Bærinn sé ekki deild í Sjálfstæðisflokknum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. mars 2018 07:00 Beðið hefur verið lengi eftir flutningi á raflínum sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fréttablaðið/Daníel „Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjaryfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættismenn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómassonar, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæmlega ekkert umboð til að sitja fundinn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæjarfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitarfélagsins,“ segir Gunnar.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði telur óðlilegt að þingmenn einstaka flokka sitji fundi um málefni bæjarins en bæjarfullrúar séu ekki boðaðir.Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að málinu og veita okkur aðstoð,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann hvorki þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnarssyni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráðabirgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtudaginn í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Það slær okkur ekki vel að það sé haldinn fundur sem við vitum ekki af en lesum um hann í fjölmiðlum og svo kemur í ljós að þar hafa setið embættismenn bæjarins og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins; ekki bara bæjarfulltrúar heldur líka þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Fundurinn sem Gunnar vísar til var boðaður í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1, sem er að sögn bæjaryfirvalda í Hafnarfirði forsenda þess að unnt verði að fjarlægja gamlar línur sem standa byggingaframkvæmdum á Völlunum í Hafnarfirði fyrir þrifum. Fundinn sátu helstu embættismenn bæjarins og forsvarsmenn Landsnets auk Ólafs Inga Tómassonar, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs og Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Jón Gunnarsson hefur nákvæmlega ekkert umboð til að sitja fundinn og ekkert erindi heldur. Ég á hins vegar fullt erindi á hann. Ég hef umboð frá bæjarbúum til að stýra bæjarfélaginu ásamt tíu öðrum bæjarfulltrúum og sit í bæjarráði sem er pólitísk framkvæmdastjórn sveitarfélagsins,“ segir Gunnar.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði telur óðlilegt að þingmenn einstaka flokka sitji fundi um málefni bæjarins en bæjarfullrúar séu ekki boðaðir.Bæjarstjórinn, Haraldur L. Haraldsson, segir hins vegar að það eina sem vaki fyrir honum sé að þetta mál vinnist sem best. „Og ég fagna öllum sem eru tilbúnir til að koma að málinu og veita okkur aðstoð,“ segir Haraldur. Aðspurður segir hann hvorki þingmanninn né bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafa verið boðaða til fundarins. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast hafi umræddur bæjarfulltrúi, sem er formaður skipulags- og byggingaráðs bæjarins, óskað eftir því að fá að sitja fundinn og bar þá einnig fram ósk frá Jóni Gunnarssyni um að fá að sitja hann líka. Gunnar gefur ekki mikið fyrir skýringar bæjarstjórans. „Ég held að þarna séu menn bara hættir að gera greinarmun á Sjálfstæðisflokknum og sveitarfélaginu Hafnarfirði og eru farnir að líta á sveitarfélagið sem deild í flokknum.“ Hann segir að um gríðarlega stórt hagsmunamál sé að ræða fyrir bæjarbúa. Það hafi verið í ferli í tvö kjörtímabil og um það hafi verið þverpólitísk samstaða að mestu leyti. „En í staðinn fyrir að vinna málið áfram í þverpólitískri samstöðu og sátt þá er þessi leið farin og það hugnast okkur mjög illa,“ segir Gunnar um fundinn. Haraldur segist lítið geta sagt um næstu skref að svo stöddu en ljóst sé að flutningur á línunum muni tefjast og til greina komi að fara í bráðabirgðaflutning á þeim samhliða skoðun á lausn málsins. Fundað verði um málið með bæjarráði á fimmtudaginn í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09