Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2018 14:27 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. Þó þurfi að skipta um forystu til þess að ná fram breytingum innan sambandsins. „Við þurfum svo sem enga hallarbyltingu þar inni, hún hefur í rauninin átt sér stað. Það eru fjögur félög, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Akraness, Efling og svo VR, sem að mynda 53 prósent af ASÍ þannig að hallarbyltingin hefur nú þegar átt sér stað,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar hittust í gær á fundi til að stilla saman strengi sína. Segir Ragnar Þór að stefnt sé að því að þessir fundir verði vikulegir. Ragnar segir að sigur hans í formannskjöri VR, sem og sigur Sólveigar Önnu í eflingu sýni að verkalýðshreyfingin sé að kalla á breytingar á ASÍ.Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm„Það er klárt mál að þetta kallar á ákveðnar breytingar þá innan ASÍ. Við erum að tala um þau málefni sem við höfum verið að ræða einna helst, verðtrygginguna, vextina, húsnæðismálin. Bara vaxtamálin hafa bara ekki komist á dagskrá vegna þess að það er bara til ein leið ASÍ að lægra vaxtarstigi og afnámi verðtryggingar,“ sagði Ragnar Þór. Undir stjórn Ragnars Þórs hefur VR hafið undirbúning að úrsögn úr ASÍ en sagði hann í Víglínunni að eftir sigur Sólveigar Önnu væri hann til að endurskoða þá afstöðu. Tækifæri væri að myndast til að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held reyndar að með þessum sigri Sólveigar sé að myndast færi hjá stéttarfélögunum að einmitt, þétta raðirnar og standa saman í kringum þessa niðurstöðu. Þetta er gullið tækifæri fyrir okkur í hreyfingunni að standa þétt saman um þessa niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Til þess væri þó þörf á breytingum og að forysta ASÍ þyrfti að víkja. Aðspurður hvort að verið væri að leggja drög að því að fella Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, úr stóli sagði Ragnar að slíkt hefði þó ekki verið rætt sérstaklega. „Það þarf að skipta út fólki í forystunni til þess að ná þessum nýja tón og breytingum fram sem að fólki er að kalla eftir,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni í dag. Kjaramál Tengdar fréttir Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. Þó þurfi að skipta um forystu til þess að ná fram breytingum innan sambandsins. „Við þurfum svo sem enga hallarbyltingu þar inni, hún hefur í rauninin átt sér stað. Það eru fjögur félög, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Akraness, Efling og svo VR, sem að mynda 53 prósent af ASÍ þannig að hallarbyltingin hefur nú þegar átt sér stað,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar hittust í gær á fundi til að stilla saman strengi sína. Segir Ragnar Þór að stefnt sé að því að þessir fundir verði vikulegir. Ragnar segir að sigur hans í formannskjöri VR, sem og sigur Sólveigar Önnu í eflingu sýni að verkalýðshreyfingin sé að kalla á breytingar á ASÍ.Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm„Það er klárt mál að þetta kallar á ákveðnar breytingar þá innan ASÍ. Við erum að tala um þau málefni sem við höfum verið að ræða einna helst, verðtrygginguna, vextina, húsnæðismálin. Bara vaxtamálin hafa bara ekki komist á dagskrá vegna þess að það er bara til ein leið ASÍ að lægra vaxtarstigi og afnámi verðtryggingar,“ sagði Ragnar Þór. Undir stjórn Ragnars Þórs hefur VR hafið undirbúning að úrsögn úr ASÍ en sagði hann í Víglínunni að eftir sigur Sólveigar Önnu væri hann til að endurskoða þá afstöðu. Tækifæri væri að myndast til að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held reyndar að með þessum sigri Sólveigar sé að myndast færi hjá stéttarfélögunum að einmitt, þétta raðirnar og standa saman í kringum þessa niðurstöðu. Þetta er gullið tækifæri fyrir okkur í hreyfingunni að standa þétt saman um þessa niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Til þess væri þó þörf á breytingum og að forysta ASÍ þyrfti að víkja. Aðspurður hvort að verið væri að leggja drög að því að fella Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, úr stóli sagði Ragnar að slíkt hefði þó ekki verið rætt sérstaklega. „Það þarf að skipta út fólki í forystunni til þess að ná þessum nýja tón og breytingum fram sem að fólki er að kalla eftir,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni í dag.
Kjaramál Tengdar fréttir Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Sjá meira
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00
VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30