkum í því.“ Gylfi vísar því sömuleiðis á bug að hann hafi haft yfirsýn yfir það hvernig atkvæðagreiðslan myndi falla. „Það gat ég ekki vitað frekar en aðrir.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Markaðurinn tók vel í fréttir af kjarasamningum Gengi hlutabréfa allra fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni hækkuðu nokkuð í verði eftir að fréttir bárust af því að formannafundur ASÍ samþykkti að segja ekki upp kjarasamningum. 28. febrúar 2018 16:30 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Markaðurinn tók vel í fréttir af kjarasamningum Gengi hlutabréfa allra fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni hækkuðu nokkuð í verði eftir að fréttir bárust af því að formannafundur ASÍ samþykkti að segja ekki upp kjarasamningum. 28. febrúar 2018 16:30