Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Grétar Þór Sigurðsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Fréttablaðið/Pjetur Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hafi hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni segir að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, til dæmis að veita ríkari heimildir til skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við. „Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og menntamálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar. „Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hafi hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni segir að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, til dæmis að veita ríkari heimildir til skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við. „Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og menntamálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar. „Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira