Löng bið á yfirfullri bráðamóttöku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. mars 2018 12:46 Þegar staðan var hvað erfiðust voru 63 sjúklingar á bráðamóttökunni þar sem plássi eru fyrir 32 sjúklinga. vísir/pjetur Erfiðar aðstæður eru á bráðamóttöku Landspítalans vegna mikils álags. Þegar mest lét í febrúar var bið eftir læknisskoðun allt að sex klukkustundir og móttakan var yfirfull.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gerði grein fyrir erfiðum aðstæðum á Landspítala vegna mikils álags á bráðamóttöku spítalans á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn föstudag, að því er segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.Erfiðar aðstæður á Landspítala birtast einkum í því að mikill fjöldi sjúklinga leitar til sjúkrahússins á sama tíma og erfitt reynist að útskrifa þá sem lokið hafa meðferð.Um miðjan febrúar síðastliðinn var álagið sérstaklega mikið og var heilbrigðisráðherra upplýstur um alvarlega stöðu á bráðamóttöku. Þegar staðan var hvað erfiðust, aðfaranótt 13. febrúar, voru 63 sjúklingar á bráðamóttökunni þar sem rúmstæði eru fyrir 32 sjúklinga.Bið eftir læknisskoðun var allt að sex klukkustundir sem að mati sjúkrahússins er of langur tími til að ábyrgjast megi öryggi allra sjúklinga sem á móttökuna leita og skapi aukna hættu á alvarlegum atvikum.„Við þessar aðstæður hafa sjúklingar þurft að bíða í allt að fimm sólarhringa á bráðamóttöku eftir viðeigandi legurými á almennri deild,“ segir í tilkynningunni en vegna skorts á hjúkrunarfræðingum voru 35 rými lokuð á spítalanum og nýlega þurfti að loka tveimur gjörgæslurýmum af sömu ástæðum.Auk erfiðleika vegna skorts á hjúkrunarfræðingum hefur Landspítalinn bent á aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna en á síðasta ári voru sautján prósent legudaga á gjörgæslu vegna ferðamanna. Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Erfiðar aðstæður eru á bráðamóttöku Landspítalans vegna mikils álags. Þegar mest lét í febrúar var bið eftir læknisskoðun allt að sex klukkustundir og móttakan var yfirfull.Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gerði grein fyrir erfiðum aðstæðum á Landspítala vegna mikils álags á bráðamóttöku spítalans á fundi ríkisstjórnar síðastliðinn föstudag, að því er segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.Erfiðar aðstæður á Landspítala birtast einkum í því að mikill fjöldi sjúklinga leitar til sjúkrahússins á sama tíma og erfitt reynist að útskrifa þá sem lokið hafa meðferð.Um miðjan febrúar síðastliðinn var álagið sérstaklega mikið og var heilbrigðisráðherra upplýstur um alvarlega stöðu á bráðamóttöku. Þegar staðan var hvað erfiðust, aðfaranótt 13. febrúar, voru 63 sjúklingar á bráðamóttökunni þar sem rúmstæði eru fyrir 32 sjúklinga.Bið eftir læknisskoðun var allt að sex klukkustundir sem að mati sjúkrahússins er of langur tími til að ábyrgjast megi öryggi allra sjúklinga sem á móttökuna leita og skapi aukna hættu á alvarlegum atvikum.„Við þessar aðstæður hafa sjúklingar þurft að bíða í allt að fimm sólarhringa á bráðamóttöku eftir viðeigandi legurými á almennri deild,“ segir í tilkynningunni en vegna skorts á hjúkrunarfræðingum voru 35 rými lokuð á spítalanum og nýlega þurfti að loka tveimur gjörgæslurýmum af sömu ástæðum.Auk erfiðleika vegna skorts á hjúkrunarfræðingum hefur Landspítalinn bent á aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna en á síðasta ári voru sautján prósent legudaga á gjörgæslu vegna ferðamanna.
Heilbrigðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira