Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2018 14:52 Konan hafði farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. vísir/getty Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. Þetta kemur fram á vef landlæknis. Embættinu barst nýlega ábending frá Landspítala um alvarlegt atvik þar sem konan hafði leitað til bráðamóttöku en hún var með svokallað loftbrjóst og gekkst undir aðgerð í kjölfar áverka eftir nálastungur. Að því er segir á vef landlæknis verður loftbrjóst þegar „gat kemur á lungað og það fellur saman, en slíkt getur hindrað öndun, sérstaklega ef það gerist báðum megin. Loftbrjóst er þekkt áhætta við nálastungur á bol- og hálssvæði.“ Segir á vef landlæknis að embættinu hafi áður borist tilkynningar og ábendingar um tilvik af slíkum áverkum. „Að mati landlæknis er fullt tilefni til að vara við því að leitað sé þjónustu eða meðferðar hjá ófaglærðum áhugamönnum eða öðrum sem vafi getur leikið á um að kunni vel til verka. Á þetta sérstaklega við þegar um er að ræða viðkvæma einstaklinga, þungaðar konur, börn og sjúklinga með alvarleg eða langvinn veikindi svo sem krabbamein. Gagnsemi nálastungumeðferða er umdeild. Þótt fylgikvillar séu fremur sjaldgæfir þá geta afleiðingar þeirra verið mjög alvarlegar og í sumum tilvikum lífshættulegar. Auk loftbrjósts og ástungu í önnur viðkvæm líffæri, hafa komið upp alvarlegar sýkingar í kjölfar slíkra meðferða. Sem dæmi má nefna að nýlega lést maður í Noregi af sýkingu eftir nálastungur á hendi. Þá vöruðu dönsk yfirvöld á síðasta ári við áhættu af nálastungum eftir fjögur alvarleg tilfelli það sama ár, þar af var eitt dauðsfall,“ segir á vef landlæknis. Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. Þetta kemur fram á vef landlæknis. Embættinu barst nýlega ábending frá Landspítala um alvarlegt atvik þar sem konan hafði leitað til bráðamóttöku en hún var með svokallað loftbrjóst og gekkst undir aðgerð í kjölfar áverka eftir nálastungur. Að því er segir á vef landlæknis verður loftbrjóst þegar „gat kemur á lungað og það fellur saman, en slíkt getur hindrað öndun, sérstaklega ef það gerist báðum megin. Loftbrjóst er þekkt áhætta við nálastungur á bol- og hálssvæði.“ Segir á vef landlæknis að embættinu hafi áður borist tilkynningar og ábendingar um tilvik af slíkum áverkum. „Að mati landlæknis er fullt tilefni til að vara við því að leitað sé þjónustu eða meðferðar hjá ófaglærðum áhugamönnum eða öðrum sem vafi getur leikið á um að kunni vel til verka. Á þetta sérstaklega við þegar um er að ræða viðkvæma einstaklinga, þungaðar konur, börn og sjúklinga með alvarleg eða langvinn veikindi svo sem krabbamein. Gagnsemi nálastungumeðferða er umdeild. Þótt fylgikvillar séu fremur sjaldgæfir þá geta afleiðingar þeirra verið mjög alvarlegar og í sumum tilvikum lífshættulegar. Auk loftbrjósts og ástungu í önnur viðkvæm líffæri, hafa komið upp alvarlegar sýkingar í kjölfar slíkra meðferða. Sem dæmi má nefna að nýlega lést maður í Noregi af sýkingu eftir nálastungur á hendi. Þá vöruðu dönsk yfirvöld á síðasta ári við áhættu af nálastungum eftir fjögur alvarleg tilfelli það sama ár, þar af var eitt dauðsfall,“ segir á vef landlæknis.
Heilbrigðismál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira