Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. mars 2018 14:48 Skrautfuglarnir eru af mörgum stærðum og gerðum. Skjáskot/Stöð 2 Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. Mítillinn hefur aldrei áður greinst hér á landi en um er að ræða einn alvarlegasta sjúkdómsvaldinn á alifuglabúum í Norður-Ameríku. Greint var fráþví í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu í Holtagörðum frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu í gær undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs ekki vera gætt meðþví að fara fram á aflífun. Í tilkynningu sem barst frá Matvælastofnun í dag segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum og taldar séu verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví. Mítillinn sem um ræðir getur herjað á ýmsar gerðir fugla en hann sýgur úr þeim blóð og veldur þeim miklum óþægindum. Þá hefur hann neikvæð áhrif á vöxt og varp og getur valdið dauða. Mítillinn getur lifaðí margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er aðútrýma honum aðþví er segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Þá geti mítillinn borist á önnur dýr, fólk og ýmiss konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla á Íslandi gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Matvælastofnun kveðst hafa í grundað þann möguleika að útrýma Norræna fuglamítlinum úr sóttkvínni en hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægilega tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Lítur stofnunin svo á að ekki verði með óyggjandi hætti hægt að koma í veg fyrir að hann berist inn í landið út úr sóttkvínni. Dýr Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. Mítillinn hefur aldrei áður greinst hér á landi en um er að ræða einn alvarlegasta sjúkdómsvaldinn á alifuglabúum í Norður-Ameríku. Greint var fráþví í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Matvælastofnun hafi gefið eigendum gæludýraverslunarinnar Dýraríkinu í Holtagörðum frest til 4. apríl til að senda 358 unga skrautfugla úr landi eða láta aflífa þá, vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fuglinum. Eigandi verslunarinnar kvaðst í samtali við fréttastofu í gær undrandi yfir ákvörðun MAST og taldi meðalhófs ekki vera gætt meðþví að fara fram á aflífun. Í tilkynningu sem barst frá Matvælastofnun í dag segir að um 12 þúsund mítlar og yfir 12 þúsund egg hafi greinst á fuglinum og taldar séu verulegar líkur á að smit hafi þegar breiðst út á meðal fuglanna sem nú eru í sóttkví. Mítillinn sem um ræðir getur herjað á ýmsar gerðir fugla en hann sýgur úr þeim blóð og veldur þeim miklum óþægindum. Þá hefur hann neikvæð áhrif á vöxt og varp og getur valdið dauða. Mítillinn getur lifaðí margar vikur í umhverfi fuglanna og mjög erfitt er aðútrýma honum aðþví er segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Þá geti mítillinn borist á önnur dýr, fólk og ýmiss konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla á Íslandi gæti það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Matvælastofnun kveðst hafa í grundað þann möguleika að útrýma Norræna fuglamítlinum úr sóttkvínni en hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægilega tryggt að meðhöndlun bæri árangur. Lítur stofnunin svo á að ekki verði með óyggjandi hætti hægt að koma í veg fyrir að hann berist inn í landið út úr sóttkvínni.
Dýr Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30