Árétta að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítala Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 18:12 Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. vísir/hanna Landspítali áréttar í frétt á heimasíðu sinni að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á spítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum sé hins vegar boðið upp á fjölbreytta viðbótarmeðferð, sem skaðlausa en nytsama aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. Var þar vísað í yfirlýsingu sem 50 sálfræðingar sendu nýlega til Sálfræðingafélags Íslands þar sem dagskrá málþings um samþætta heilbrigðisþjónustu er gangrýnd en þar var meðal annars fjallað um jóga, nálastungur og aðrar óhefðbundnar meðferðir. Kemur fram í frétt RÚV að sálfræðingarnir hafi farið fram á það við Sálfræðingafélagið að það gagnrýndi að slíkum nálgunum og aðferðum væri gert hátt undir höfði af starfsfólki í heilbrigðiskerfinu sem sinnir fólki sem á við geðræn vandamál að stríða. Í frétt á vef Landspítalans segir að nær allir spítalar á heimsvísu geri það sama og Landspítalinn, það er bjóði upp á aukameðferðir til hliðar við gagnreyndar meðferðir. Megi þar til dæmis nefna jóga, slökun og íþróttir. „Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum,“ segir á vef Landspítalans. Rétt er að taka fram að fréttastofa óskaði í dag eftir viðtali við fulltrúa Landspítalans vegna málsins en spítalinn gat ekki orðið við þeirri beiðni. Heilbrigðismál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Landspítali áréttar í frétt á heimasíðu sinni að ekki séu stundaðar óhefðbundnar lækningar á spítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum sé hins vegar boðið upp á fjölbreytta viðbótarmeðferð, sem skaðlausa en nytsama aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Áréttingin kemur í kjölfar fréttar RÚV frá því á laugardag þar sem sagt var frá því að sálfræðingar lýstu yfir áhyggjum af óhefðbundnum lækningum á Landspítala. Var þar vísað í yfirlýsingu sem 50 sálfræðingar sendu nýlega til Sálfræðingafélags Íslands þar sem dagskrá málþings um samþætta heilbrigðisþjónustu er gangrýnd en þar var meðal annars fjallað um jóga, nálastungur og aðrar óhefðbundnar meðferðir. Kemur fram í frétt RÚV að sálfræðingarnir hafi farið fram á það við Sálfræðingafélagið að það gagnrýndi að slíkum nálgunum og aðferðum væri gert hátt undir höfði af starfsfólki í heilbrigðiskerfinu sem sinnir fólki sem á við geðræn vandamál að stríða. Í frétt á vef Landspítalans segir að nær allir spítalar á heimsvísu geri það sama og Landspítalinn, það er bjóði upp á aukameðferðir til hliðar við gagnreyndar meðferðir. Megi þar til dæmis nefna jóga, slökun og íþróttir. „Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum,“ segir á vef Landspítalans. Rétt er að taka fram að fréttastofa óskaði í dag eftir viðtali við fulltrúa Landspítalans vegna málsins en spítalinn gat ekki orðið við þeirri beiðni.
Heilbrigðismál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira