Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. mars 2018 21:15 Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. Vísir/Getty Danskur prófessor segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra en þeirra sjálfra, þegar þeir geti tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Hann segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. Ty Erickson, bandarískur kvensjúkdómalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að umskurður drengja væri ekki eins sársaukafullur eins og af er látið og að slík aðgerð væri góð af heilsufarsástæðum til frambúðar. „Það er tíföld lækkun reðurkrabbameinstilfella og það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga og það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu. Árið 2012 lagði barnalæknafélagið í Bandaríkjunum það til að umskurður drengja yrði greiddur af honum opinbera og yrði þar með hluti af heilbrigðiskerfinu. Því mótmæltu fjörutíu læknar í Vestur-Evrópu, með dr. Morten Frisch, danskan prófessor í faraldsfræðum kynsjúkdóma, í fararbroddi, í fræðigrein þar sem fullyrðingar læknasamfélagsins í Bandaríkjunum voru meðal annars hraktar og segir Morten ákvörðun um umskurð ungra drengja meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega.Byggðar á getgátum „Læknisfræðileg rök fyrir því að umskera heilbrigt barn eru afar illa rökstudd í læknisfræðilegum ritum. Staðhæfingar þess efnis að umskurður barns dragi úr líkum á því að það fái hina ýmsu sjúkdóma í framtíðinni eru að mestu leyti byggðar á getgátum. Eina þekkta meinið sem vitað er að unnt sé að hindra að börn fái er þvagfærasýking í æsku. Allar aðrar fullyrðingar talsmanna umskurðar, svo sem minnkandi áhætta á HIV-smiti eða kynsjúkdómum og reðurkrabbamein síðar meir, eru allt sjúkdómar sem fólk fær á fullorðinsaldri,“ sagði Morten í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. „Fólk getur tekið ákvörðunina sjálft þegar það vex úr grasi ef það hefur trú á þessum rökum. Ekki skiptir máli hvort færa megi einhver heilsufarsleg rök fyrir umskurði. Færa má rök fyrir því að njóta megi kosta umskurðar með aðgerðum sem kalla á mun minna inngrip.“ Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Danskur prófessor segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra en þeirra sjálfra, þegar þeir geti tekið ákvörðun um slíka aðgerð. Hann segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. Ty Erickson, bandarískur kvensjúkdómalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um síðustu helgi að umskurður drengja væri ekki eins sársaukafullur eins og af er látið og að slík aðgerð væri góð af heilsufarsástæðum til frambúðar. „Það er tíföld lækkun reðurkrabbameinstilfella og það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga og það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu. Árið 2012 lagði barnalæknafélagið í Bandaríkjunum það til að umskurður drengja yrði greiddur af honum opinbera og yrði þar með hluti af heilbrigðiskerfinu. Því mótmæltu fjörutíu læknar í Vestur-Evrópu, með dr. Morten Frisch, danskan prófessor í faraldsfræðum kynsjúkdóma, í fararbroddi, í fræðigrein þar sem fullyrðingar læknasamfélagsins í Bandaríkjunum voru meðal annars hraktar og segir Morten ákvörðun um umskurð ungra drengja meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega.Byggðar á getgátum „Læknisfræðileg rök fyrir því að umskera heilbrigt barn eru afar illa rökstudd í læknisfræðilegum ritum. Staðhæfingar þess efnis að umskurður barns dragi úr líkum á því að það fái hina ýmsu sjúkdóma í framtíðinni eru að mestu leyti byggðar á getgátum. Eina þekkta meinið sem vitað er að unnt sé að hindra að börn fái er þvagfærasýking í æsku. Allar aðrar fullyrðingar talsmanna umskurðar, svo sem minnkandi áhætta á HIV-smiti eða kynsjúkdómum og reðurkrabbamein síðar meir, eru allt sjúkdómar sem fólk fær á fullorðinsaldri,“ sagði Morten í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Morten segir ekki viðeigandi að ákvörðun um umskurð sé tekin af öðrum en einstaklingnum sjálfum, þaðan af ungum börnum sem ekki geti tjáð sig. „Fólk getur tekið ákvörðunina sjálft þegar það vex úr grasi ef það hefur trú á þessum rökum. Ekki skiptir máli hvort færa megi einhver heilsufarsleg rök fyrir umskurði. Færa má rök fyrir því að njóta megi kosta umskurðar með aðgerðum sem kalla á mun minna inngrip.“
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Erlendur kvensjúkdómalæknir hvetur til upplýsandi umræðum um unskurð ungra drengja 4. mars 2018 19:30
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30