Innlent

Litríkur ferill Sverris Hermannssonar

Höskuldur Kári Schram skrifar
Sverrir Hermannsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, er látinn 88 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk á aðfaranótt mánudags. 

Sverrir fæddist á Svalbarði í Ögurvík árið 1930 en foreldrar hans voru Hermann Hermannsson útvegsbóndi og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir húsmóðir. Sverrir var með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri og viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands. 

Sverrir gegndi þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn í rúm tuttugu ár en hann settist fyrst á þing árið 1964. Hann var iðnaðarráðherra á árunum 1983 til 1985 í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og síðar menntamálaráðherra. 

Hann var bankastjóri Landsbankans í tíu ár en hætti árið 1998 í kjölfar deilna innan stjórnar bankans. Sama ár stofnaði hann Frjálslynda flokkinn og gegndi embætti formanns flokksins í fimm ár og var þingmaður flokksins á árunum 1999 til 2003.

Sverrir kvæntist Grétu Lind Kristjánsdóttur árið 1953 en hún lést árið 2009. Þau eignuðust fimm börn og eina fósturdóttur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×