Misskipting hefur afleiðingar Þorvaldur Gylfason skrifar 15. mars 2018 07:00 Eftir heimsstyrjöldina síðari 1939-1945 var endurreisn efnahagslífsins helzta viðfangsefni stjórnvalda í okkar heimshluta og einnig í Japan. Stofnun Evrópusambandsins, Marshall-aðstoð Bandaríkjanna við Evrópulönd, náið samstarf Japans og Bandaríkjanna og frívæðing millilandaviðskipta að loknu stríði miðuðu að þessu marki. Betri lífskjör almennings voru aðalkeppikeflið. Skipting auðs og tekna milli manna þótti skipta minna máli. Aukinn jöfnuður frá 1930 til 1980 Sumir litu svo á að skipting lífsgæðanna skipti ekki miklu svo lengi sem menn hefðu jöfn tækifæri eins og kveðið er á um í stjórnarskrám flestra lýðræðisríkja. Við þau skilyrði kemst réttlát eða a.m.k. viðunandi skipting auðs og tekna á af sjálfu sér, var sagt. Það kann að hafa ýtt undir þessa skoðun að skipting auðs og tekna var víða orðin miklu jafnari í stríðslok 1945 en hún hafði áður verið. Skoðum tölurnar. Í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan hafði hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna, þ.e. þess hundraðshluta (1%) heimilanna sem hæstar hafði tekjurnar að ógreiddum sköttum, minnkað úr 17% af heildartekjum eða þar um bil 1931-1940 niður fyrir 10% 1961-1980. Minna var vitað þá en nú um skiptingu auðs milli manna. En nú þykjast menn vita að hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í heildarauði í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar minnkaði úr 40%-50% árin 1931-1940 í 20%-30% árin 1961-1980. Með heildarauði heimilanna er átt við hreinan auð, þ.e. eignir að frádregnum skuldum. Tölur um skiptingu auðsins lágu þá reyndar ekki fyrir, þær eru nýkomnar fram. En menn þóttust samt greina aukinn jöfnuð í eignaskiptingu líkt og í tekjuskiptingu með því að líta í kringum sig. Í ljósi reynslunnar þótti mörgum því eðlilegt að leggja höfuðáherzlu á batnandi lífskjör frekar en aukinn jöfnuð, ekki þar fyrir að þessi tvö markmið þyrftu yfirleitt að stangast á. Aukinn ójöfnuður frá 1980 Síðan snerist þróunin við. Ekki er auðvelt að tímasetja viðsnúninginn enda gerðist hann ekki alveg samtímis alls staðar, en margt bendir þó til að hann hafi orðið í kringum 1980. Í Bandaríkjunum og Evrópu jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna úr 8% af heildartekjum 1980 upp í 12% í Evrópu síðustu ár og 20% í Bandaríkjunum (og Rússlandi!) sem er svipað hlutfall og hæst var fyrir stríð. Með líku lagi jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar úr 20% af heildarauði 1980 upp fyrir 40% (eins og í Rússlandi!) 2015. Af þessum umskiptum hefur leitt að aukin misskipting er orðin að einu helzta ágreiningsefni síðustu ára á vettvangi stjórnmálanna. Hún er nærtækasta skýringin á óvæntri ákvörðun Breta 2016 um að ganga úr ESB og kjöri Trumps Bandaríkjaforseta 2016. Margir kjósendur sem töldu sig hafa orðið út undan í efnahagslegu tilliti greiddu atkvæði gegn valdhöfum. Nýjar rannsóknir sýna að stuðningur við lýðræði í Norður-Ameríku og Evrópu er mun minni meðal ungs fólks sem fæddist 1980-1990 en meðal eldra fólks sem fæddist 1930-1940. Margar hliðar misskiptingar Misskipting snýst ekki bara um tekjur og eignir heldur einnig um líf og heilsu. Nýjar rannsóknir sýna að ríkasti hundraðshluti bandarískra karlmanna, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á mestar eignir, lifir nú að jafnaði næstum 15 árum lengur en fátækasti hundraðshlutinn, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á minnstar eignir. Munurinn á ævilíkum ríkra og fátækra kvenna þar vestra á sama kvarða er minni eða 10 ár frekar en tæp 15 ár. Bilið milli ríkra og fátækra breikkar hratt. Sömu þróunar verður vart sums staðar í Evrópu og einnig hér heima eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni, Ójöfnuður á Íslandi, sem er stútfull af fróðleik um efnið frá ýmsum hliðum. Þar kemur t.d. fram (bls. 224) að hlutfall meðaltekna ríkasta hundraðshluta heimilanna – efstu prósentunnar – af meðaltekjum þeirra 90% heimilanna sem hafa lægstar tekjur hækkaði úr sjö 1992-1995 í 30 árið 2007 og lækkaði síðan aftur í tíu 2015. Hlutfallið var því næstum helmingi hærra 2015 en 1992-1995. Í þessu ljósi þarf að skoða aukna ókyrrð í stjórnmálum víða um Evrópu að undanförnu líkt og í Bandaríkjunum og þá um leið einnig ókyrrðina á vinnumarkaði hér heima. Venjulegir launþegar eiga margir erfitt með að fella sig við breikkandi launabil milli forstjóra og óbreyttra starfsmanna. Miklar og stundum afturvirkar kauphækkanir sem Kjararáð hefur fært alþingismönnum og embættismönnum sem höfðu dregizt aftur úr öðrum ýta undir kaupkröfur almennra launþega sem una því ekki að dragast aftur úr hátekjuhópunum. Þá upphefst kapphlaup. Fari kjarasamningar úr böndum á þessu ári og næsta, þ.e. komi til verkfalla eða verði samið um kauphækkanir sem fyrirtækin telja sig þurfa að velta að einhverju leyti út í verðlagið svo sem margt bendir nú til, þá munum við þar hafa enn eina lifandi sönnun þess að misskipting hefur afleiðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Eftir heimsstyrjöldina síðari 1939-1945 var endurreisn efnahagslífsins helzta viðfangsefni stjórnvalda í okkar heimshluta og einnig í Japan. Stofnun Evrópusambandsins, Marshall-aðstoð Bandaríkjanna við Evrópulönd, náið samstarf Japans og Bandaríkjanna og frívæðing millilandaviðskipta að loknu stríði miðuðu að þessu marki. Betri lífskjör almennings voru aðalkeppikeflið. Skipting auðs og tekna milli manna þótti skipta minna máli. Aukinn jöfnuður frá 1930 til 1980 Sumir litu svo á að skipting lífsgæðanna skipti ekki miklu svo lengi sem menn hefðu jöfn tækifæri eins og kveðið er á um í stjórnarskrám flestra lýðræðisríkja. Við þau skilyrði kemst réttlát eða a.m.k. viðunandi skipting auðs og tekna á af sjálfu sér, var sagt. Það kann að hafa ýtt undir þessa skoðun að skipting auðs og tekna var víða orðin miklu jafnari í stríðslok 1945 en hún hafði áður verið. Skoðum tölurnar. Í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan hafði hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna, þ.e. þess hundraðshluta (1%) heimilanna sem hæstar hafði tekjurnar að ógreiddum sköttum, minnkað úr 17% af heildartekjum eða þar um bil 1931-1940 niður fyrir 10% 1961-1980. Minna var vitað þá en nú um skiptingu auðs milli manna. En nú þykjast menn vita að hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í heildarauði í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar minnkaði úr 40%-50% árin 1931-1940 í 20%-30% árin 1961-1980. Með heildarauði heimilanna er átt við hreinan auð, þ.e. eignir að frádregnum skuldum. Tölur um skiptingu auðsins lágu þá reyndar ekki fyrir, þær eru nýkomnar fram. En menn þóttust samt greina aukinn jöfnuð í eignaskiptingu líkt og í tekjuskiptingu með því að líta í kringum sig. Í ljósi reynslunnar þótti mörgum því eðlilegt að leggja höfuðáherzlu á batnandi lífskjör frekar en aukinn jöfnuð, ekki þar fyrir að þessi tvö markmið þyrftu yfirleitt að stangast á. Aukinn ójöfnuður frá 1980 Síðan snerist þróunin við. Ekki er auðvelt að tímasetja viðsnúninginn enda gerðist hann ekki alveg samtímis alls staðar, en margt bendir þó til að hann hafi orðið í kringum 1980. Í Bandaríkjunum og Evrópu jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna úr 8% af heildartekjum 1980 upp í 12% í Evrópu síðustu ár og 20% í Bandaríkjunum (og Rússlandi!) sem er svipað hlutfall og hæst var fyrir stríð. Með líku lagi jókst hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi og víðar úr 20% af heildarauði 1980 upp fyrir 40% (eins og í Rússlandi!) 2015. Af þessum umskiptum hefur leitt að aukin misskipting er orðin að einu helzta ágreiningsefni síðustu ára á vettvangi stjórnmálanna. Hún er nærtækasta skýringin á óvæntri ákvörðun Breta 2016 um að ganga úr ESB og kjöri Trumps Bandaríkjaforseta 2016. Margir kjósendur sem töldu sig hafa orðið út undan í efnahagslegu tilliti greiddu atkvæði gegn valdhöfum. Nýjar rannsóknir sýna að stuðningur við lýðræði í Norður-Ameríku og Evrópu er mun minni meðal ungs fólks sem fæddist 1980-1990 en meðal eldra fólks sem fæddist 1930-1940. Margar hliðar misskiptingar Misskipting snýst ekki bara um tekjur og eignir heldur einnig um líf og heilsu. Nýjar rannsóknir sýna að ríkasti hundraðshluti bandarískra karlmanna, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á mestar eignir, lifir nú að jafnaði næstum 15 árum lengur en fátækasti hundraðshlutinn, þ.e. sá hundraðshluti (1%) sem á minnstar eignir. Munurinn á ævilíkum ríkra og fátækra kvenna þar vestra á sama kvarða er minni eða 10 ár frekar en tæp 15 ár. Bilið milli ríkra og fátækra breikkar hratt. Sömu þróunar verður vart sums staðar í Evrópu og einnig hér heima eins og Stefán Ólafsson prófessor og Arnaldur Sölvi Kristjánsson lýsa í bók sinni, Ójöfnuður á Íslandi, sem er stútfull af fróðleik um efnið frá ýmsum hliðum. Þar kemur t.d. fram (bls. 224) að hlutfall meðaltekna ríkasta hundraðshluta heimilanna – efstu prósentunnar – af meðaltekjum þeirra 90% heimilanna sem hafa lægstar tekjur hækkaði úr sjö 1992-1995 í 30 árið 2007 og lækkaði síðan aftur í tíu 2015. Hlutfallið var því næstum helmingi hærra 2015 en 1992-1995. Í þessu ljósi þarf að skoða aukna ókyrrð í stjórnmálum víða um Evrópu að undanförnu líkt og í Bandaríkjunum og þá um leið einnig ókyrrðina á vinnumarkaði hér heima. Venjulegir launþegar eiga margir erfitt með að fella sig við breikkandi launabil milli forstjóra og óbreyttra starfsmanna. Miklar og stundum afturvirkar kauphækkanir sem Kjararáð hefur fært alþingismönnum og embættismönnum sem höfðu dregizt aftur úr öðrum ýta undir kaupkröfur almennra launþega sem una því ekki að dragast aftur úr hátekjuhópunum. Þá upphefst kapphlaup. Fari kjarasamningar úr böndum á þessu ári og næsta, þ.e. komi til verkfalla eða verði samið um kauphækkanir sem fyrirtækin telja sig þurfa að velta að einhverju leyti út í verðlagið svo sem margt bendir nú til, þá munum við þar hafa enn eina lifandi sönnun þess að misskipting hefur afleiðingar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun