Kínverskur ekkill fær ekki bætur eftir lát konu sinnar í Silfru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. mars 2018 08:00 Orsök slyssins er talin sú að konan hafi fjarlægt lungað úr munni sér og fengið við það sjokk. Vísir/Vilhelm Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna andláts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kínversku hjónin voru á leið í köfunina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lögregluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögumaðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri.Sjá einnig: Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bótaréttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggisatriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köfunarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að viðbrögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnaðurinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að ranglega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðartryggingunni ekki uppfyllt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Kínverskur ferðamaður á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækis vegna andláts eiginkonu sinnar hér á landi. Kona hans lést í janúarlok 2016 eftir köfunarslys í Silfru. Ekki þótti sannað að leiðsögumaður hjónanna hefði borið sig rangt að. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNVá). Atvik málsins voru þau að kínversku hjónin voru á leið í köfunina ásamt bandarískum hjónum og leiðsögumanni. Eftir að þau höfðu farið af stað synti leiðsögumaðurinn á eftir hópnum og tók þá skyndilega eftir því að konuna vantaði. Í sömu mund sá hann miklar loftbólur hinum megin við hrygg í gjánni sem verið var að kafa í og lá konan þar á syllu á um fimm metra dýpi. „[Leiðsögumaðurinn] hafi þá farið til hennar, þá hafi hann séð að hún var með lungað á búningnum uppi í munninum og ofandaði. Leiðsögumaðurinn segir að þegar hann hafi ætlað að ná sambandi við konuna hafi hún brotist um og slegið út úr sér lunganu,“ segir í lögregluskýrslu málsins. Á þeim tímapunkti var konan með meðvitund og reyndi leiðsögumaðurinn að koma lunganu upp í hana á nýjan leik. Konan streittist á móti með þeim afleiðingum að hún féll af syllunni og um 30 metra til botns í gjánni. Með aðstoð bandaríska mannsins náðist að koma konunni á land á ný en þaðan var hún flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Þar lést hún tveimur dögum síðar. Konan var á þrítugsaldri.Sjá einnig: Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Eiginmaður hennar krafðist bóta úr ábyrgðartryggingu ferðaþjónustufyrirtækisins. Taldi hann að leiðsögumaðurinn hefði brotið gegn sérfræðiábyrgðarreglu bótaréttarins sem og ákvæðum laga og reglugerða um köfun. Of mikið blý hafi verið notað til þyngingar konu hans, viðbrögð leiðsögumannsins við aðstæðum hafi verið röng og að slysið megi rekja til gáleysis hans. Þá hafi búnaðurinn sem notaður var ekki uppfyllt lagaskilyrði. Kínverski maðurinn bar svo við að ekki hefði verið farið yfir öryggisatriði köfunar áður en fólkið fór í vatnið. Sá framburður stangaðist á við frásögn leiðsögumannsins sem og bandarísku hjónanna. Sögðu þau að leiðsögumaðurinn hefði farið „rækilega yfir notkun alls köfunarbúnaðarins uppi á landi áður en farið var í köfunina og hann hafi sýnt notkun þurrbúningsins og farið yfir öryggisatriði“. Ekki þótti sýnt fram á að viðbrögð leiðsögumannsins og björgunaraðgerðir hans hafi verið rangar. Þá stóðst köfunarbúnaðurinn allar skoðanir tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. ÚNVá taldi ekkert fram komið sem benti til þess að ranglega hefði verið staðið að ferðinni og því skilyrði bóta úr ábyrgðartryggingunni ekki uppfyllt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00
Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14