Ríkissaksóknari tætir teflonið utan af Zuma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. mars 2018 08:30 Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm í umfangsmiklu spillingarmáli. Nordicphotos/AFP Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagðist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann uppnefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í málinu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda áratugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr embætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sextán liðum. Þar af tengist einn fjárdrætti, tveir spillingu, einn peningaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi stjórnmálaafls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dómskerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, verður dreginn fyrir dóm en hann er ákærður fyrir spillingu, fjárdrátt, fjársvik og peningaþvætti. Frá þessu greindi Shaun Abrahams ríkissaksóknari í gær en ákæran gegn Zuma er í sextán liðum. Sagðist Abrahams trúa því að sigurlíkur saksóknara í málinu væru góðar. Hinn 75 ára gamli Zuma neyddist til að segja af sér í febrúar vegna umfangsmikilla spillingarmála og þrýstings samflokksmanna. Ljóst var að bæði stjórn og stjórnarandstaða ætluðu að styðja vantraust á hendur honum en Zuma varð fyrri til og sagði af sér sjálfur. Þetta er langt frá því að vera eina spillingarmálið sem Zuma hefur verið sakaður um aðild að. Áður en hann sagði af sér var hann uppnefndur „teflonforsetinn“ vegna þess að hann stóð öll hneykslismál af sér. Nú, þegar Zuma er ekki lengur forseti, er óljóst hvort honum takist jafn vel að verja sig þar sem hann fær ekki lengur stuðning frá hinu opinbera. Zuma hefur hins vegar alla tíð varið sjálfan sig með kjafti og klóm. Ljóst er að von er á langdregnum réttarhöldum. Zuma hefur nú þegar farið fram á að ákæran verði felld niður enda hefur hann alltaf neitað sök í málinu, sem tengist um 250 milljarða króna vopnakaupasamningi sem ríkið gerði meðal annars við franskt fyrirtæki seint á tíunda áratugnum. Samningurinn var gerður áður en Zuma varð forseti en hann er talinn hafa þegið mútur frá franska vopnaframleiðandanum. Fjármálaráðgjafi Zuma á þeim tíma sem samningurinn var gerður var sakfelldur fyrir milligöngu um mútugreiðslurnar árið 2005 og var Zuma á þeim tíma rekinn úr embætti varaforseta. Ákæran sem Zuma þarf nú að verjast er eins og áður segir í sextán liðum. Þar af tengist einn fjárdrætti, tveir spillingu, einn peningaþvætti og heilir tólf fjársvikum. Aðalritari Afríska þjóðarráðsins (ANC), ráðandi stjórnmálaafls Suður-Afríku og fyrrverandi félagi Zuma, sagði flokkinn í gær hafa fulla trú á suðurafrísku dómskerfi. Þjóðarráðið virti sjálfstæði dómstóla og væri á þeirri skoðun að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Afríka Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira