Segir Íslendinga geta látið að sér kveða í geimnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2018 22:00 Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, í HR í dag. Vísir/Rakel Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, segist binda vonir við að Ísland láti að sér kveða í geimnum. Þá vonast hann til þess að brátt verði stofnað fyrirtæki á Íslandi sem hefur umsjón með gervihnöttum. Þetta kom fram í svörum Bjarna við spurningum áhorfenda sem viðstaddir voru fyrirlestur hans í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.Vill stofna gervihnattafyrirtækiÍ fyrirlestri dagsins sagði Bjarni að áhugi sinn á flugi hefði kviknað hér á Íslandi þar sem hann bjó fyrstu árin. Þá sagði Bjarni frá ævistarfi sínu, flugi og geimferðum, og ræddi auk þess möguleika Íslands á sviði geimkönnunar og annars er fellur undir málaflokkinn. Aðspurður sagði Bjarni að Íslendingar hefðu alla burði til láta að sér kveða úti í geimi. Hann væri sjálfur byrjaður að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna gervihnattafyrirtæki hér á landi. „Ég var hérna fyrir tveimur árum síðan með manni sem vinnur hjá fyrirtækinu ManSat,“ sagði Bjarni í svari við spurningu um geimmál á Íslandi. ManSat, sem staðsett er á bresku eyjunni Mön, sérhæfir sig í skráningu gervihnatta og veitir öðrum löndum ráðgjöf í þeim efnum. „Við bárum fram tillögu um að koma af stað sambærilegri starfsemi á Íslandi. Það hefur tekið einhver ár að koma reglugerðunum í lag en við búumst við því að stofna fyrirtæki hér á landi innan skamms og stýra þar með gervihnöttum frá Íslandi.“Ísland ætti að geta gert meiraÞá nefndi Bjarni að hugsanlegt samstarf Íslands og Evrópsku geimstofnunarinnar, sem Ísland hyggst sækja um aðild að, gæti hleypt miklu lífi í geimkönnun Íslendinga. „Ísland ætti að geta gert meira. Fólkið, menntunin, tæknifyrirtækin, þetta er allt hérna,“ sagði Bjarni. Þannig gæti annar íslenski geimfarinn brátt litið dagsins ljós og grínaðist Bjarni með það að sjálfur yrði hann þá lækkaður í tign, nefnilega að hann færi úr því að vera „eini“ íslenski geimfarinn og niður í það að vera „sá fyrsti“.Fyrirlestur Bjarna má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Þá byrjar Bjarni að taka við spurningum frá áheyrendum á mínútú 42:13. Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00 Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, segist binda vonir við að Ísland láti að sér kveða í geimnum. Þá vonast hann til þess að brátt verði stofnað fyrirtæki á Íslandi sem hefur umsjón með gervihnöttum. Þetta kom fram í svörum Bjarna við spurningum áhorfenda sem viðstaddir voru fyrirlestur hans í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag. Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.Vill stofna gervihnattafyrirtækiÍ fyrirlestri dagsins sagði Bjarni að áhugi sinn á flugi hefði kviknað hér á Íslandi þar sem hann bjó fyrstu árin. Þá sagði Bjarni frá ævistarfi sínu, flugi og geimferðum, og ræddi auk þess möguleika Íslands á sviði geimkönnunar og annars er fellur undir málaflokkinn. Aðspurður sagði Bjarni að Íslendingar hefðu alla burði til láta að sér kveða úti í geimi. Hann væri sjálfur byrjaður að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að stofna gervihnattafyrirtæki hér á landi. „Ég var hérna fyrir tveimur árum síðan með manni sem vinnur hjá fyrirtækinu ManSat,“ sagði Bjarni í svari við spurningu um geimmál á Íslandi. ManSat, sem staðsett er á bresku eyjunni Mön, sérhæfir sig í skráningu gervihnatta og veitir öðrum löndum ráðgjöf í þeim efnum. „Við bárum fram tillögu um að koma af stað sambærilegri starfsemi á Íslandi. Það hefur tekið einhver ár að koma reglugerðunum í lag en við búumst við því að stofna fyrirtæki hér á landi innan skamms og stýra þar með gervihnöttum frá Íslandi.“Ísland ætti að geta gert meiraÞá nefndi Bjarni að hugsanlegt samstarf Íslands og Evrópsku geimstofnunarinnar, sem Ísland hyggst sækja um aðild að, gæti hleypt miklu lífi í geimkönnun Íslendinga. „Ísland ætti að geta gert meira. Fólkið, menntunin, tæknifyrirtækin, þetta er allt hérna,“ sagði Bjarni. Þannig gæti annar íslenski geimfarinn brátt litið dagsins ljós og grínaðist Bjarni með það að sjálfur yrði hann þá lækkaður í tign, nefnilega að hann færi úr því að vera „eini“ íslenski geimfarinn og niður í það að vera „sá fyrsti“.Fyrirlestur Bjarna má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan. Þá byrjar Bjarni að taka við spurningum frá áheyrendum á mínútú 42:13.
Vísindi Tengdar fréttir Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35 Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00 Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Íslendingar funduðu með framkvæmdastjóra Evrópsku geimstofnunarinnar Framkvæmdastjóri ESA kynnti stofnunina og skuldbindingar sem gætu fylgt aðild fyrir fulltrúum utanríkisráðuneytisins í sumar. 29. september 2017 08:35
Ísland góður félagi fyrir Evrópsku geimstofnunina Forstjóri ESA vill auka samskipti og samstarf við Íslendinga. Utanríkisráðuneytið vinnur að skoðun umsóknar um aðild að stofnuninni. 8. nóvember 2017 09:00
Bein útsending: Bjarni geimfari segir frá ævintýri lífs síns Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, heldur fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur klukkan 12 að hádegi. Fyrirlesturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. 14. mars 2018 11:30