Engin ofurlaun í Bankasýslunni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. mars 2018 11:30 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins (t.h.) Vísir/Anton Brink Laun forstjóra Bankasýslunnar eru töluvert lægri en ritað var um á vefsíðu Hringbrautar á dögunum.Forstjóri Bankasýslu ríkisins fær rúmlega 1.100 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Meintum ofurlaunum Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, upp á rúmar 4,5 milljónir króna var slegið upp í skoðanapistli á vefsíðu Hringbrautar á dögunum og hlaut færslan nokkra dreifingu á samfélagsmiðlum auk þess sem hún var birt á vef Eyjunnar. Þar gerði pistlahöfundurinn Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, sem skrifar undir höfundarnafninu Náttfari, að umtalsefni grein Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Flokks fólksins, um stofnunina og þá skoðun hans að hana hefði átt að leggja niður í ágúst 2014. Róbert bætir við upplýsingum um rekstrarkostnað Bankasýslunnar og fullyrðir að laun forstjórans nemi 4,5 milljónum króna á mánuði og vísaði í tekjublað DV í fyrra því til staðfestingar. Hið rétta er að farið var mannavillt í blaðinu. Hinar áætluðu tekjur tilheyrðu alnafna forstjóra Bankasýslunnar, einum æðsta stjórnanda Actavis á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fær forstjóri Bankasýslunnar enn sömu laun og kjararáð ákvarðaði honum áður en hann færðist undan úrskurðarvaldi þess með lagabreytingum í júlí 2017. Stjórn Bankasýslunnar hefur ekki breytt launum forstjórans síðan. Laun forstjórans þykja því hófstillt í rúmum 1.100 þúsund krónum á mánuði enda þýðir það að hann fær talsvert minna greitt en flestir þingmenn. Þar á meðal Karl Gauti Hjaltason, sem fær rúmar 1.300 þúsund krónur á mánuði í þingfararkaup og fastar kostnaðargreiðslur. Kjaramál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Laun forstjóra Bankasýslunnar eru töluvert lægri en ritað var um á vefsíðu Hringbrautar á dögunum.Forstjóri Bankasýslu ríkisins fær rúmlega 1.100 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Meintum ofurlaunum Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, upp á rúmar 4,5 milljónir króna var slegið upp í skoðanapistli á vefsíðu Hringbrautar á dögunum og hlaut færslan nokkra dreifingu á samfélagsmiðlum auk þess sem hún var birt á vef Eyjunnar. Þar gerði pistlahöfundurinn Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, sem skrifar undir höfundarnafninu Náttfari, að umtalsefni grein Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Flokks fólksins, um stofnunina og þá skoðun hans að hana hefði átt að leggja niður í ágúst 2014. Róbert bætir við upplýsingum um rekstrarkostnað Bankasýslunnar og fullyrðir að laun forstjórans nemi 4,5 milljónum króna á mánuði og vísaði í tekjublað DV í fyrra því til staðfestingar. Hið rétta er að farið var mannavillt í blaðinu. Hinar áætluðu tekjur tilheyrðu alnafna forstjóra Bankasýslunnar, einum æðsta stjórnanda Actavis á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fær forstjóri Bankasýslunnar enn sömu laun og kjararáð ákvarðaði honum áður en hann færðist undan úrskurðarvaldi þess með lagabreytingum í júlí 2017. Stjórn Bankasýslunnar hefur ekki breytt launum forstjórans síðan. Laun forstjórans þykja því hófstillt í rúmum 1.100 þúsund krónum á mánuði enda þýðir það að hann fær talsvert minna greitt en flestir þingmenn. Þar á meðal Karl Gauti Hjaltason, sem fær rúmar 1.300 þúsund krónur á mánuði í þingfararkaup og fastar kostnaðargreiðslur.
Kjaramál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira