Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 09:57 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, boðar áður óséð átök verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. vísir/anton brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann boðar jafnframt átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sést áður. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, hefði hækkað í launum á liðnu ári um sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársreikningi N1 þar sem kemur fram að laun og hlunnindi Eggerts Þórs hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna eða um 5,9 milljónum króna á mánuði. Árið áður, 2016, voru árslaun hans og hlunnindi 58,4 milljónir króna, eða sem nemur 4,8 milljónum króna á mánuði. Launahækkun hans á milli ára er því í heildina 12,1 milljón króna eða rúm milljón á mánuði. Vilhjálmur segir að þetta sýni að sjálftaka og græðgi stjórnenda íslenskra fyrirtækja haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá lætur hann þess getið að lífeyrissjóðir launafólks eigi upp undir helming í N1. „[...] það það er líka rétt að geta þess að það þarf 22 afgreiðslumenn á launatöxtum sem gilda fyrir afgreiðslufólk á bensínstöðvum til að ná mánðarlaunum forstjórans. Ég vil tala tæpitungulast við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn! Að gefnu tilefni bið ég alla um að skammast ekki í afgreiðslufólkinu hjá N1 því þau geta alls ekkert gert að þessu og þeim er líka misboðið yfir þessari skefjalausu græðgi forstjórans og lykilstjórenda eins og öðrum í þessu þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Kjaramál Tengdar fréttir Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30 Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann boðar jafnframt átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sést áður. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, hefði hækkað í launum á liðnu ári um sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársreikningi N1 þar sem kemur fram að laun og hlunnindi Eggerts Þórs hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna eða um 5,9 milljónum króna á mánuði. Árið áður, 2016, voru árslaun hans og hlunnindi 58,4 milljónir króna, eða sem nemur 4,8 milljónum króna á mánuði. Launahækkun hans á milli ára er því í heildina 12,1 milljón króna eða rúm milljón á mánuði. Vilhjálmur segir að þetta sýni að sjálftaka og græðgi stjórnenda íslenskra fyrirtækja haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá lætur hann þess getið að lífeyrissjóðir launafólks eigi upp undir helming í N1. „[...] það það er líka rétt að geta þess að það þarf 22 afgreiðslumenn á launatöxtum sem gilda fyrir afgreiðslufólk á bensínstöðvum til að ná mánðarlaunum forstjórans. Ég vil tala tæpitungulast við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn! Að gefnu tilefni bið ég alla um að skammast ekki í afgreiðslufólkinu hjá N1 því þau geta alls ekkert gert að þessu og þeim er líka misboðið yfir þessari skefjalausu græðgi forstjórans og lykilstjórenda eins og öðrum í þessu þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30 Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30
Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45
Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00