Menntamálastofnun veiti aðgang að samræmdu prófi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. mars 2018 07:00 Páll Hilmarsson kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Vísir/Vilhelm „Eitt af helstu markmiðum samræmdra prófa er að aðstoða skóla, foreldra, menntakerfið og samfélagið í heild við að bæta skólastarf og ef við höfum ekki aðgang að mælitækjunum þá fellur það markmið náttúrulega um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson sem kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Í reglugerð, um framkvæmd samræmdra prófa, sem sett var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er tiltekið að Menntamálastofnun sé heimilt að útbúa svokallaðan prófabanka og í þeim tilgangi er prófi skipt í tvennt, annars vegar eru spurningar og hins vegar svör. Stofnuninni er samkvæmt reglugerðinni, ekki skylt að veita aðgang að spurningunum heldur einungis svörunum. „Mér finnst ekki boðlegt að það sé hægt að leggja próf fyrir börn og bjóða síðan bæði mér og skólanum að segja: Þessu tiltekna barni gekk svona og svona. Við spurningu nr. 4 gaf barnið svarið sex og við spurningu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en þú færð ekki að sjá spurninguna.“ Úrskurðarnefndin tók mál Páls fyrir og óskaði upplýsinga frá Menntamálastofnun sem vísaði til annarrar synjunar á samskonar beiðni, sem væri einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þá var í svari stofnunarinnar vísað til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltekur meðal annars próf sem heimilt er að undanskilja frá rétti borgaranna til upplýsinga. Páll telur reglugerð ráðherra og svör Menntamálastofnunar stangast á við upplýsingalög enda beri að túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig að próf geti aðeins verið undanþegin þessum rétti borgaranna þangað til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi að veita aðgang að þeim. Páll bendir einnig á 27. gr. grunnskólalaga sem tiltekur að nemendur og foreldrar eigi rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og mælitæki við mat á árangri og framförum nemenda. Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar um aðgang að eldri prófum var ekki fallist á þau rök Háskóla Íslands að þar sem prófin breyttust mjög lítillega milli ára myndi aðgangur að eldri prófum hafa það í för með sér að prófin yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki árangri sínum þar sem þau væru á almannavitorði. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að umrædd próf, geti ekki talist fyrirhuguð í skilningi laganna og aukin vinna við gerð nýrra prófa geti ekki vikið frá meginreglu um aðgang borgara að upplýsingum. Háskólanum var því gert að veita aðgang að umbeðnum prófum. Páll hefur beðið niðurstöðu nefndarinnar frá því í nóvember. Hann vísar til fyrri úrskurða nefndarinnar og er bjartsýnn á að nefndin úrskurði sér í vil. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Eitt af helstu markmiðum samræmdra prófa er að aðstoða skóla, foreldra, menntakerfið og samfélagið í heild við að bæta skólastarf og ef við höfum ekki aðgang að mælitækjunum þá fellur það markmið náttúrulega um sjálft sig,“ segir Páll Hilmarsson sem kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að Menntamálastofnun hafnaði beiðni hans um aðgang að samræmdu prófi sem lagt var fyrir son hans í fjórða bekk. Í reglugerð, um framkvæmd samræmdra prófa, sem sett var í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar, er tiltekið að Menntamálastofnun sé heimilt að útbúa svokallaðan prófabanka og í þeim tilgangi er prófi skipt í tvennt, annars vegar eru spurningar og hins vegar svör. Stofnuninni er samkvæmt reglugerðinni, ekki skylt að veita aðgang að spurningunum heldur einungis svörunum. „Mér finnst ekki boðlegt að það sé hægt að leggja próf fyrir börn og bjóða síðan bæði mér og skólanum að segja: Þessu tiltekna barni gekk svona og svona. Við spurningu nr. 4 gaf barnið svarið sex og við spurningu nr. 7 gaf barnið svarið átta, en þú færð ekki að sjá spurninguna.“ Úrskurðarnefndin tók mál Páls fyrir og óskaði upplýsinga frá Menntamálastofnun sem vísaði til annarrar synjunar á samskonar beiðni, sem væri einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni. Þá var í svari stofnunarinnar vísað til 10. gr. upplýsingalaga sem tiltekur meðal annars próf sem heimilt er að undanskilja frá rétti borgaranna til upplýsinga. Páll telur reglugerð ráðherra og svör Menntamálastofnunar stangast á við upplýsingalög enda beri að túlka ákvæði 10. gr. laganna þannig að próf geti aðeins verið undanþegin þessum rétti borgaranna þangað til þau eru lögð fyrir. Eftir það eigi að veita aðgang að þeim. Páll bendir einnig á 27. gr. grunnskólalaga sem tiltekur að nemendur og foreldrar eigi rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og mælitæki við mat á árangri og framförum nemenda. Í nýlegum úrskurði úrskurðarnefndarinnar um aðgang að eldri prófum var ekki fallist á þau rök Háskóla Íslands að þar sem prófin breyttust mjög lítillega milli ára myndi aðgangur að eldri prófum hafa það í för með sér að prófin yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki árangri sínum þar sem þau væru á almannavitorði. Í niðurstöðu nefndarinnar segir hins vegar að umrædd próf, geti ekki talist fyrirhuguð í skilningi laganna og aukin vinna við gerð nýrra prófa geti ekki vikið frá meginreglu um aðgang borgara að upplýsingum. Háskólanum var því gert að veita aðgang að umbeðnum prófum. Páll hefur beðið niðurstöðu nefndarinnar frá því í nóvember. Hann vísar til fyrri úrskurða nefndarinnar og er bjartsýnn á að nefndin úrskurði sér í vil.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?