Ættleidd börn verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2018 20:00 Ættleidd börn fá frekar aðskilnaðarkvíða en önnur börn og verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu, en einnig á fullorðinsárum þegar þau fara út að skemmta sér. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn um líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. Íslensk ættleiðing fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og hélt af því tilefni málþing í dag. Þar kynnti Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, rannsókn sína á líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga en hún er sjálf ættleidd frá Indlandi. 120 ættleiddir einstaklinga á aldrinum átján til 45 ára tóku þátt í rannsókninni og voru þættir eins og tengslamyndun, aðskilnaðarkvíði, lífsánægja, þunglyndi og kvíði skoðaðir. „Og þau eru að koma út hærri en aðrir á aðskilnaðarkvíða og varðandi óörugga tengslamyndun - svona kvíðatengsl sem þau mynda við þá sem þau eiga í nánum samböndum við.“ Einnig kom í ljós að margir ættleiddir hafi orðið fyrir einelti og aðkasti í æsku og þá reynslu hefur Hildur sjálf. „Það var mjög mikið einelti þegar ég var í grunnskóla. Fólk leyfir sér að segja ýmislegt og kalla að manni ýmislegt sem maður myndi ekki segja við annað fólk. Eiginlega allir sem töluðu um að hafa orðið fyrir aðkasti á djamminu, þegar fólk var komið í glas leyfði fólk sér að segja ótrúlega hluti.“ Rannsókn Hildar er ekki lokið og verða alls kyns áhrifaþættir skoðaðir nánar. Hildur segir þó greinilegt að það vanti meiri fræðslu um ættleidd börn í leik- og grunnskólum. Tengdar fréttir Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00 Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995 Árið 2016 voru 32 einstaklingar ættleiddir hér á landi. Talan hefur ekki verið jafn lág síðan árið 1995. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. 27. nóvember 2017 09:53 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Ættleidd börn fá frekar aðskilnaðarkvíða en önnur börn og verða frekar fyrir aðkasti í skólakerfinu, en einnig á fullorðinsárum þegar þau fara út að skemmta sér. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn um líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga. Efla þarf fræðslu í samfélaginu, segir rannsakandinn, sem sjálf er ættleidd frá Indlandi. Íslensk ættleiðing fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og hélt af því tilefni málþing í dag. Þar kynnti Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, rannsókn sína á líðan fullorðinna ættleiddra Íslendinga en hún er sjálf ættleidd frá Indlandi. 120 ættleiddir einstaklinga á aldrinum átján til 45 ára tóku þátt í rannsókninni og voru þættir eins og tengslamyndun, aðskilnaðarkvíði, lífsánægja, þunglyndi og kvíði skoðaðir. „Og þau eru að koma út hærri en aðrir á aðskilnaðarkvíða og varðandi óörugga tengslamyndun - svona kvíðatengsl sem þau mynda við þá sem þau eiga í nánum samböndum við.“ Einnig kom í ljós að margir ættleiddir hafi orðið fyrir einelti og aðkasti í æsku og þá reynslu hefur Hildur sjálf. „Það var mjög mikið einelti þegar ég var í grunnskóla. Fólk leyfir sér að segja ýmislegt og kalla að manni ýmislegt sem maður myndi ekki segja við annað fólk. Eiginlega allir sem töluðu um að hafa orðið fyrir aðkasti á djamminu, þegar fólk var komið í glas leyfði fólk sér að segja ótrúlega hluti.“ Rannsókn Hildar er ekki lokið og verða alls kyns áhrifaþættir skoðaðir nánar. Hildur segir þó greinilegt að það vanti meiri fræðslu um ættleidd börn í leik- og grunnskólum.
Tengdar fréttir Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00 Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995 Árið 2016 voru 32 einstaklingar ættleiddir hér á landi. Talan hefur ekki verið jafn lág síðan árið 1995. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. 27. nóvember 2017 09:53 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Ættleiðingum fer fækkandi Ættleiðingar hér á landi voru 32 talsins í fyrra og hafa ekki verið jafn fáar frá árinu 1995. 28. nóvember 2017 07:00
Ættleiðingar ekki verið færri hér á landi síðan 1995 Árið 2016 voru 32 einstaklingar ættleiddir hér á landi. Talan hefur ekki verið jafn lág síðan árið 1995. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. 27. nóvember 2017 09:53
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði