Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2018 11:30 Hart hefur verið deilt um ágæti frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í því er lagt til að allt að sex ára fangelsi liggi við því að umskera drengi. Vísir/Getty Trúarhópar kristinna manna, gyðinga og múslima vara við umskurðarfrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi í sameiginlegri yfirlýsingu. Verði frumvarpið að lögum brjóti það gegn grunvallarréttindum trúfrelsis og sendi skilaboð um að gyðingar og múslimar séu ekki velkomnir á Íslandi. Í sameiginlegri yfirlýsingu samtaka kristinna manna, múslima og gyðinga sem Kirknaráð Evrópu (CEC) og Kaþólska biskuparáðið í Evrópu (CCEE) sendi frá sér í dag lýsa þau yfir áhyggjum af frumvarpinu sem myndi gera umskurð ungra drengja sem ekki er gerður af læknisfræðilegum ástæðum refsiverðan. Samtökin segja að umskurður sé hefð sem hafi verið stunduð í þúsundir ára í trúarsamfélögum af ýmsum toga. Athöfnin sé ekki valkvæð heldur sé hún kjarni trúariðkunarinnar. „Það er með þessari tilteknu trúarathöfn sem karlkyns börn eru boðin velkomin inn í trúarbrögð sín sem sér þeim fyrir tákni um sáttmála guðs við mannkynið. Fyrir þessi samfélög er hún grundvallartrúartjáning,“ segir í yfirlýsingunni. Gera samtökin lítið úr rökum um að umskurður sé óásættanlegt inngrip í líkama ósjálfráða barna. Aðgerðin sé lögleg og gerð á viðurkenndan hátt þannig að heilsu barnsins sé ekki stefnt í hættu. Ekki sé því hægt að réttlæta að skerða trúfrelsi fólks með hlutlægum hætti. Vara samtökin við því að þingmenn samþykki frumvarpið. Það myndi jafngilda því að banna tvö heimstrúarbrögð, gyðingdóm og múslimatrú, og fylgjendur þeirra. Ísland fengi þannig á sig blæ útlendingaandúðar sem sé sérstaklega varhugarvert í ljósi vaxandi gyðinga- og múslimaandúðar í heiminum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Trúarhópar kristinna manna, gyðinga og múslima vara við umskurðarfrumvarpi sem liggur fyrir Alþingi í sameiginlegri yfirlýsingu. Verði frumvarpið að lögum brjóti það gegn grunvallarréttindum trúfrelsis og sendi skilaboð um að gyðingar og múslimar séu ekki velkomnir á Íslandi. Í sameiginlegri yfirlýsingu samtaka kristinna manna, múslima og gyðinga sem Kirknaráð Evrópu (CEC) og Kaþólska biskuparáðið í Evrópu (CCEE) sendi frá sér í dag lýsa þau yfir áhyggjum af frumvarpinu sem myndi gera umskurð ungra drengja sem ekki er gerður af læknisfræðilegum ástæðum refsiverðan. Samtökin segja að umskurður sé hefð sem hafi verið stunduð í þúsundir ára í trúarsamfélögum af ýmsum toga. Athöfnin sé ekki valkvæð heldur sé hún kjarni trúariðkunarinnar. „Það er með þessari tilteknu trúarathöfn sem karlkyns börn eru boðin velkomin inn í trúarbrögð sín sem sér þeim fyrir tákni um sáttmála guðs við mannkynið. Fyrir þessi samfélög er hún grundvallartrúartjáning,“ segir í yfirlýsingunni. Gera samtökin lítið úr rökum um að umskurður sé óásættanlegt inngrip í líkama ósjálfráða barna. Aðgerðin sé lögleg og gerð á viðurkenndan hátt þannig að heilsu barnsins sé ekki stefnt í hættu. Ekki sé því hægt að réttlæta að skerða trúfrelsi fólks með hlutlægum hætti. Vara samtökin við því að þingmenn samþykki frumvarpið. Það myndi jafngilda því að banna tvö heimstrúarbrögð, gyðingdóm og múslimatrú, og fylgjendur þeirra. Ísland fengi þannig á sig blæ útlendingaandúðar sem sé sérstaklega varhugarvert í ljósi vaxandi gyðinga- og múslimaandúðar í heiminum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29