Garðabær sér á báti með leigulaus afnot Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Garðabær sér Stjörnunni fyrir tveimur einbýlishúsum og einni íbúð, leigulaust. Vísir/Vilhelm „Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt húsnæði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþróttafélaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lágtekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskylduþjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurningunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista fólksins í bænum, um ráðstöfun fasteigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt húsnæði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþróttafélaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lágtekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskylduþjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurningunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista fólksins í bænum, um ráðstöfun fasteigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira