Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2018 14:52 Konan hafði farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. vísir/getty Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. Þetta kemur fram á vef landlæknis. Embættinu barst nýlega ábending frá Landspítala um alvarlegt atvik þar sem konan hafði leitað til bráðamóttöku en hún var með svokallað loftbrjóst og gekkst undir aðgerð í kjölfar áverka eftir nálastungur. Að því er segir á vef landlæknis verður loftbrjóst þegar „gat kemur á lungað og það fellur saman, en slíkt getur hindrað öndun, sérstaklega ef það gerist báðum megin. Loftbrjóst er þekkt áhætta við nálastungur á bol- og hálssvæði.“ Segir á vef landlæknis að embættinu hafi áður borist tilkynningar og ábendingar um tilvik af slíkum áverkum. „Að mati landlæknis er fullt tilefni til að vara við því að leitað sé þjónustu eða meðferðar hjá ófaglærðum áhugamönnum eða öðrum sem vafi getur leikið á um að kunni vel til verka. Á þetta sérstaklega við þegar um er að ræða viðkvæma einstaklinga, þungaðar konur, börn og sjúklinga með alvarleg eða langvinn veikindi svo sem krabbamein. Gagnsemi nálastungumeðferða er umdeild. Þótt fylgikvillar séu fremur sjaldgæfir þá geta afleiðingar þeirra verið mjög alvarlegar og í sumum tilvikum lífshættulegar. Auk loftbrjósts og ástungu í önnur viðkvæm líffæri, hafa komið upp alvarlegar sýkingar í kjölfar slíkra meðferða. Sem dæmi má nefna að nýlega lést maður í Noregi af sýkingu eftir nálastungur á hendi. Þá vöruðu dönsk yfirvöld á síðasta ári við áhættu af nálastungum eftir fjögur alvarleg tilfelli það sama ár, þar af var eitt dauðsfall,“ segir á vef landlæknis. Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. Þetta kemur fram á vef landlæknis. Embættinu barst nýlega ábending frá Landspítala um alvarlegt atvik þar sem konan hafði leitað til bráðamóttöku en hún var með svokallað loftbrjóst og gekkst undir aðgerð í kjölfar áverka eftir nálastungur. Að því er segir á vef landlæknis verður loftbrjóst þegar „gat kemur á lungað og það fellur saman, en slíkt getur hindrað öndun, sérstaklega ef það gerist báðum megin. Loftbrjóst er þekkt áhætta við nálastungur á bol- og hálssvæði.“ Segir á vef landlæknis að embættinu hafi áður borist tilkynningar og ábendingar um tilvik af slíkum áverkum. „Að mati landlæknis er fullt tilefni til að vara við því að leitað sé þjónustu eða meðferðar hjá ófaglærðum áhugamönnum eða öðrum sem vafi getur leikið á um að kunni vel til verka. Á þetta sérstaklega við þegar um er að ræða viðkvæma einstaklinga, þungaðar konur, börn og sjúklinga með alvarleg eða langvinn veikindi svo sem krabbamein. Gagnsemi nálastungumeðferða er umdeild. Þótt fylgikvillar séu fremur sjaldgæfir þá geta afleiðingar þeirra verið mjög alvarlegar og í sumum tilvikum lífshættulegar. Auk loftbrjósts og ástungu í önnur viðkvæm líffæri, hafa komið upp alvarlegar sýkingar í kjölfar slíkra meðferða. Sem dæmi má nefna að nýlega lést maður í Noregi af sýkingu eftir nálastungur á hendi. Þá vöruðu dönsk yfirvöld á síðasta ári við áhættu af nálastungum eftir fjögur alvarleg tilfelli það sama ár, þar af var eitt dauðsfall,“ segir á vef landlæknis.
Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira