Bjarni fæddist á Íslandi 1945 en fluttist árið 1953 til Kanada, þar sem hann hefur búið síðan. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarnar vikur og unnið með ISAVIA að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli.
Í fyrirlestri sínum mun Bjarni spjalla um ævintýri lífs síns: geimflug, flugvélaprófanir og rannsóknir og þróun á sviði verkfræði.
Árið 1997 flaug hann í 10 daga með bandarísku geimskutlunni og árin 1998-2000 lauk hann þjálfun hjá NASA og alþjóðlegu geimstöðinni. Hann hefur þróað hugbúnað sem notaður hefur verið í rússnesku MIR geimstöðinni, bandarísku geimskutlunni og alþjóðlegum geimstöðinni.
Beinni útsendingu er lokið en upptöku frá fyrirlestrinum má sjá hér að neðan.