Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir við rannsókn á líkamsleifum Birgir Olgeirsson skrifar 27. mars 2018 14:27 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um rannsókn á líkamsleifunum sem fundust á Faxaflóa. Vísir/Hanna Ekki er búið að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust nýverið á Faxaflóa. Kennslanefnd embættis ríkislögreglustjóra sér um að komast að því hvaða manneskju þessar líkamsleifar tilheyrðu. Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, segir nefndina hafa sent lífsýni til rannsóknar til Svíþjóðar og beðið sé niðurstöðu. Eitt sýni var sent fyrir þremur vikum og önnur sýni fyrir einni viku. Gylfi segir að reikna megi með fjórum vikum frá því sýni var sent til rannsóknar þar til svar berst. Kennslanefnd mun því bíða eftir niðurstöðu á rannsókn á öllum sýnunum. Sé litið til þess að síðustu sýni voru send til rannsóknar fyrir einni viku og að páskavika er nú fyrir höndum, má reikna með að allt að fjórar vikur geti liðið þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður hvort það liggi fyrir hvort líkamsleifarnar tilheyrðu karli eða konu svarar Gylfi að beðið sé eftir skýrslu réttarmeinafræðings til að fá úr því skorið. Þá segir hann ekki hægt að segja til að svo stöddu hvort líkamsleifarnar hafi legið lengi í sjó.Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir Gylfi segir kennslanefnd beita vísindalegum aðferðum við störf sín. Samkvæmt stöðlum alþjóðalögreglunnar Interpol þarf að styðja niðurstöðuna með einu af þremur meginatriðum við slíka rannsókn, en það er tannrannsókn, fingrafararannsókn eða rannsókn á DNA-lífsýnum. Þá niðurstöðu er síðan hægt að styðja með aukaatriðum á borð við húðflúr, gervilið, ör, klæðnað eða annað sem var einkennandi fyrir viðkomandi manneskju. „Í þessu tilviki höfum við sent út lífsýni,“ segir Gylfi. Aðspurður hvort kennslanefnd hafi sett sig í samband við aðstandendur einstaklinga sem er saknað segir Gylfi svo ekki vera, en fjölskyldur þeirra sem er saknað hafi sett sig í samband við kennslanefnd.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isFengu líkamsleifarnar í veiðarfærin Upphaf málsins er rakið til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í febrúar síðastliðnum. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í netinu. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni hjá Landhelgisgæslunni fundust líkamsleifarnar á yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi. Lögreglumál Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Ekki er búið að bera kennsl á líkamsleifarnar sem fundust nýverið á Faxaflóa. Kennslanefnd embættis ríkislögreglustjóra sér um að komast að því hvaða manneskju þessar líkamsleifar tilheyrðu. Gylfi Hammer Gylfason, formaður kennslanefndar, segir nefndina hafa sent lífsýni til rannsóknar til Svíþjóðar og beðið sé niðurstöðu. Eitt sýni var sent fyrir þremur vikum og önnur sýni fyrir einni viku. Gylfi segir að reikna megi með fjórum vikum frá því sýni var sent til rannsóknar þar til svar berst. Kennslanefnd mun því bíða eftir niðurstöðu á rannsókn á öllum sýnunum. Sé litið til þess að síðustu sýni voru send til rannsóknar fyrir einni viku og að páskavika er nú fyrir höndum, má reikna með að allt að fjórar vikur geti liðið þar til niðurstaða liggur fyrir. Spurður hvort það liggi fyrir hvort líkamsleifarnar tilheyrðu karli eða konu svarar Gylfi að beðið sé eftir skýrslu réttarmeinafræðings til að fá úr því skorið. Þá segir hann ekki hægt að segja til að svo stöddu hvort líkamsleifarnar hafi legið lengi í sjó.Eitt af þremur meginatriðum þarf að liggja fyrir Gylfi segir kennslanefnd beita vísindalegum aðferðum við störf sín. Samkvæmt stöðlum alþjóðalögreglunnar Interpol þarf að styðja niðurstöðuna með einu af þremur meginatriðum við slíka rannsókn, en það er tannrannsókn, fingrafararannsókn eða rannsókn á DNA-lífsýnum. Þá niðurstöðu er síðan hægt að styðja með aukaatriðum á borð við húðflúr, gervilið, ör, klæðnað eða annað sem var einkennandi fyrir viðkomandi manneskju. „Í þessu tilviki höfum við sent út lífsýni,“ segir Gylfi. Aðspurður hvort kennslanefnd hafi sett sig í samband við aðstandendur einstaklinga sem er saknað segir Gylfi svo ekki vera, en fjölskyldur þeirra sem er saknað hafi sett sig í samband við kennslanefnd.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isFengu líkamsleifarnar í veiðarfærin Upphaf málsins er rakið til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í febrúar síðastliðnum. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í netinu. Skipstjórinn skráði niður staðsetninguna og hafði samband við Vaktstöð siglinga, sem upplýsti lögreglu um málið. Í framhaldinu var skipulagt leitarsvæði og síðan var haldið á vettvang nokkru síðar með búnað sem hæfði aðstæðum, en um flóknar aðgerðir var að ræða. Sérútbúinn kafbátur var sendur niður til að taka ljósmyndir og sónarmyndir, en á sjávarbotninum reyndust vera líkamsleifar. Ekki reyndist unnt að ná þeim upp að svo stöddu enda aðstæður á vettvangi erfiðar, m.a. vegna sjólags og dýpis. Menn urðu því frá að hverfa og sæta færis, en nokkrum dögum síðar var aftur haldið á vettvang og þá tókst að ná upp líkamsleifunum. Við það var notaður annar kafbátur, sem var sömuleiðis sérútbúinn fyrir verkefni af þessu tagi. Samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni hjá Landhelgisgæslunni fundust líkamsleifarnar á yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Kveðst geta greint legginn sem fannst á Faxaflóa betur en nokkur annar í heiminum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið gæti greint legg sem áhöfnin á Fjölni GK fékk í veiðarfæri sín í febrúar betur en nokkur önnur stofnun í heiminum. 21. mars 2018 21:45