Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 10:51 Madsen er ákærður fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana en Madsen neitar sök í málinu og segir að Wall hafi látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. vísir/getty Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. Vitni í réttarhöldunum, tvær ungar konur, segja Madsen hafa boðið sér einum út að sigla í kafbátnum þar sem Wall var ráðinn bani þann 10. ágúst síðastliðinn. Þriðja vitnið, karlmaður, segir Madsen hafa rætt við sig um bestu leiðina til að fela lík, að því er fram kemur í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.Sjá einnig: „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vildi fá hana eina út að sigla Ung kona, sem var sjálfboðaliði hjá Raket-Madsen Rumlaboratorium, geimáætlunarverkefni Madsens, var fyrsta vitni á dagskrá. Í yfirheyrslu sagðist hún hafa komið nokkrum sinnum um borð í kafbátinn, m.a. til þess að þrífa hann. Hún sagði Madsen hafa spurt sig einu sinni hvort hún vildi koma með honum um borð í kafbátinn og sigla með honum. Þá sagði hún að Madsen hefði gert ráð fyrir því að þau yrðu ein í kafbátnum. „Hann spurði mig í gegnum síma og kannski með smáskilaboðum. Ég hafði látið það í ljós að ég vildi gjarnan fara með út að sigla,“ svaraði konan. Þá sagði hún að Madsen hafi talað um líkama hennar og hrósað honum. Teikning frá réttarhöldunum. Madsen sjálfur er til vinstri á mynd.Vísir/Afp Bauð í siglingu tveimur dögum áður en hann hitti Wall Næsta vitni var kona sem fór út í Refshale-eyju, rétt við Amager, ásamt vinkonu sinni þann 13. maí 2017. Þar hittu þær fyrir Peter Madsen sem ræddi við ferðamenn á ensku um kafbátinn, sem var við bryggju í grenndinni. Konurnar gáfu sig á tal við fólkið. Madsen sýndi þeim mikinn áhuga og bauð þeim í skoðunarferð um kafbátinn. Hann bauð þeim svo að koma með sér að sigla og fékk símanúmer kvennanna. Hann sendi þeim einnig vinabeiðni á Facebook og hóf þar samræður við þær í hópspjalli. Þar ítrekaði hann að hann vildi endilega fá þær í kafbátinn. Þann 26. júlí hringdi hann í vitnið en hún svaraði ekki símanum. Þann 8. ágúst, tveimur dögum áður en Kim Wall fór með Madsen út í kafbátinn, sendi Madsen konunni svo SMS. „Hæ, Xx. Manstu eftir kafbátnum. Ég ætla í smá ferð út í Flakfortet. Viltu ekki koma með?“ stóð skrifað í skilaboðunum. Aðspurð sagði konan að sér hefði þótt undarlegt að hann ávarpaði hana í eintölu. Hún svaraði Madsen því til að hvorki hún né vinkona hennar kæmust með honum. Ræddu bestu leiðina til að fela lík Þriðja vitnið var karlmaður sem starfaði, og starfar enn, hjá Copenhagen Suborbitals, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014. Maðurinn sagði Madsen hafa átt frumkvæði að samræðum um það hver væri besta leiðin til að losa sig við lík. Maðurinn sagði þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að heppilegt væri að fela lík í vatni og að Øresund hefði verið nefnt sem góður staður til þess brúks. Í málflutningi vitna sem yfirheyrð voru við réttarhöldin í gær kom fram að Madsen hafi haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Tvær ástkonur Madsens voru auk þess yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. Vitni í réttarhöldunum, tvær ungar konur, segja Madsen hafa boðið sér einum út að sigla í kafbátnum þar sem Wall var ráðinn bani þann 10. ágúst síðastliðinn. Þriðja vitnið, karlmaður, segir Madsen hafa rætt við sig um bestu leiðina til að fela lík, að því er fram kemur í beinni textalýsingu fréttamanns danska ríkisútvarpsins.Sjá einnig: „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vildi fá hana eina út að sigla Ung kona, sem var sjálfboðaliði hjá Raket-Madsen Rumlaboratorium, geimáætlunarverkefni Madsens, var fyrsta vitni á dagskrá. Í yfirheyrslu sagðist hún hafa komið nokkrum sinnum um borð í kafbátinn, m.a. til þess að þrífa hann. Hún sagði Madsen hafa spurt sig einu sinni hvort hún vildi koma með honum um borð í kafbátinn og sigla með honum. Þá sagði hún að Madsen hefði gert ráð fyrir því að þau yrðu ein í kafbátnum. „Hann spurði mig í gegnum síma og kannski með smáskilaboðum. Ég hafði látið það í ljós að ég vildi gjarnan fara með út að sigla,“ svaraði konan. Þá sagði hún að Madsen hafi talað um líkama hennar og hrósað honum. Teikning frá réttarhöldunum. Madsen sjálfur er til vinstri á mynd.Vísir/Afp Bauð í siglingu tveimur dögum áður en hann hitti Wall Næsta vitni var kona sem fór út í Refshale-eyju, rétt við Amager, ásamt vinkonu sinni þann 13. maí 2017. Þar hittu þær fyrir Peter Madsen sem ræddi við ferðamenn á ensku um kafbátinn, sem var við bryggju í grenndinni. Konurnar gáfu sig á tal við fólkið. Madsen sýndi þeim mikinn áhuga og bauð þeim í skoðunarferð um kafbátinn. Hann bauð þeim svo að koma með sér að sigla og fékk símanúmer kvennanna. Hann sendi þeim einnig vinabeiðni á Facebook og hóf þar samræður við þær í hópspjalli. Þar ítrekaði hann að hann vildi endilega fá þær í kafbátinn. Þann 26. júlí hringdi hann í vitnið en hún svaraði ekki símanum. Þann 8. ágúst, tveimur dögum áður en Kim Wall fór með Madsen út í kafbátinn, sendi Madsen konunni svo SMS. „Hæ, Xx. Manstu eftir kafbátnum. Ég ætla í smá ferð út í Flakfortet. Viltu ekki koma með?“ stóð skrifað í skilaboðunum. Aðspurð sagði konan að sér hefði þótt undarlegt að hann ávarpaði hana í eintölu. Hún svaraði Madsen því til að hvorki hún né vinkona hennar kæmust með honum. Ræddu bestu leiðina til að fela lík Þriðja vitnið var karlmaður sem starfaði, og starfar enn, hjá Copenhagen Suborbitals, þar sem Madsen var með vinnuaðstöðu fram til ársins 2014. Maðurinn sagði Madsen hafa átt frumkvæði að samræðum um það hver væri besta leiðin til að losa sig við lík. Maðurinn sagði þá hafa komist að þeirri niðurstöðu að heppilegt væri að fela lík í vatni og að Øresund hefði verið nefnt sem góður staður til þess brúks. Í málflutningi vitna sem yfirheyrð voru við réttarhöldin í gær kom fram að Madsen hafi haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. Annað vitni sagðist hafa fundið slíkt myndband á tölvu Madsens en hitt sagði Madsen sjálfan hafa sýnt sér ofbeldisfullt myndband. Tvær ástkonur Madsens voru auk þess yfirheyrðar. Voru þær spurðar út í kynferðislegar tilhneigingar Madsen og þá kom fram að hann hefði viljað búa til svokallaða „snuff“-mynd með annarri þeirra. Í slíkri mynd er einhver drepinn í alvörunni.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
Ekki hægt að segja nákvæmlega til um dánarorsök Wall Réttarhöldin yfir Madsen halda áfram í dag. 22. mars 2018 12:15
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31